Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 2
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
KJARAMÁL Um fimm hundruð
meðlimir í Félagi tónlistarskóla-
kennara lögðu niður kennslu í
gær. Þeir krefjast sömu kjara og
grunnskólakennarar njóta.
Sigrún Grendal Jóhannesdótt-
ir, formaður félagsins, segir að
verkfallsaðgerðirnar nái til um
15 þúsund manns sem sé fjöldi
þeirra sem eru í tónlistarnámi.
Tónlistarskólar tengist öðrum
skólum og því hafi aðgerðirnar
einnig áhrif á störf þeirra.
Síðast þegar tónlistarkennarar
fóru í verkfall fyrir þrettán árum
stóð það yfir í fimm vikur. - hó
Verkfall tónlistarkennara:
Áhrifin ná til
15 þúsunda
DÓMSMÁL „Það er óumdeild lækn-
isfræðileg staðreynd, sem jafn-
framt er hverjum manni ljós sem
hittir stefnanda í fyrsta skipti, að
hann þarf sólarhringsaðstoð þar
sem honum er ókleift að sjá um
sig sjálfur,“ segir í stefnu Bene-
dikts Hákonar Bjarnasonar sem
stefnt hefur Jóni Gnarr, fyrrver-
andi borgarstjóra.
Benedikt sem er fjölfatlaður
stefnir vegna ákvörðunar Reykja-
víkurborgar um að synja beiðni
hans um sólarhringsaðstoð. Hann
vill eina og hálfa milljón króna í
miskabætur. - sks
Fjölfatlaður stefnir Gnarr:
Fær ekki aðstoð
að næturlagi
SPURNING DAGSINS
Gæði fara aldrei úr tísku
Vaskar og
blöndunartæki
KVIKMYNDAGERÐ „Það er
mjög skrítið að Íslandsstofa
treysti ekki íslensku fag-
fólki til að kynna Ísland,“
segir Stefanía Thors, vara-
formaður Félags kvik-
myndagerðarmanna.
Nýju myndbandi Íslands-
stofu, sem er hluti herferð-
arinnar Inspired By Ice-
land, er ætlað að kynna Ísland sem
spennandi vetraráfangastað. Mynd-
bandið var unnið af Íslandsstofu í
samstarfi við Íslensku auglýsinga-
stofuna, almannatengslaskrifstof-
una Brooklyn Brothers í London og
Pulse Films. Leikstjórar og kvik-
myndatökumenn á vegum Pulse
Films gerðu myndbandið.
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn
undra sig á því að ekki hafi verið
leitað til fagfólks hérlendis.
Daði Guðjónsson hjá Íslandsstofu
segir tækifæri hafa falist í því að fá
erlenda í verkið.
„Glöggt er gestsaugað. Við vorum
að fara í gang með þennan leyndar-
málatúr og við vildum að þeir sem
færu förina vissu ekki mikið um
landið. Þetta er margverð-
launað leikstjóra par sem
hefur unnið með heims-
þekktum aðilum eins og
50 cents, Kate Perry og
Nokia. Það má ekki gleyma
að þetta er markaðsher-
ferð á heimsvísu og það eru
ákveðin tækifæri í kynn-
ingu að fá svona aðila til að
vinna með okkur,“ segir Daði.
Fyrir gerð myndbandsins var
efnt til samkeppni þar sem fólk
átti að lýsa draumaferðalagi um
Ísland. Var einn valinn til að fara
í sína draumaferð. Að sögn Daða
kostaði vinna erlendu aðilanna sex
milljónir.
Á heimasíðu Íslandsstofu kemur
fram að meðal yfirlýstra markmiða
sé að tryggja markvisst kynning-
ar- og markaðsstarf sem miðar að
því að auka gjaldeyristekjur lista
og skapandi greina. „Það skýtur
skökku við að nota erlend fyrir-
tæki til þess að kynna Ísland,“
segir Stefanía. Undarlegt sé að
ekki hafi verið leitað til fagfólks
hérlendis til að gera myndbandið
og kynna íslenskt fagfólk í leiðinni.
„Er ekki alltaf verið að tala um að
það vanti gjaldeyri inn í landið en
þeir borga erlendum aðilum fyrir
þessa vinnu.“
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, for-
maður Félags kvikmyndagerðar-
manna, tekur í sama streng.
„Það er alveg ótrúlega skrítið,
sérstaklega í þessu árferði þegar
íslenskir kvikmyndagerðarmenn
berjast í bökkum, að leitað sé út
fyrir landsteinana. Það er undar-
legt að það sé þá ekki reynt að beina
þessum viðskiptum til íslenskra
kvikmyndagerðarmanna,“ segir
Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
viktoria@frettabladid.is
Kvikmyndagerðarfólk
ósátt við Íslandsstofu
Forsvarsmenn Félags kvikmyndagerðarmanna undra sig á því að ekki hafi verið
leitað til íslensks fagfólks við gerð kynningarmyndbands nýrrar herferðar Íslands-
stofu fyrir Inspired by Iceland. Erlendir aðilar leikstýrðu og tóku upp myndbandið.
MYNDBANDIÐ
Í myndbandinu
er manneskju
fylgt eftir á
draumaferða-
lagi hennar um
landið.
Það má
ekki gleyma
að þetta er
markaðsher-
ferð á heims-
vísu.
Daði Guðjónsson hjá
Íslandsstofu.
STEFANÍA THORS
Gylfi, er allt á uppleið?
„Já, en það sem fer upp kemur
niður aftur.“
Hagdeild Alþýðusambands Íslands segir
horfur í efnahagsmálum bjartari en þær hafa
lengi verið. Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ.
IÐNAÐUR Það var gott útsýni hjá iðnaðarmönnunum sem voru við störf
uppi á þaki nýbyggingar í Hvörfunum í Kópavogi í gær.
Kólnað hefur í veðri síðustu daga og menn voru vel klæddir á þak-
inu enda fátt verra en að vera illa búinn þegar vetur konungur lætur
til sín taka.
Hiti verður í kringum frostmark á norðanverðu landinu á morgun
en sunnan heiða verður örlítið mildara með hitatölum upp í 5 gráður í
Vestmannaeyjum samkvæmt Veðurstofu Íslands. - hó
Iðnaðarmenn í Hvörfunum í Kópavogi ber við himin:
Verk að vinna þótt vetur sæki að
UNNIÐ Guli liturinn lífgaði upp á grámann sem lá yfir Reykjavík í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÓMSMÁL Íslenska ríkið var í gær sýknað af
tveggja og hálfrar milljónar skaðabótakröfu
Lárusar Páls Birgissonar sem var handtekinn
í tvígang við að mótmæla fyrir framan banda-
ríska sendiráðið.
Lárus var fyrst handtekinn við mótmæli við
bandaríska sendiráðið í október 2009 og í síð-
ara skiptið í júlí 2010. Í bæði skiptin stóð hann
fyrir innan blómaker við inngang sendiráðs-
ins. Þegar lögregla kom á vettvang neitaði
hann að verða við boðum um að færa sig fjær.
Vildi Lárus meina að hann væri staddur á
almennri gangstétt og hefði því rétt á að mót-
mæla friðsamlega þar.
Lárus Páll byggði kröfu sína á þeim forsend-
um að ríkið hefði brotið gegn tjáningarfrelsi,
ferðafrelsi og fundafrelsi. Benti hann á að
rétturinn til að mótmæla væri viðurkenndur
hér á landi og að mótmæli hans hefðu verið
friðsamleg. Héraðsdómur komst að þeirri nið-
urstöðu að ekki væri hægt að fallast á kröfu
Lárusar Páls þar sem ekki hefði verið sýnt
fram á að nokkur réttarbrot hefðu verið fram-
in gagnvart honum. hannarut@365.is
Ríkið sýknað af skaðabótakröfu manns sem handtekinn var við bandaríska sendiráðið á Laufásvegi á árunum 2009 og 2010:
Mátti ekki mótmæla á sendiráðslóðinni
MÓTMÆLIR Lárus Páll Birgisson fór fram á tvær og
hálfa milljón króna í bætur frá ríkinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EVRÓPUMÁL Evrópuþingið samþykkti í gær að
Jean Claude Juncker, fyrrverandi forætisráð-
herra Lúxemborgar, yrði næsti forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Jafn-
framt fengu nýju framkvæmdastjórarnir, sem
alls eru 26 talsins auk Junckers, samþykki
þingsins.
Juncker segir að meginverkefni sitt verði að
styrkja hagvöxt og fjölga störfum í aðildarríkj-
um sambandsins, sem mörg hver hafa glímt við
erfiðar efnahagsþrengingar undanfarin ár.
Þrír stærstu þinghóparnir styðja nýju fram-
kvæmdastjórnina, sem tekur til starfa í byrjun
desember og mun hafa forystu um mótun lög-
gjafar sambandsins næstu fimm árin.
Juncker tekur við af Jose Manuel Barroso,
sem hefur verið forseti framkvæmdastjórnar-
innar í tvö kjörtímabil, samtals tíu ár.
Jafnframt mun Donald Tusk, fyrrverandi
forsætisráðherra Póllands, taka við af Herman
van Rompuy sem forseti ráðs Evrópusam-
bandsins. - gb
Evrópuþingið hefur gefið nýrri framkvæmdastjórn grænt ljós:
Juncker kosinn í forsetastólinn
JEAN-CLAUDE JUNCKER Fagnar kjöri sínu á Evrópuþinginu í
gær, en að baki honum sjást mótmælaborðar frá Bretanum Nigel
Farage og félögum sem vilja engar aðhaldsaðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP