Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 6
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hverjir gáfu ríkislögreglustjóra 150
hríðskotabyssur?
2. Hver var rekstrarkostnaður slita-
stjórna gömlu bankanna á fyrri helm-
ingi þessa árs?
3. Hvar verður letur eftir Guðmund
Úlfarsson notað?
SVÖR:
1. Norska lögreglan og herinn. 2. Átta millj-
arðar. 3. Á Sundance-kvikmyndahátíðinni.
HEILBRIGÐISMÁL Mengun frá eldgosinu í
Holuhrauni mældist gríðarmikil á Höfn í
Hornafirði í gær. Þá sló mengunarmælir í
6.000 míkrógrömm á rúmmetra af brenni-
steinsdíoxíði, sem er þreföld sú loftmengun
sem telst fólki óholl.
Víða varð vart við gasmengun frá gos-
stöðvunum í gær, eða allt frá Austfjörðum
og vestur á Breiðafjörð. Í dag eru líkur á
gasmengun taldar mestar á norðvestanverðu
landinu, frá Eyjafirði vestur á Snæfellsnes
og Vestfirði.
Vísindamenn sem eru staddir í Holuhrauni
hafa staðfest að eldgosið heldur áfram með
líkum hætti og verið hefur síðustu daga.
Hrauná rennur úr norðurenda gígsins til
austurs af miklum krafti.
Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni í
Tungnafellsjökli en virkni í Bárðarbungu er
áfram mikil, og tugir skjálfta mælast á sól-
arhring að jafnaði. Nokkrir þeirra eru yfir
fimm stig, eins og verið hefur. Í gær höfðu
síðustu tvo daga mælst tíu aðrir skjálftar í
Bárðarbungu stærri en fjórir og 31 skjálfti
stærri en þrjú stig.
Smærri skjálftar mælast við bergganginn,
flestir frá norðurbrún Dyngjujökuls að gos-
stöðvunum í Holuhrauni. - shá
Hraun rennur af miklum krafti úr norðurenda aðalgígsins í Holuhrauni og áfram jarðskjálftavirkni:
Gríðarmikil gosmengun var í Hornafirði
HOLUHRAUN Mikið hraun rennur stanslaust úr aðal-
gígnum Baugi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BYGGÐAMÁL Prestar eru í fleiri
þéttbýliskjörnum á landinu en
heilsugæsla.
Þetta kemur fram í úttekt
Byggðastofnunar á staðsetningu
starfa ríkisins árið 2014. Presta
er ekki að finna í tólf sveitarfé-
lögum landsins og heilsugæslu er
ekki að finna í fimmtán sveitarfé-
lögum. Höfuðborgarsvæðið sker
sig úr með langflestar stofnanir
hins opinbera.
Þrír þéttbýlisstaðir lands-
ins hafa enga ríkisstarfsmenn í
sinni byggð. Það eru Svalbarðs-
eyri, skammt utan Akureyrar,
Stöðvarfjörður á Austurlandi, og
Stokkseyri á Suðurlandi. Engin
ríkisstofnun eða útibú á vegum
ríkisins er á þessum þéttbýlis-
stöðum.
Björn Valur Gíslason, vara-
þingmaður VG, hefur lagt fram
fyrirspurnir á þingi til allra
ráðuneyta um fjölda opinberra
starfa og framtíðarhorfur ráðu-
neytanna í starfsmannamálum.
„Það má eflaust gera betur
í dreifingu starfa ríkisins og
eflaust er ekki nægilega vel gefið
milli landshluta hvað þetta varð-
ar. Fyrirspurnir mínar snúast
fyrst og fremst um að fá vitræna
umræðu í þjóðfélaginu um fram-
tíð starfa ríkisins. Það má ekki
vera svo að störf einstaklinga séu
einungis rædd meðal embættis-
manna í ráðuneytunum,“ segir
Björn Valur.
Fram kemur í úttektinni að
Reykjavík og höfuðborgarsvæð-
ið beri höfuð og herðar yfir aðra
staði hvað varðar staðsetningu
starfa ríkisins.
„Staðsetning starfa á vegum
ríkisins er oft nefnd sem byggða-
mál en líklega sjaldan í samhengi
við Reykjavík sem þó hefur notið
stórkostlegs byggða stuðnings
stjórnvalda að þessu leyti með
höfuðstöðvar stjórnsýslu og lang-
flestra starfsþátta ríkisins. Eink-
um þeirra sem hafa landið allt að
vettvangi og marga starfsmenn,“
segir í úttektinni.
Sjá má í úttektinni hve Reykja-
vík skarar fram úr sem þjónustu-
staður ríkisins með flestar ríkis-
stofnanir. Höfuðborgarsvæðið
allt er einnig gríðarlega stór
þjónustukjarni fyrir allt landið.
Einnig má sjá að Akureyri er sá
þéttbýliskjarni utan höfuðborgar-
svæðisins sem hýsir flestar þjón-
ustustofnanir hins opinbera. Þá
má greina Ísafjörð, Sauðárkrók,
Egilsstaði og Selfoss frá hinum
minni byggðum.
Hagstofan telur fjölda stofn-
ana og þjónustu hins opinbera í
hverjum byggðakjarna fyrir sig
en greinir ekki frá fjölda starfs-
manna á hverri stofnun. Til dæmis
telur einn prestur í Ólafsfirði jafn
mikið í greiningu Byggðastofnunar
og allir prestar sem starfandi eru
í Reykjavík.
sveinn@frettabladid.is
Fleiri með presta en
lækni í kauptúninu
Í úttekt Byggðastofnunar á staðsetningu starfa ríkisins sést að á höfuðborgar-
svæðinu eru langflest störf hjá ríkinu. Prestar eru í fleiri þéttbýliskjörnum en
heilsugæsla. „Ekki nógu vel gefið,“ segir Björn Valur Gíslason varaþingmaður.
OPINBER STÖRF Reykjavík og höfuðborgarsvæðið bera höfuð og herðar yfir aðra
staði á landinu hvað varðar staðsetningu opinberra stofnana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Það má
ekki vera svo
að störf
einstaklinga
séu einungis
rædd meðal
embættis-
manna í ráðuneytunum.
Björn Valur Gíslason, varaþingmaður VG
STAÐSETNING STARFA RÍKISINS 2014
46
16 10
Vesturland
47
20
11
Vestfirðir
31
14 11
Norðurland v.
60
20 24
Norðurland e.
55
21
3
Austurland
66
22
8
Suðurland
16 10 5
Suðurnes
38
9
132
Höfuð-
borgar-
svæðið
Héraðsþjónusta
dæmi: Prestur, heilsugæsla,
lögreglustöð.
Landshlutaþjónusta
dæmi: Framhaldsskóli,
héraðsdómur, Vegagerðin.
Landsþjónusta
dæmi: Fiskistofa, Matvæla-
stofnun, Landmælingar, háskóli
Kringlan
588 2300
Nýjar
vörur
vikulega
Peysa
8.995 kr.
Jakki
10.995 kr.
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
VEISTU SVARIÐ?