Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 40
KYNNING − AUGLÝSINGLagnir, kynding og snjóbræðsla FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 20148 Plaströraverksmiðjan Set ehf. var stofnuð á Selfossi árið 1978 og á rætur að rekja til steinröravinnslu Steypu- iðjunnar sem hóf starfsemi ára- tug fyrr. Um það leyti voru nokk- ur fyrirtæki innanlands sem framleiddu plaströr og einangr- uðu efni fyrir hitaveitulagnir. Olíu kreppan um miðbik áttunda áratugarins hrinti af stað skriðu framkvæmda við jarðvarma- leit og uppbyggingu nýrra fjar- varmaveitna. Einnig voru byggð- ar nokkrar hitaveitur sem nýttu raforkuna til upphitunar vatns til húshitunar. Set tók f ljótlega að leggja megin áherslu á framleiðslu og þróun á foreinangruðum stál- rörum og með tíð og tíma fleiri skylda vöruflokka svo sem ein- angrun á háhitaþolnum PE- plaströrum í löngum einingum. Að sögn Grétars Halldórsson- ar, sölumanns í tæknideild Sets, hafa þau rör verið notuð mikið í dreifðari kerfi með lengri lagna- leiðum milli notenda í sumar- húsahverfum og sveitum lands- ins. „Set er í dag með eina full- komnustu framleiðslulínu á þessu sviði. Að undanförnu höfum við unnið að mjög fram- sæknu verkefni sem felst í að ná fram hærra einangrunargildi á einangrun Elipex-röranna, en svo nefnist framleiðslulína Sets. Mjög góðar niðurstöður hafa fengist nýlega sem gefa vænt- ingar um enn frekari útf lutn- ing á vörunni á markað beggja vegna Atlantshafsins. Verkefnið hefur verið styrkt myndarlega af Tækniþróunarsjóði og er dæmi um vel heppnaða vöruþróun.“ Með tíð og tíma færðist í aukana að nýta afgangsvarma frá hitaveitukerfum húsa til að bræða snjó af svæðum utan- dyra. Veruleg aukning varð á ár- unum eftir 1980 og síðar færðist í vöxt að koma upp stærri kerf- um með viðbótarskerpingu á stórum bílastæðum, f lugplön- um, k nat tspy rnuvöl lum og víðar. „Áður voru kerfin oft ein- föld afrennslis kerfi þar sem vatn fór í fráveitu eftir að hafa farið í gegn um röraslaufur kerfisins. Í dag eru snjóbræðslukerfi yfir- leitt hönnuð sem lokuð hring- rásarkerfi með forhitara þar sem frostfrír vökvi er á hringrásinni og hægt er að gangsetja og stöðva kerfin að vild og stýra hitastigi þeirra nákvæmlega.“ Fagmennska aukist Set hefur framleitt umtalsvert magn snjóbræðsluröra, mest úr pólýprópýlen-plastefni (PP) en einnig úr pólýetýlen- (PE) og pólýbútýlen-plastefnum (PB). Fyrir nokkrum árum tók fyrir- tækið í notkun nýjan og sjálf- virkan búnað til upprúllun- ar og pökkunar á plaströrum. „Rúllurnar eru nú minni og breiðari og taka minna pláss í vörugeymslum og verslunum og auðveldara er að f lytja þær á lagnastað. Set hefur unnið að því undanfarið að skilgreina kröfur um eiginleika og styrk fyrir plaströr í gólfhita og snjó- bræðslu en þar skiptir miklu má li að k röf ur t i l vör unn- ar standist og ekki sé verið að framleiða hér á landi eða f lytja inn vörur sem þola ekki sérstak- ar íslenskar aðstæður.“ Að sögn Grétars, sem fylgst hefur með þróun markaðarins í áratugi, hefur fagmennska auk- ist og frágangur á hitaveitu- og snjóbræðslukerfum tekið mikl- um framförum frá því sem áður var. „Mikilvægt er að hafa góðar stýringar á afköstum kerfanna og rennsli inn á þau og einnig að fylgjast með ástandi þeirra. Endur söluaðilar á lagnasviði hafa að mestu annast sölu röranna frá okkur en við höfum einn- ig komið að ákveðnum verkefn- um og veitum alltaf ráðgjöf þeim sem þess óska. Við leggjum auð- vitað ríka áherslu á það við okkar samstarfsaðila í sölu á lagnavör- um að þeir bjóði íslenska vöru þar sem a.m.k. þriðja hver króna af framleiðsluverði okkar leiðir til gjaldeyrissparnaðar og getur af sér störf og afleidd áhrif inn í samfélagið. Plaströraframleiðsla Sets hefur teygt anga sína út fyrir landsteinana en fyrir tækið er með starfsemi í Þýskalandi og f lytur út um þriðjung innlendu framleiðslunnar.“ Nánari upplýsingar um Set og vörur þess má finna á www.set.is. Snjóbræðslurör fyrir neðan allar hellur Árið 1968 hóf Steypuiðjan, sem síðar varð Set ehf., framleiðslu á steinsteyptum fráveiturörum. Áratug síðar bættust einangraðar stálpípur við framleiðsluna auk framleiðslu ýmissa gerða plaströra og rörakerfa. Öll framleiðsla fer fram á Selfossi og í Þýskalandi. Mjög fullkomin tækni er notuð við framleiðsluna. MYND/ÚR EINKASAFNI PP snjóbræðslurör frá Seti eru framleidd í hentugum pakkningum. MYND/ÚR EINKASAFNI Að sögn Grétars Halldórssonar, sölumanns í tæknideild Sets, hefur fagmennska aukist og frágangur á hitaveitu- og snjóbræðslukerfum tekið miklum framförum frá því sem áður var. MYND/GUÐMUNDUR KARL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.