Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 37
KYNNING − AUGLÝSING Lagnir, kynding og snjóbræðsla23. OKTÓBER 2014 FIMMTUDAGUR 5 NIBE í Svíþjóð er stærsti framleiðandi á varmadæl-um í Evrópu og leiðandi á þeim markaði en fyrirtækið stofn- aði Nils Bernerup árið 1952. NIBE- dælurnar hafa reynst frábærlega vel og ekki hefur orðið ein einasta bilun síðan fyrsta dælan frá okkur var sett upp. Við höfum selt um 200 dælur,“ segir Lárus Bjarna- son, pípulagningameistari og eig- andi Fríorku á Selfossi. „Ég hef starfað við pípulagnir frá árinu 1974 og þekki þessi kerfi út og inn. NIBE leggur einn- ig mikið upp úr góðri kunnáttu þeirra sem fara með umboðið og starfsmenn Fríorku fara árlega á endurmenntunarnámskeið út til NIBE.“ Lárus segir að lækka megi kostnað við upphitun húsa um- talsvert með notkun NIBE-varma- dæla. „Varmadæla sækir orkuna í umhverfið. Hún notar ekki raf- magn til að hita upp húsið, heldur nýtir lághita úr umhverfinu sem er þjappað saman í hærra hita- stig. Orkan er því ókeypis og raf- magnið er einungis notað til að knýja varmadæluna en ekki til að kynda húsið. Aðalsöluvara Frí- orku er svokallaðar jarðvarmadæl- ur sem sækja lághita úr jörðu. Rör er sett í jörðina sem fer frá varma- dælunni í til dæmis -4 gráðum, en kemur inn sem 0. Mismunurinn er það sem húsið er hitað upp með. Jarðvarmadælur hafa það umfram aðrar varmadælur að þær þurfa ekki afísingu og allur búnaður er innandyra.“ Ekkert hús of stórt NIBE framleiðir yfir 200 mismun- andi gerðir af varmadælum. Dæl- urnar geta hitað gólfhitakerfi, ofnakerfi, neysluvatn, heita potta og sundlaugar. Aldur húsa skipt- ir engu máli né stærð að sögn Lár- usar. „Það er ekkert hús svo stórt hér á landi að við myndum ekki ráða við það,“ segir Lárus. „Oftast nær fylgir því tiltölulega lítið rask að setja upp varmadælu. Jarðvarmadælur eru oftast seldar á sveitabæi eða þar sem landrými er í kringum húsin. Þá má einnig nota rennandi vatn sem orkugjafa. Það er hægt að nota stöðuvatn eða læk og einnig höfum við notað sjó- inn sem orkugjafa. Kostnaðurinn er auðvitað mis- munandi en fyrir venjulegt ein- býlishús getur jarðvarmadæla hlaupið á bilinu 800 til 1.200 þús- und en hægt er að fá virðisaukann endurgreiddan við kaup á jarð- varmadælu. Svo fellur til einhver kostnaður við að tengja og einn- ig við jarðvinnuna, sem er mis- mikill.“ Kynningar og námskeið Fríorka heldur reglulega kynn- ingar fyrir almenning og stendur einnig fyrir sérhæfðum námskeið- um fyrir fagmenn. „Við höfum stundum sett dæl- urnar upp sjálfir en við ætlumst til þess að faglærðir píparar og rafvirkjar setji þetta upp. Dælurn- ar eru tiltölulega einfaldar í upp- setningu og allar tæknilegar upp- lýsingar er hægt að fá hjá okkur.“ Fylgjast með í smartsímanum Nánast allar dælurnar er hægt að nettengja og fylgjast með t.d. stöð- unni á dælunni gegnum netið. Þá er hægt að hafa dælurnar í SMS- sambandi við símann. Dælan sendir þá skilaboð ef rafmagnið fer og þegar rafmagnið kemur á aftur. Hægt er að uppfæra dæluna með USB-lykli og verður uppfærsl- an fljótlega fáanleg á íslensku, að sögn Lárusar. Tölvan í dælunum er í lit og er bæði myndræn og not- endavæn. „Þetta er einfaldlega dásamlegt tæki. Það er ofboðslega dýrt að kynda hús með rafmagni, en með jarðvarmadælu er orðið ódýrara að kynda en með hitaveitu. Þetta getur breytt gífurlega miklu fyrir fjölskyldur sem hafa ekki úr miklu að spila,“ segir Lárus. NIBE-varmadælur spara mikið fé Fríorka á Selfossi selur hágæða varmadælur frá NIBE. Lárus Bjarnason, pípulagningameistari og eigandi Fríorku, segir að lækka megi kostnað við kyndingu húsa umtalsvert með notkun jarðvarmadæla í stað rafmagnskyndingar. Oftast nær fylgir því tiltölulega lítið rask að setja upp varmadælu. Hægt er að uppfæra dæluna með USB-lykli og verður uppfærslan fljótlega fáanleg á íslensku, að sögn Lárusar. Tölvan í dælunum er í lit og er bæði myndræn og notendavæn. Lárus Bjarnason pípulagningameistari og eigandi Fríorku segir kostnað við kyndingu snarlækka með varmadælu. „Dælurnar eru tiltölulega einfaldar í uppsetningu og allar tæknilegar upplýsingar er hægt að fá hjá okkur,“ segir Lárus. Lækkaði reikninginn um sextíu þúsund krónur Kristinn Már Þorkelsson var sá fyrsti til að fá sér NIBE jarðvarmadælu frá Fríorku. Kyndingarkostn- aður hans lækkaði umtalsvert. „Ég var með tæplega 80.000 króna rafmagnsreikning á mánuði og fór niður í 20.000. Það er bara svo einfalt,“ segir Kristinn. „Ég var með rafmagnskyndingu áður og setti upp 12 kW NIBE-dælu í 280 fermetra hús fyrir tveimur árum. Aðgerðin var tiltölulega einföld, ég þurfti að plægja niður 600 metra langa slöngu og tengja dæl- una við gólfhitakerfið sem fyrir var í húsinu. Kostnaðurinn var í það heila í kringum tvær milljónir en þetta er fljótt að borga sig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.