Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 20
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 20 Klakki ehf., sem áður hét Exista, hefur selt allan hlut sinn í trygg- ingafélaginu VÍS, en Klakki átti um 22 prósent af öllu hlutafé. Alls eru seldir liðlega 374 millj- ón hlutir og nemur heildarverð- mæti þeirra rúmlega 3,1 milljarði króna. Einungis vika er liðin frá því að Klakki seldi 1,66 milljarða króna hlut í VÍS. Greint hefur verið frá því að það voru lífeyris- sjóðirnir Gildi, Stapi og Festa sem keyptu hlutinn þann 13. október. Helsta eign Klakka eftir söluna á hlutnum í VÍS er hlutur í fjár- málafyrirtækinu Lýsingu. - jhh Heildarsalan 4,8 milljarðar: Seldi allan hlut sinn í VÍS KAUPHÖLL ÍSLANDS VÍS hefur verið skráð félag síðan í apríl 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hlutafé N1 verður lækkað um 30 prósent, eða um 300 millj- ónir króna að nafnvirði, gangi eftir tillaga sem samþykkt var á fundi hluthafa félagsins á þriðjudag. Auk hlutafjár- niðurfærslunnar var sam- þykkt að færa yfirverðsreikn- ing hlutafjár félagsins niður um tæpa 3,6 milljarða króna. „Samtals verður hlutafé félagsins því lækkað um kr. 3.859.628.000 og mun fjárhæðin verða greidd út til hluthafa félagsins hlutfallslega í samræmi við hlutafjáreign þeirra í félaginu í lok dags þann 28. nóvember 2014,“ segir í kauphallartil- kynningu félagsins. Eggert Þór Kristófers- son, fjármálastjóri N1, segir aðgerðina í samræmi við þá stefnu sem mörkuð hafi verið við skráningu félagsins í Kauphöllina, að eiginfjár- hlutfall félagsins yrði um 40 prósent. Í síðasta árshlutauppgjöri félagsins var hlutfallið 51,1 prósent. „Það var mat stjórnar félagins að þetta væri stysta leiðin til að nálgast markmið félagsins um fjármagnsskipan,“ segir Eggert. Aðgerðina segir hann ekki vera eins og arðgreiðslu sem greidd sé af hagn- aði ársins á undan, heldur sé þarna verið að endurgreiða hluthöfum fé sem sett hafi verið í félagið. „N1 er fyrsta íslenska félagið í Kauphöllinni sem fer þessa leið,“ segir hann. Endur- greiðslan geti átt sér stað að fenginni heimild ríkisskattstjóra. Tilkynna á um endanlegar dagsetningar til Kaup- hallar þegar þær liggja fyrir. - óká EGGERT ÞÓR KRISTÓFERSSON Hluthafafundur samþykkti í byrjun vikunnar tillögu stjórnar um að lækka hlutafé N1 um sem nemur þrjátíu prósentum: N1 endurgreiðir hluthöfum 3.860 milljónir króna Hluthafi Eignarhlutur Endurgreiðsla 1. Lífeyrissjóður verslunarmanna 14,2% 548,1 milljón króna 2. Lífeyrissj. starfsm. rík. A-deild 7,7% 298,7 milljónir króna 3. Gildi– lífeyrissjóður 7,6% 292,1 milljón króna 4. Stafir lífeyrissjóður 5,7% 220,1 milljón króna 5. Almenni lífeyrissjóðurinn 5,0% 193,0 milljónir króna 6. Helgafell ehf.** 4,2% 162,4 milljónir króna 7. Sameinaði lífeyrissjóðurinn 3,9% 152,0 milljónir króna 8. Landsbankinn hf. 3,8% 145,9 milljónir króna 9. Lífeyrissj. starfsm. rík. B-deild 3,4% 131,0 milljón króna 10. Straumur fjárfestingabanki hf. 2,8% 107,1 milljón króna *Hlutdeild stærstu hluthafa N1 í fyrirhugaðri lækkun hlutafjár, miðað við lista 20 stærstu hluthafa í byrjun október 2014. **Félag í eigu eigenda Nathan & Olsen. ➜ Hlutur 10 stærstu í endurgreiðslu N1* Fataverslanakeðjan NTC, sem rekur meðal annars Gallerí 17, stefnir á opnun netverslunar á næstunni og vinnur nú að upp- færslu síðunnar. „Við erum að reyna að setja hana í gang fyrir jól þannig að hún verði vonandi til- búin um miðjan nóvember,“ segir Svava Johansen, eigandi versl- unarinnar. Á síðunni verða seld merki sem ekki eru seld í verslun- unum. Stefnan verður að selja tísku- fatnað, skó og fylgihluti fyrir herra og dömur, en einnig að það verði umfjöllun og blogg um klæðnað og tísku. „Við viljum gera þarna skemmtilega og líflega síðu og að fólk geti bara farið þarna inn á og verslað eins og á vefsíðum erlendis. Þetta er bara enn einn valkosturinn,“ segir hún. Svava segir að sala í versluninni hafi alls ekki dregist saman. „En maður veit aldrei hvort það hefði verið enn meiri aukning ef það væri ekki samkeppni við netversl- un almennt,“ segir hún. Svava býst ekki við því að með tilkomu netverslunarinnar muni þeim fækka sem komi í verslan- ir hennar, til dæmis í Kringlunni og Smáralind. „Ég á von á aukn- ingu,“ segir hún og bætir því við að flestir sem séu í verslunar- rekstri og opni síðan netverslanir samhliða séu sammála því að sýni- leiki verslananna verði meiri. „Að þetta verði bara stór búðargluggi fyrir fólk sem kemst ekki og þetta verði þannig að mestu leyti við- bót.“ Netverslunin verði vonandi til þess að þjónusta landsbyggðina og líka til að þjónusta fólk sem er ekki mikið fyrir að fara í verslan- ir og þá sem hafa ekki tíma til að fara í verslanir. Þá segist Svava hafa fengið margar fyrirspurnir að utan varðandi vörur sem NTC framleiðir sjálft. Hvort og hvar fólk geti keypt þær vörur sem NTC framleiðir. „Við erum að framleiða undir þremur vörumerkjum. Það er nú kannski það skemmtilegasta ef við gætum farið að selja út fyrir land- steinana í gegnum netverslunina. En við erum ekki þannig fyrirtæki að við séum númer eitt í fram- leiðslu og að koma því út heldur varð þetta viðbót sem hefur geng- ið vel. Við framleiðum sjálf fimm- tán prósent af öllum vörum sem við seljum,“ segir Svava. jonhakon@frettabladid.is Tískuveldið NTC stefnir að opnun nýrrar netverslunar Áður en jólaverslunin fer á fullt mun tískuveldið NTC hefja sölu á netinu. Eigandinn, Svava Johansen, vonast til að með þessu verði hægt að þjónusta betur fólk á landsbyggðinni og þá sem alla jafna sækja ekki verslanir. Við erum að framleiða undir þremur vörumerkj- um. Það er nú kannski það skemmtilegasta ef við gætum farið að selja út fyrir landsteinana í gegnum netverslunina. Svava Johansen, eigandi verslunarinnar Í KRINGLUNNI NTC rekur verslanir víða. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst vinnur nú að rannsókn á umfangi netverslunar á Íslandi. Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarsetursins, segir ekki tímabært að gefa upp tölur að svo komnu máli. Hann geti þó sagt að sem hlutfall af heildarverslun í landinu sé mun minna verslað í netverslun hér á landi en í nágrannalöndum okkar. „Hins vegar hefur vöxturinn verið mjög mikill. Hann hefur verið álíka mikill í prósentum og hjá nágrannalöndum okkar,“ segir Emil. Hann bendir á að skýringar á lítilli verslun hér séu að Íslendingar versli meira við útlenskar netverslanir en neytendur í nágrannalöndum versli meira við innlendar netverslanir. Þá séu tvær aðrar ástæður fyrir því að íslenskar netverslanir hafi ekki náð sér almennilega á strik. „Í fyrsta lagi er lítill markaður og svo er hitt sem menn nefna að það er stutt fyrir flesta að fara í hefðbundnar verslanir,“ segir Emil. Lítil netverslun en vex þó örtJens Garðar Helgason hefur til- kynnt framboð sitt til formanns sameinaðs félags Landssambands íslenskra útvegsmanna og Sam- taka fiskvinnslustöðva. Sameiginlegur fundur félag- anna tveggja fer fram í lok mán- aðarins. Fyrir aðalfundinum liggur tillaga um sameiningu samtakanna. Jens Garðar tók við starfi framkvæmdastjóra Fiskimiða árið 2001 og gegndi því fram á þetta ár. Hann er einnig formað- ur bæjarráðs í Fjarðarbyggð. - jhh Vill stýra sameinuðu félagi: Jens Garðar í framboð Léttar veitingar í boði. Allir velkomnir. Vinsamlegast skráið mætingu á felag@un.is Hádegisspjall með Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra Helstu málefni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 2014 Fundurinn er haldinn á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins. Gunnar Bragi mun fjalla um þátttöku sína á 69. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok september og áherslur Íslands á vettvangi SÞ. Þetta er einstakt tækifæri til þess að spjalla við utanríkisráðherra um þátttöku Íslands í störfum Sameinuðu þjóðanna. Í lok fundar mun ráðherra undirrita samstarfssamninga við Landsnefnd UNICEF á Íslandi og Miðstöð Sameinuðu þjóðanna. Fundarstjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Opinn fundur á degi Sameinuðu þjóðanna, föstudaginn 24. október kl. 12-13 – Björtuloft, Hörpu, 7. hæð. Hagnaður Marel á þriðja árs- fjórðungi nam um 1,5 milljörð- um króna, en var um 918 milljón- ir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn hefur því aukist um 63% á milli ára. Tekjur á þriðja ársfjórðungi námu 28,7 milljörð- um króna en voru um 24 milljarðar á sama tímabili árið á undan. Pantanabók stóð í 25,9 milljörð- um króna í lok þriðja ársfjórðungs núna samanborið við 23,9 millj- arða evra í lok annars ársfjórð- ungs og var 21,2 milljarðar eftir þriðja fjórðung í fyrra. Árni Oddur Þórðarson, for- stjóri Marel, segir í tilkynningu að þriðji ársfjórðungur hafi verið góður fyrir fyrirtækið. „Við höfum skerpt á markaðssókn samhliða því að taka mikilvæg skref til að auka skilvirkni í rekstri. Sala og tekjur jukust um 20% á milli ára og rekstrarhagnaður hefur farið vaxandi,“ segir hann. Hann segir að áætlun um að einfalda rekstur gangi eins og gert var ráð fyrir. „Markmiðið er að mæta þörfum viðskiptavina með skilvirkari hætti og draga úr árlegum kostnaði um 20-25 millj- ónir á tímabilinu 2014-2015,“ segir hann. - jhh Forstjóri Marel sáttur við afkomu þriðja fjórðungs: Hagnaður Marel var 1,5 milljarðar króna FORSTJÓRINN Árni Oddur hefur verið forstjóri Marel í eitt ár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.