Akureyri


Akureyri - 30.01.2014, Page 14

Akureyri - 30.01.2014, Page 14
14 30. janúar 2014 VIFTUR íshúsið Útsogsblásarar og þakblásarar. Henta fyrir vinnustaðinn, heimili eða gripahúsið. Útsogsblásarar Er raki í gluggunum? Stjórnaðu rakanum og bættu loftið. Vörn gegn myglusvepp. Þurrktæki Öflugir loftskipti- blásarar. Henta vel í loftleysi eða til að fá yfirþrýsting. Blásarar Dreifing: www.ktak.is | Njarðarnesi 4, 603 Akureyri | Sími 777 1800 Ekki láta raka og óhreinindi safnast fyrir í lofti íbúðarinnar. Rétt loftun tryggir hreint, þurrt og gott loft. Hljóðlátar Bleikjan lifir af sleppingar Erlendur Steinar Friðriksson heldur meistaravörn sína á morgun í fyr- irlestrarsal Háskólans á Akureyri. Verkefni Erlends Steinar nær til meistaragráðu í auðlindafræðum og nefnist Veiða og sleppa sem veiði- stjórnun á bleikju í Eyjafjarðará. Verkefni Erlends Steinar var var unnið við Háskólann á Akureyri, í samstarfi við Veiðimálastofnun og Veiðifélag Eyjafjarðarár. Í útdrætti meistararitgerðarinnar segir Erlend- ur: „Bleikjustofnum heimsins fer fækkandi og stofnstærðir minnka, á sama tíma eykst til muna sókn í stangveiðar. Skýrt dæmi er bleikju- stofninn í Eyjafjarðará, þar sem að sókn jókst jafnt og þétt til ársins 2001 eða þar til algert hrun varð í stofninum. Hverjar sem ástæður fækkunar bleikju eru, má segja að skynsamlegt sé að bregðast við með veiðistjórnun er miðar að sjálfbærni. Markmið veiða og sleppa sem veiði- stjórnunaraðferðar er minnka afföll vegna veiða með því að sleppa veidd- um fiski aftur lifandi. Aðferðinni hefur verið beitt til margra ára með ágætis árangri í ýmsum tegundum sportfiskjar, m.a. í laxi og urriða.“ Lítt hefur fram til þessa verið hugað að veiðistjórnun á bleikju. Rannsóknin var þannig framkvæmd að fiskur var fangaður og merktur, sleppt og fylgst með endurheimtum. Til samanburðar voru nokkrar aðrar ár, stangveiddur lax og urriði, og fisk- ur fangaður með neti í Eyjafjarðará. Margir stangveiðimenn komu að merkingunum og var þess ekki kraf- ist að þeir beittu sérstökum varúðar- ráðstöfunum við að veiða og sleppa. Einnig var bleikja fönguð, merkt, geymd í búri í tvo daga og afföll mæld. Niðurstöður voru þær að lítill mun- ur var á endurheimtum á bleikju í Eyjafjarðará, hvort heldur sem hún var fönguð og merkt á stöng eða í net. Ekki var mælanlegur munur á endur- heimtum á bleikju í Eyjafjarðará eft- ir stærð fiskjar við merkingu, tíma sumars eða veiðimanni. Engin afföll mældust á bleikju fyrstu 48 stundir- nar eftir föngun og merkingu. Niðurstaða mín og allra annarra rannsókna á sviði „veiðaogsleppa“ er að fiskurinn lifi í flestum tilvik- um. Að því gefnu að rétt sé staðið að sleppingum,“ segir Erlendur í sam- tali við Akureyri vikublað. Mörgum þyki þetta þó framandi að sögn Erlends, að veiðimenn borgi fyrir að fá að veiða fisk til þess eins að sleppa honum aftur, en stangveiði- menning, líkt og önnur menning sé margbreytileg. „Að veiða og sleppa er nær okkur en ætla mætti við fyrstu sýn. Börn sem fanga fiðrildi, hunangsflugur eða köngulær dást að, skoða og sleppa svo. Að ganga um kríuvarp á áreyr- um eða á melum í leit að ungum, elta þá uppi, fanga, rannsaka, dást að og sleppa svo er eitthvað sem flestir kannast við. Þetta eru fyrstu kynni fólks af því að fanga og sleppa. Að- ferðin í stangveiði snýst stundum ekki um annað en að fanga lífveru, dást að henni og sleppa svo. Þegar fiskinum er sleppt er venjulega gert ráð fyrir því að fiskurinn lifi það af að vera sleppt og geti jafnvel verið veiddur aftur síðar. Þannig er það að í sumum tegundum stangveiða er þessi aðferð stundað af veiðimönn- um af fúsum og frjálsum vilja. Allt að 100% af fiskinum sleppt og hátt í 100% lifir,“ segir Erlendur. Niðurstöðurnar voru stuttu mál- ið þær að endurheimtur á bleikju í Eyjafjarðará voru í kringum 10%, og afföll vegna V&S á fyrstu 48 stund- um eftir sleppingu mældust engin. Náttúruleg afföll á milli ára voru metin um 50% og er því ljóst að sögn rannsakandans að veiðiafföll geta haft mikil áhrif á stofnstærð. a ENN ER ÞAÐ sumum framandi að veiða fisk til að sleppa honum. En ný rannsókn Erlends Steinars bendir til að það valdi bleikjunni engu fjörtjóni.

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.