Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 6
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hverjir gáfu ríkislögreglustjóra 150 hríðskotabyssur? 2. Hver var rekstrarkostnaður slita- stjórna gömlu bankanna á fyrri helm- ingi þessa árs? 3. Hvar verður letur eftir Guðmund Úlfarsson notað? SVÖR: 1. Norska lögreglan og herinn. 2. Átta millj- arðar. 3. Á Sundance-kvikmyndahátíðinni. HEILBRIGÐISMÁL Mengun frá eldgosinu í Holuhrauni mældist gríðarmikil á Höfn í Hornafirði í gær. Þá sló mengunarmælir í 6.000 míkrógrömm á rúmmetra af brenni- steinsdíoxíði, sem er þreföld sú loftmengun sem telst fólki óholl. Víða varð vart við gasmengun frá gos- stöðvunum í gær, eða allt frá Austfjörðum og vestur á Breiðafjörð. Í dag eru líkur á gasmengun taldar mestar á norðvestanverðu landinu, frá Eyjafirði vestur á Snæfellsnes og Vestfirði. Vísindamenn sem eru staddir í Holuhrauni hafa staðfest að eldgosið heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu daga. Hrauná rennur úr norðurenda gígsins til austurs af miklum krafti. Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli en virkni í Bárðarbungu er áfram mikil, og tugir skjálfta mælast á sól- arhring að jafnaði. Nokkrir þeirra eru yfir fimm stig, eins og verið hefur. Í gær höfðu síðustu tvo daga mælst tíu aðrir skjálftar í Bárðarbungu stærri en fjórir og 31 skjálfti stærri en þrjú stig. Smærri skjálftar mælast við bergganginn, flestir frá norðurbrún Dyngjujökuls að gos- stöðvunum í Holuhrauni. - shá Hraun rennur af miklum krafti úr norðurenda aðalgígsins í Holuhrauni og áfram jarðskjálftavirkni: Gríðarmikil gosmengun var í Hornafirði HOLUHRAUN Mikið hraun rennur stanslaust úr aðal- gígnum Baugi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BYGGÐAMÁL Prestar eru í fleiri þéttbýliskjörnum á landinu en heilsugæsla. Þetta kemur fram í úttekt Byggðastofnunar á staðsetningu starfa ríkisins árið 2014. Presta er ekki að finna í tólf sveitarfé- lögum landsins og heilsugæslu er ekki að finna í fimmtán sveitarfé- lögum. Höfuðborgarsvæðið sker sig úr með langflestar stofnanir hins opinbera. Þrír þéttbýlisstaðir lands- ins hafa enga ríkisstarfsmenn í sinni byggð. Það eru Svalbarðs- eyri, skammt utan Akureyrar, Stöðvarfjörður á Austurlandi, og Stokkseyri á Suðurlandi. Engin ríkisstofnun eða útibú á vegum ríkisins er á þessum þéttbýlis- stöðum. Björn Valur Gíslason, vara- þingmaður VG, hefur lagt fram fyrirspurnir á þingi til allra ráðuneyta um fjölda opinberra starfa og framtíðarhorfur ráðu- neytanna í starfsmannamálum. „Það má eflaust gera betur í dreifingu starfa ríkisins og eflaust er ekki nægilega vel gefið milli landshluta hvað þetta varð- ar. Fyrirspurnir mínar snúast fyrst og fremst um að fá vitræna umræðu í þjóðfélaginu um fram- tíð starfa ríkisins. Það má ekki vera svo að störf einstaklinga séu einungis rædd meðal embættis- manna í ráðuneytunum,“ segir Björn Valur. Fram kemur í úttektinni að Reykjavík og höfuðborgarsvæð- ið beri höfuð og herðar yfir aðra staði hvað varðar staðsetningu starfa ríkisins. „Staðsetning starfa á vegum ríkisins er oft nefnd sem byggða- mál en líklega sjaldan í samhengi við Reykjavík sem þó hefur notið stórkostlegs byggða stuðnings stjórnvalda að þessu leyti með höfuðstöðvar stjórnsýslu og lang- flestra starfsþátta ríkisins. Eink- um þeirra sem hafa landið allt að vettvangi og marga starfsmenn,“ segir í úttektinni. Sjá má í úttektinni hve Reykja- vík skarar fram úr sem þjónustu- staður ríkisins með flestar ríkis- stofnanir. Höfuðborgarsvæðið allt er einnig gríðarlega stór þjónustukjarni fyrir allt landið. Einnig má sjá að Akureyri er sá þéttbýliskjarni utan höfuðborgar- svæðisins sem hýsir flestar þjón- ustustofnanir hins opinbera. Þá má greina Ísafjörð, Sauðárkrók, Egilsstaði og Selfoss frá hinum minni byggðum. Hagstofan telur fjölda stofn- ana og þjónustu hins opinbera í hverjum byggðakjarna fyrir sig en greinir ekki frá fjölda starfs- manna á hverri stofnun. Til dæmis telur einn prestur í Ólafsfirði jafn mikið í greiningu Byggðastofnunar og allir prestar sem starfandi eru í Reykjavík. sveinn@frettabladid.is Fleiri með presta en lækni í kauptúninu Í úttekt Byggðastofnunar á staðsetningu starfa ríkisins sést að á höfuðborgar- svæðinu eru langflest störf hjá ríkinu. Prestar eru í fleiri þéttbýliskjörnum en heilsugæsla. „Ekki nógu vel gefið,“ segir Björn Valur Gíslason varaþingmaður. OPINBER STÖRF Reykjavík og höfuðborgarsvæðið bera höfuð og herðar yfir aðra staði á landinu hvað varðar staðsetningu opinberra stofnana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það má ekki vera svo að störf einstaklinga séu einungis rædd meðal embættis- manna í ráðuneytunum. Björn Valur Gíslason, varaþingmaður VG STAÐSETNING STARFA RÍKISINS 2014 46 16 10 Vesturland 47 20 11 Vestfirðir 31 14 11 Norðurland v. 60 20 24 Norðurland e. 55 21 3 Austurland 66 22 8 Suðurland 16 10 5 Suðurnes 38 9 132 Höfuð- borgar- svæðið Héraðsþjónusta dæmi: Prestur, heilsugæsla, lögreglustöð. Landshlutaþjónusta dæmi: Framhaldsskóli, héraðsdómur, Vegagerðin. Landsþjónusta dæmi: Fiskistofa, Matvæla- stofnun, Landmælingar, háskóli Kringlan 588 2300 Nýjar vörur vikulega Peysa 8.995 kr. Jakki 10.995 kr. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.