Fréttablaðið - 23.10.2014, Side 40
KYNNING − AUGLÝSINGLagnir, kynding og snjóbræðsla FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 20148
Plaströraverksmiðjan Set ehf. var stofnuð á Selfossi árið 1978 og á rætur að
rekja til steinröravinnslu Steypu-
iðjunnar sem hóf starfsemi ára-
tug fyrr. Um það leyti voru nokk-
ur fyrirtæki innanlands sem
framleiddu plaströr og einangr-
uðu efni fyrir hitaveitulagnir.
Olíu kreppan um miðbik áttunda
áratugarins hrinti af stað skriðu
framkvæmda við jarðvarma-
leit og uppbyggingu nýrra fjar-
varmaveitna. Einnig voru byggð-
ar nokkrar hitaveitur sem nýttu
raforkuna til upphitunar vatns til
húshitunar.
Set tók f ljótlega að leggja
megin áherslu á framleiðslu og
þróun á foreinangruðum stál-
rörum og með tíð og tíma fleiri
skylda vöruflokka svo sem ein-
angrun á háhitaþolnum PE-
plaströrum í löngum einingum.
Að sögn Grétars Halldórsson-
ar, sölumanns í tæknideild Sets,
hafa þau rör verið notuð mikið í
dreifðari kerfi með lengri lagna-
leiðum milli notenda í sumar-
húsahverfum og sveitum lands-
ins. „Set er í dag með eina full-
komnustu framleiðslulínu á
þessu sviði. Að undanförnu
höfum við unnið að mjög fram-
sæknu verkefni sem felst í að ná
fram hærra einangrunargildi á
einangrun Elipex-röranna, en
svo nefnist framleiðslulína Sets.
Mjög góðar niðurstöður hafa
fengist nýlega sem gefa vænt-
ingar um enn frekari útf lutn-
ing á vörunni á markað beggja
vegna Atlantshafsins. Verkefnið
hefur verið styrkt myndarlega af
Tækniþróunarsjóði og er dæmi
um vel heppnaða vöruþróun.“
Með tíð og tíma færðist í
aukana að nýta afgangsvarma
frá hitaveitukerfum húsa til að
bræða snjó af svæðum utan-
dyra. Veruleg aukning varð á ár-
unum eftir 1980 og síðar færðist
í vöxt að koma upp stærri kerf-
um með viðbótarskerpingu á
stórum bílastæðum, f lugplön-
um, k nat tspy rnuvöl lum og
víðar. „Áður voru kerfin oft ein-
föld afrennslis kerfi þar sem vatn
fór í fráveitu eftir að hafa farið í
gegn um röraslaufur kerfisins.
Í dag eru snjóbræðslukerfi yfir-
leitt hönnuð sem lokuð hring-
rásarkerfi með forhitara þar sem
frostfrír vökvi er á hringrásinni
og hægt er að gangsetja og stöðva
kerfin að vild og stýra hitastigi
þeirra nákvæmlega.“
Fagmennska aukist
Set hefur framleitt umtalsvert
magn snjóbræðsluröra, mest
úr pólýprópýlen-plastefni (PP)
en einnig úr pólýetýlen- (PE) og
pólýbútýlen-plastefnum (PB).
Fyrir nokkrum árum tók fyrir-
tækið í notkun nýjan og sjálf-
virkan búnað til upprúllun-
ar og pökkunar á plaströrum.
„Rúllurnar eru nú minni og
breiðari og taka minna pláss í
vörugeymslum og verslunum
og auðveldara er að f lytja þær
á lagnastað. Set hefur unnið að
því undanfarið að skilgreina
kröfur um eiginleika og styrk
fyrir plaströr í gólfhita og snjó-
bræðslu en þar skiptir miklu
má li að k röf ur t i l vör unn-
ar standist og ekki sé verið að
framleiða hér á landi eða f lytja
inn vörur sem þola ekki sérstak-
ar íslenskar aðstæður.“
Að sögn Grétars, sem fylgst
hefur með þróun markaðarins í
áratugi, hefur fagmennska auk-
ist og frágangur á hitaveitu- og
snjóbræðslukerfum tekið mikl-
um framförum frá því sem áður
var. „Mikilvægt er að hafa góðar
stýringar á afköstum kerfanna
og rennsli inn á þau og einnig
að fylgjast með ástandi þeirra.
Endur söluaðilar á lagnasviði hafa
að mestu annast sölu röranna
frá okkur en við höfum einn-
ig komið að ákveðnum verkefn-
um og veitum alltaf ráðgjöf þeim
sem þess óska. Við leggjum auð-
vitað ríka áherslu á það við okkar
samstarfsaðila í sölu á lagnavör-
um að þeir bjóði íslenska vöru
þar sem a.m.k. þriðja hver króna
af framleiðsluverði okkar leiðir
til gjaldeyrissparnaðar og getur
af sér störf og afleidd áhrif inn í
samfélagið. Plaströraframleiðsla
Sets hefur teygt anga sína út fyrir
landsteinana en fyrir tækið er
með starfsemi í Þýskalandi og
f lytur út um þriðjung innlendu
framleiðslunnar.“
Nánari upplýsingar um Set og
vörur þess má finna á www.set.is.
Snjóbræðslurör fyrir neðan allar hellur
Árið 1968 hóf Steypuiðjan, sem síðar varð Set ehf., framleiðslu á steinsteyptum fráveiturörum. Áratug síðar bættust einangraðar
stálpípur við framleiðsluna auk framleiðslu ýmissa gerða plaströra og rörakerfa. Öll framleiðsla fer fram á Selfossi og í Þýskalandi.
Mjög fullkomin tækni er notuð við framleiðsluna. MYND/ÚR EINKASAFNI
PP snjóbræðslurör frá Seti eru framleidd í hentugum pakkningum. MYND/ÚR EINKASAFNI
Að sögn Grétars Halldórssonar, sölumanns í tæknideild Sets, hefur fagmennska aukist og frágangur á hitaveitu- og snjóbræðslukerfum tekið miklum framförum frá því sem áður var. MYND/GUÐMUNDUR KARL