Akureyri


Akureyri - 30.01.2014, Síða 6

Akureyri - 30.01.2014, Síða 6
6 30. janúar 2014 Vonir bundnar við Magnús Geir Pétur Halldórsson útvarpsmaður sem sagt var upp í síðustu upp- sagnarhrinu Ríkisútvarpsins bindur fyrir samfélagsins hönd vonir við nýjan útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson sem gegndi stöðu leikhússtjóra á Ak- ureyri áður en hann tók við Borgarleikhúsinu. Pétur var eini dagskrárgerðar- maður Rásar eitt, búsettur utan höfuðborgarsvæðisins sem eftir var áður en hann fékk reisupassann í nóvem- ber ásamt tugum annarra. Pétri hefur sviðið hvernig samdráttur og áherslu- breytingar innan Rúv hafa leikið landsbyggðina. „Ég tel mjög brýnt að horfið verði frá þeirri niðurskurðarstefnu sem gengð hefur yfir t.d. Norð- urland síðari ár. Ég held t.d. að Magnús Geir ætti að skilja þýðingu svæðisút- varps, hann notaði mikið svæðisút- varp þegar hann bjó hér fyrir norðan og hefur lýst hvað svæðisútvarp er gagnlegur miðill.“ Pétur segir að innan Ríkisút- varpsins fari nánast engin dag- skrárgerð núna fram utan höfuð- borgarinnar. Fréttahliðin sé einnig veik, minni umsvif á Akureyri en áður, einn maður á Austurlandi og enginn á Vestfjörðum. „Svo er ekk- ert verið að tala við fólk og safna í hljóðritasafnið en það er þó skylda og hlutverk stofn- unarinnar. Ríkisútvarpið á ekki bara að miðla til nútímans, það á að safna upplýsingum og heimild- um líka. Hlutverk Ríkis- útvarpsins er svolítið eins og hlutverk minjasafna, Þjóðarbókhlöðunnar og Þjóðminjasafns, það á að safna til framtíðar.“ Pétur segist ekki útiloka að nýr útvarpsstjóri endur- reisi svæðisútvörp, það mætti gera í gegnum netið. „Það var mjög niðurdrep- andi að hlusta á fráfarandi útvarpsstjóra tala um að útvarp væri deyjandi mið- ill. Allt eins mætti segja að sjónvarpið sé dauður miðill þar sem myndefni er að færast á netið en það verður örugglega alltaf útvarp, enda er miðillinn svo aðgengilegur,“ segir Pétur sem starfaði tæp sextán ár hjá Rúv og er því í hópi reynslumeiri útvarpsmanna. a ESB-aðild bjargi verslun „Þetta lagast ekki nema við skiptum um gjaldmiðil og göngum í ESB,“ segir Ragnar Sverrisson, formaður Kaupmannafélags Akureyrar um fækkun verslana á Akureyri. Eins og fram hefur komið hefur hátt í tugur búða á Akureyri lagt upp laupana. Ragnar segir það vond- ar fréttir og aðalorsökin sé að eftir hrun krónunnar þurfi innflytjendur að greiða allt að tvöfalt meira fyrir hverja evru eða danska krónu. Evran hafi kostað 80 krónur ekki alls fyrir löngu og danska krónan 11 krónur. Nú þurfi að greiða 160 krónur fyrir hverja evru og 22 krónur fyrir þá dönsku. Þetta hafi orðið til þess að verð á innfluttri vöru hafi hækkað mjög mikið en þó ekki tvöfalt, því kaupmenn hafi tekið á sig miklar byrðar til að vega gegn hækkunum. Þær fórnir hafi orðið til þess að sumir gefist upp. Hrunið gengi þýði hærra verð til neytenda, minni sölu hjá kaupmönnum og minni tekjur. „Já, ég vil að Ísland gangi í ESB og ég hef verið þeirrar skoðunar í 10 ár. Ég er búinn að starfa í verslun í 50 ár og fylgjast með stjórnmálum mest- allan þann tíma. Það er alltaf sama sagan. Það eru gerðir kjarasamn- ingar, svo kemur verðbólga, gengið er fellt. Mín skoðun er að ástandið lagist aldrei nema við skiptum um gjaldmiðil og við fáum ekki nýjan gjaldmiðil nema með því að ganga í ESB.“ Formaður Kaupmannafé- lags Akureyrar segir ótrúlegt að menn loki enn augunum fyrir því að endalaust fall íslensku krónunn- ar sé mesta kjararýrnun Íslendinga en samt vilji sumir ekki einu sinni sjá hvernig samningur við ESB líti út og tækifærin sem felist í að taka upp evru. Hins vegar sé ekki nýtt að búðir komi og fari á Akureyri. Eftir breytingar standi þó eftir um 150 verslanir þannig að þótt átta eða tíu hætti kallist það ekki hrun. Stjórn Akureyrarstofu hefur fjallað um fækkun verslana og hef- ur Rúv haft eftir stjórnarformanni Akureyrarstofu að stjórnin vilji að atvinnumálafulltrúi bæjarins heyri hljóðið í kaupmönnum og rannsaki nánar skýringar vandans. a PÉTUR HALL- DÓRSSON MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON HÖFUÐSTÖÐVAR RÚV Á AKUREYRI. Völundur GALTÓM MÚRBÚÐ Á AKUREYRI – lokar von bráðar. Völundur

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.