Akureyri - 30.01.2014, Page 13
1330. janúar 2014
Norðlendingar fjölmenntu á
alþjóðlegt bridgemót
Síðastliðinn fimmtudag voru allar
Fokker vélar Flugfélags Íslands frá
Akureyri til Reykjavíkur meira og
minna fullar af norðlenskum íþrótta-
mönnum sem sátu með kerfiskort eða
sagnþrautir og tuldruðu upphátt
eða í hálfum hljóðum ýmsar stöð-
ur þar sem spaðar, hjörtu, tíglar og
lauf komu við sögu. Fjölmennur
hópur bridgespilara hafði ákveðið
að skella sér suður til Reykjavíkur
á firnasterkt alþjóðlegt bridgemót.
Mótið er árvisst, kennt við Icelanda-
ir, en gengur jafnan undir nafninu
Bridgehátíð meðal Íslendinga. Urm-
ull erlendra stórspilara kom saman
á Hotel Natura sem áður hét Hótel
Loftleiðir en alls kepptu á fimmta
hundrað spilara í bridge frá fimmtu-
degi til sunnudags í síðustu viku. Þar
af komu um tveir tugir spilara frá
Eyjafirði og úr Þingeyjarsýslum
þetta árið. Hafa Norðlendingar e.t.v.
aldrei verið fleiri á þessu stórmóti.
VITSMUNALEG GLÍMA
Greinarhöfundur er í hópi bridgeá-
hugamanna. Tók þátt í tvímenningn-
um og spilaði við Steina Fríðu eins
og hann var alltaf kallaður þegar
hann bjó á Dalvík. Fullu nafni heitir
hann Þorsteinn Helgi Guðbjörnsson
og er drengur góður. Þorsteinn býr
í Reykjavík og starfar sem smiður.
Ekki var eyfirsk-þingeyska hersingin
fyrr lent á Reykjavíkurflugvelli en
Þorsteinn kom hlaupandi úr miðri
húsbyggingu með hamarinn, nýbú-
inn að negla í spýtu. „Ertu líka með
bridgehamarinn á þér?“ spurði ein-
hver. Vitandi vel að í keppnisbridge
vinnast ekki mótssigrar nema að
barið sé á andstæðingnum. En bar-
smíðin verður að eiga sér stað með
raffíneruðum hætti. Engum líkam-
legum hnefahöggum má beita, ekki
heldur hamarshöggum.
HRAÐNÁMSKEIÐ Í SPILINU
Í bridge er á stórmótum notast við
keppnisform sem gerir þátt heppn-
innar eins léttvægan og hægt er.
Samanburður fólks sem fær sömu
spil og spilarar á næstu borði tryggir
að hvort sem spilari fær góð eða vond
spil mun gengi ráðast af því hvernig
farið er með löku spilin, ekki síður en
þau góðu. Að segja 6 grönd og fá 13
slagi getur þýtt að sagnhafi fáir ekki
eitt einasta stig í tvímenningi ef allir
hinir hafa tækni eða þor til að segja
og standa 7 grönd. Í grandi er ekkert
tromp en annars eru spilaðir tromp-
samningar. Lægstu samningar eru
eitt lauf/einn tígull og fyrir svoleiðis
fást 70 stig fyrir sjö slagi. Galdurinn
felst í því að lýsa spilunum í sam-
vinnu við meðspilara (makker) og
spila þá samninga sem best hæfa
spilunum. Hvati er fyrir áhættu
þannig að spilin nýtist að fullu. Að
segja lítið með mikil spil þýðir að
jafnaði laklegt skor. En það er hægt
að refsa andstöðunni ef manni sýnist
sem hún hafi klifið of hátt og of hratt
eins og fuglinn Fönix sem flaug of
nálægt sólinni. Vængir geta sviðnað
og spilarar fallið til jarðar. Stund-
um er legan í spilunum banvæn,
stundum fara spil dobluð niður sem
hefðu unnist alla aðra daga ársins, í
venjulegu leguárferði. En það gerir
ekkert til. Spilin liggja þá eins illa
á hinum borðunum. Leikurinn snýst
um minni, talningu, rökvísi, virðingu
og dálitla sálfræði. Blekkisagnir eru
leyfðar en þær þarf að brúka spar-
lega eins og í pókernum.
ERFIÐUR HÚMOR!
En aftur þá að tvímenningnum.
Mótið hófst á því að forsætisráð-
herra þjóðarinnar, Sigmundur Dav-
íð Gunnlaugsson, setti mótið. Hann
spilar sjálfur ekki bridge en hyggst
læra íþróttina, að sögn. Hann hafði
skroppið á Internetið og flett upp
nokkrum bridgebröndurum til að
létta spilurum spennuþrungið and-
rúmsloftið við upphaf mótsins. En
bridgeheimurinn er afar sérhæfður
heimur. Forsætisráðherra upplýsti að
við þaulskoðun bridgebrandaranna
hafði hann ekki skilið sjálfur einn
einasta bridgebrandara og tók ekki
sénsinn á því að segja eitthað sem
hanngat ekki vitað hvort væri fyndið
eða ekki. Þetta fannst bridgespilur-
um býsna fyndið hjá forsætisráð-
herra. Þetta var brandari sem stóðst,
enda eru bridsarar hálfgerðar geim-
verur í hugra margra.
SORGIR OG SIGRAR
Svo hófst mótið. Snemma tóku
Pakistaninn Zia Mahmood og
Andrew Robson frá Bretlandi for-
ystuna. Zia er fræhasti spilari í heimi
eftir að Omar Sharif leikari lagði
spilin á hilluna. Zia lét forystuna
aldrei af hendi og vann mótið með
yfirburðum ásamt Robson.
En fleiri gerðu það gott, a.m.k.
tímabundið. Að loknum fyrri
kepnnisdegi höfðu Stefán Vilhjálms-
son og Gylfi Pálsson frá Akureyri
skorað helling af stigum og voru í
toppbaráttunni. Síðari dagurinn
gekk ekki eins vel en þeir náðu að
upplifa það sem margan Íslendinginn
dreymir um. Að vera í fremstu röð á
sterku alþjóðlegu stórmóti um tíma.
Margan dreymir um minna. Sumir
voru sorgmæddir í mótslok eftir að
hafa spilað langt undir væntingum.
Ekki við Steini Fríðu þó. Við vorum
bara hressir.
DÆMIGERÐ RUNA
Þegar upp var staðið stóðu Anton
Haraldsson og Pétur Guðjónsson
frá Akureyri sig best norðlenskra
para. Að tvímenningi loknum slógu
Akureyringar upp veislu á hóteli í
borginni þar sem flestir höfðu kosið
að gista saman. Þá gerist það sem
fæstir botna í að menn fara milli
veislufanga að þylja upp langar run-
ur af spilum sem þeir hafa spilað í
mótinu: Dæmigerð runa er: „Þú átt
kónginn fimmta, drottningu aðra, tvo
hunda og ásinn annan, hvað ætlarðu
að melda í fjórðu hendi eftir að sagn-
ir ganga 1 spaði, dobl, pass? Allir á
hættu og þú ert að spila gegn Fred-
in á vinstri hönd sem hefur unnið
Bermúdaskálina...“
ALLIR KOMU ÞEIR AFTUR...
Þannig liðu fjórir dagar við leik og
störf. Sjálfur hafði ég ekki tök á að
taka þátt í sveitakeppninni heldur
sneri aftur snemma á laugardag
norður til Akureyrar þar sem sólin
baðaði bæinn birtu við heimkomu.
En hinum megin, í borginni við sund-
in, voru bridsarar að fram á sunnu-
dagskvöld. Seinni tveir dagar stór-
mótsins fóru í sveitakeppni þar sem
fjórir til sex eru saman í liði í stað
tveggja í tvímenningi. Mörgum finnst
mikill auður í samveru af þessu tagi.
Sumir eru reyndar þeirrar gerðar að
njóta þess að rífa andstæðingana á
hol, svona rökfræðilega. Aðrir njóta
þess fyrst og fremst að lifa líðandi
stundu og kynnast mótleikurum,
erlendum sem innlendum spilurum.
Sumir segja að innræti fólks komi í
ljós við spilaborðið. Og ólíkt sumum
öðrum íþróttum er meiðslahætta í
bridgeíþróttinni hverfandi. Enda
sneru Una Sveinsdóttir, Ragnheiður
Haraldsdóttir, Ólína Sigurjónsdóttir,
Reynir Helgason, Þórhallur bóndi og
Sigurður Marteinsson, aldurshöfð-
ingi Norðlendinga, eins heil aftur
norður að rimmunni lokinni og þau
höfðu farið suður. Eru þá aðeins örfá
nefnd af bridgeferðalöngum norð-
lenskum, sem reynslunni ríkari halda
nú áfram iðju sinni til vors, að telja
hunda, mannspil og annað það líf
sem hrærist í spilunum hverju sinni.
Bridge er fyrst og fremst vetraríþrótt.
Geta má þess að Bridgefélag Ak-
ureyrar spilar vikulega á þriðjudags-
kvöldum og er vel tekið á móti ný-
liðum og aðstoðað við myndun para.
Formaður er Stefán Vilhjálmsson.
Björn Þorláksson
ÞRÍR AKUREYRINGAR. Þeir Stefán Stefánsson, Skúli Skúlason og Pétur Gíslason eru allir Akureyringar. Þeir láta sig ekki vanta á
Bridgehátíð. Bergur Reynisson frá Reykjavík er lengst til vinstri.
ZIA MAHMOOD OG ROBSON. Rúlluðu upp tvímenningnum. Bridgesamband Íslands. GYLFI PÁLSSON ÍBYGGINN í bridsinum. Datt í stuð á Bridgehátíð.