Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 60
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 40 „Ég þurfti að semja fyrirsögn erind- isins fyrirfram og ákvað að gera mér lífið erfiðara með því að varpa í henni fram erfiðri spurningu, sem ég þyrfti sjálfur að svara,“ útskýrir Óttarr Proppé alþingismaður, bæði í gríni og alvöru. Spurningin er þessi: Er rúm fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum og opinberri umræðu? Henni mun hann leitast við að svara á ráðstefn- unni Þjónandi forysta, sem Þekk- ingarsetur um þjónandi forystu og Háskólinn á Bifröst standa fyrir í lok mánaðarins. Erindið er ósamið enn, en hann er að vinna í því. „Einfalda svarið er að það er pláss fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum, en aðferðafræðin er flókin og snýst í grunninn um að stjórnmálamenn tileinki sér öðruvísi framkomu og nálgun. Ástin er gildishlaðið og sterkt hugtak, en mér finnst fara vel á að hugleiða það í tengslum við þjónandi for- ystu, samskipti og félagslega ábyrgð eins og ráðstefnan gengur út á,“ segir Óttarr. Sjálfur kom hann inn í stjórnmálin með Besta flokknum og Jóni Gnarr og segir stefnu þeirra hafa frá upphafi byggst á pæling- u m á öðrum nótum en alla jafna tíðkast í stjórnmála- starfi. Ástar- og umhyggjuhug- tökin hafi verið hópnum hugleik- in. „Umræðan um stjórnmál er neikvæð. Viðkvæðið er að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum, þeir hugsi aðeins um að halda völdum og viðhalda sjálfum sér,“ segir hann. „Starf í stjórnmálum er orðið að sérfagi, sem er hættuleg þróun sem á sér stað víðast hvar á Vest- urlöndum. Þeim fækkar sem gefa kost á sér í stjórnmál af hræðslu við hörku og óvægna umræðu og kosn- ingaþátttaka minnkar. Æ fleiri verða utanveltu í því verkefni sem stjórn- mál eru og allir ættu að taka þátt í. Samt hafa kröfurnar um aukið lýð- ræði og dreifðari ákvarðanatöku stöðugt orðið háværari.“ Spurður um ást og umhyggju á Alþingi svarar hann því til að starfsumhverfið og vinnustaðar- menningin sé jákvæðari en marg- ur haldi. Átök og rifrildi þyki hins vegar fréttnæmari heldur en þegar menn ná góðum sáttum. „Því er þó ekki að neita að stjórnmálaheim- urinn er harðari og skoðanaskipti einstrengingslegri en annars stað- ar í samfélaginu,“ segir Óttar, sem enn hefur nokkra daga til að semja erindi um aðferðafræði þar sem ást og umhyggja er leiðarstefið. valgerdur@frettabladid.is Pláss fyrir umhyggju og ást í stjórnmálum Óttarr Proppé alþingismaður ætlar að velta fyrir sér nýstárlegri aðferðafræði á ráðstefnunni Þjónandi forysta sem verður haldin á Bifröst í lok þessa mánaðar. ALÞINGI Óskar Proppé segir pláss fyrir ást og umhyggju í pólitík en aðferða fræðin sé flókin. Óttarr Proppé er eini stjórnmálamaðurinn meðal fimmtán ræðumanna á ráðstefnunni Þjónandi forysta, sem Þekkingarsetur um þjónandi forystu og Háskólinn í Bifröst standa fyrir 31. október næst- komandi. Fjallað verður um þjónandi forystu, samskipti og samfélagslega ábyrgð út frá ólíkum sjónarhornum og á ýmsum vettvangi. SAMSKIPTI OG SAMFÉLAGS- LEG ÁBYRGÐ Taktu stökkið er yfirskrift tveggja daga vinnustofu fyrir þolendur ein- eltis á vinnustöðum, sem Brynja Bragadóttir og Hildur Jakobína Gísladóttir hjá fyrirtækinu Offici- um ráðgjöf bjóða upp á í næsta mán- uði. Markmiðið er að fræða þátt- takendur um vinnustaðaeinelti, áhrif þess á líðan þeirra og heilsu og ekki síst að kynna þeim leiðir til að takast á við slíkar aðstæður, „skila skömminni þangað sem hún á heima“, eins og þær segja. „Þolendur eiga oft erfitt með að tjá sig um líðan sína eða leita sér ráðgjafar. Þeir ímynda sér að eng- inn annar sé í sömu sporum og eru hræddir við að afhjúpa tilfinningar sínar og vanlíðan fyrir öðrum. Fag- leg ráðgjöf getur flýtt batanum í kjölfar eineltis,“ segir Brynja. Vinnustofan er ekki byggð upp eins og hefðbundið námskeið með einhliða fræðslu heldur er mein- ingin að þátttakendur, að hámarki fimmtán manns, tali saman og deili reynslu sinni hverjir með öðrum. Brynja og Hildur Jakobína sjá svo vitaskuld um fræðsluþáttinn, stýra og taka þátt í umræðum og eru þátt- takendum til leiðsagnar. Þær leggja ríka áherslu á að full- komnum trúnaði sé heitið, og sjá fyrir sér að í kjölfar vinnustofunn- ar haldi þátttakendur áfram að hitt- ast og styðja hver annan. Að sögn Brynju er vinnustaðaeinelti meira vandamál en fólk gerir sér almennt grein fyrir og í rauninni enn þá hálf- gert tabú hér á landi. Í Bandaríkj- unum sé hins vegar algengt að fólk sem upplifi einelti á vinnustað leiti sér fræðslu og stuðnings hjá sér- fræðingum og standi sjálft fyrir stuðningsfundum. „Við notum þá skilgreiningu í vinnu okkar að einelti sé endurtek- in neikvæð háttsemi sem beinist að einum eða fleiri starfsmönnum og ógni heilsu þeirra og öryggi. Það er gríðarlega mikilvægt að uppræta einelti hvar sem það birtist og ekki síst á vinnustöðum, þar sem það er oft dulið og/eða látið afskiptalaust. Einelti er alltaf ofbeldi sem hefur ekki bara áhrif á þolendur heldur líka neikvæð áhrif á aðstandend- ur og starfsanda á vinnustöðum,“ segir Brynja. „Afköst starfsmanna og ímynd fyrirtækjanna eru líka í húfi,“ bætir hún við. valgerdur@frettabladid.is Skömminni skilað Tveggja daga vinnustofa fyrir þolendur eineltis á vinnustöðum verður haldin í næsta mánuði. Þolendur ímynda sér oft að enginn annar sé í sömu sporum og eru hræddir við að afhjúpa tilfinningar sínar og vanlíðan fyrir öðrum. VINNUSTAÐAMENNING Brynja Bragadóttir stofnaði ráðgjafarstofu ásamt Hildi Jakobínu Gísladóttur um stjórnun og vinnusálfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Shakira segir að ófætt barn hennar sé „sannköll- uð gjöf“ handa syni hennar Milan sem er eins árs. Hún segir hann mjög spenntan fyrir því að eignast lítinn bróður. Kólumbíska söngkonan er komin fimm mánuði á leið með annað barn sitt og kærastans, Gerards Piqué, sem spilar fótbolta með Barselóna. „Það verður sannkölluð gjöf fyrir Milan að eignast bróður. Ég væri til í að eignast stelpu ein- hvern tímann en við sjáum til. Maður veit aldrei hvað gerist,“ sagði Shakira í brasilíska sjónvarpsþætt- inum Espetacular. „Eins og staðan er núna er ég mjög hamingjusöm vegna þess að ég elska stráka líka.“ Nýlega sagði hin 37 ára gamla söngkona að sig dreymdi um að eignast tuttugu börn með Piqué en hún hefur samt nóg að gera við að líta eftir Milan, sem verður tveggja ára í janúar. „Ég reyni að vera með honum eins mikið og ég get. Ég passa vel upp á hann og vil að hann borði vel og á réttum tímum. Hann þarf líka að sofa vel. Þegar hann gerir það er ég ánægð.“ Shakira og Piqué byrjuðu saman árið 2011 og eru mjög hamingjusöm saman. „Fjölskyldan skiptir hann miklu máli. Hann er mikill fjölskyldu- maður. Lífsgildi okkar eru þau sömu og það skiptir mjög miklu máli. Þess vegna er samband okkar svona gott.“ Ófædda barnið er sannkölluð gjöf Sonur Shakiru er mjög spenntur fyrir litlum bróður. MEÐ MILAN Shakira ásamt Milan sem verður tveggja ára í janúar. NORDICPHOTOS/GETTY Viðkvæðið er að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönn- um, þeir hugsi aðeins um að halda völdum og viðhalda sjálfum sér. UMHVERFISMÆLAR Súrefnismælar • hitamælar • pH mælar o.m.fl. og nú er Fastus einnig söluaðili Merck efnavöru Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is F A S TU S _H _0 5. 01 .1 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.