Akureyri - 30.01.2014, Side 16
16 30. janúar 2014
ÞRENNA HJÁ AKUREYRINGUM Akureyringar unnu alla þrjá flokkana á stærsta sleðahundamóti landsins sem haldið var í Kjarnaskógi
nýverið. Sigurvegarar voru Birgir Hólm Þórhallsson, Jón Kristjánsson og Haraldur Ólafsson. Myndin er frá mótinu. Hilmar Friðjónsson
Ljósveituvæðing
á Akureyri
80% heimila á landinu geta tengst Ljósveitu
Mílu í árslok
Míla er að hefja uppbyggingu
Ljósveitu á Akureyri. Á fyrsta árs-
fjórðungi þessa árs er áætlað að
hefja lagningu frá símsvöðvum, en
heimili sem eru með innan við 1000
metra línulengd frá símstöð munu í
kjölfarið hafa möguleika á að nýta
sér háhraðaþjónustu fjarskiptafyrir-
tækjanna um Ljósveitu Mílu.
Uppbygging á Ljósveitu Mílu hef-
ur staðið yfir um allt land, samhliða
uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.
“Um 65% heimila á landinu geta nú
þegar tengst Ljósveitu, öflugu há-
hraðaneti Mílu og hafa þá möguleika
á að nálgast háhraðaþjónustu hjá
sínu fjarskiptafyrirtæki. Samkvæmt
áætlun Mílu fyrir 2014 mun heimil-
um með aðgang að Ljósveitu fjölga
um 15 prósentustig og verða þar
með 80% heimila landsins komin
með þennan möguleika í fjarskipta-
lausnum sínum fyrir lok árs,” segir
Sigurrós Jónsdóttir, deildarstjóri
Samskipta hjá Mílu.
Ljósveitan er opið aðgangsnet
sem öll fjarskiptafyrirtæki geta
haft aðgengi að. Nú er notendum
boðið upp á háhraðasamband sem
veitir allt að 50Mb/s internethraða
til heimila og 25Mb/s frá þeim.
Míla hefur sett stefnuna á að byrja
að bjóða 100 Mb/s á völdum svæð-
um á þessu ári, og þá er þróun á
1Gb/s tengingum langt komin. Ef
spár ganga eftir þá verður 1Gb/s
tengingar komnar í gagnið innan
þriggja ára” segir Sigurrós.
EINFALT OG HAGKVÆMT
Tenging við Ljósveituna er einföld
og hagkvæm fyrir viðskiptavini
því sjaldnast þarf að breyta innan-
hússlögnum. Hvorki er þörf á fram-
kvæmdum á lóðum eða í húsum
þeirra sem vilja tengjast. Með nú-
tímatækni eru nýttar fyrirliggjandi
lagnir sem tengjast götuskáp. Þar
tekur öflugur ljósleiðari við gagna-
flutningnum og hraðinn bæði til og
frá heimilum margfaldast.
Hraði og öryggi tengingarinnar
skapar kjöraðstæður til fjarvinnu,
afþreyingar og samskipta. “Hraði
Ljósveitunnar er það mikill að
streymi í tölvu hefur ekki áhrif
á móttöku sjónvarpsefnis eða
nettengdrar leikjatölvu og snjallsíma,
svo dæmi séu tekin” segir Sigurrós.
Sigurrós bætir við að almenn
notkun okkar á rafrænum gögnum
hafi aukist jafnt og þétt og er hún
ekki eingöngu bundin við tölvur og
snjallsíma, því rafræn miðlun marg-
víslegrar afþreyingar er þegar mikil
og sér ekki fyrir endann á þeirri þró-
un. Nýverið kom í ljós að kvikmynda-
veitan Netflix, sem Íslendingar nota
í auknum mæli, yfirtekur þriðjung
allrar bandvíddar í Bandaríkjunum
á annatíma.
Míla starfar eingöngu á heildsölu-
markaði og veitir öðrum fjarskipta-
fyrirtækjum aðgang að netum sín-
um, þar með að Ljósveitunni. Til að
kaupa þjónustu að Ljósveitu Mílu
þarf að hafa samband við það fjar-
skiptafyrirtæki sem óskað er eftir að
eiga viðskipti við. Á http://www.mila.
is/adgangsnet/ljosveitan/vidskipta-
vinir/ má sjá þá þjónustuaðila sem
veita þjónustu á Ljósveitu Mílu. a
Samningur milli
HA og Matís
Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskól-
ans á Akureyri, Sveinn Margeirs-
son, forstjóri Matís, og Ögmundur
Knútsson, forseti viðskipta- og
raunvísindasvið HA, hafa skrifað
undir samstarfssamning. Samkvæmt
tilkynningu frá HA er þar lagður
grunnur að frekari eflingu rannsókna
og menntunar í sjávarútvegsfræð-
um, matvælafræðum og líftækni auk
samstarfs á öðrum sviðum kennslu
og rannsókna, með það að markmiði
að vera í fararbroddi á Íslandi á þeim
fræðasviðum sem tengjast sjávarút-
vegsfræði og líftækni, sem bæði eru
kennd við HA. Eitt af markmiðum
samningsins er að efla kennslu og
rannsóknir á sviði sjávarútvegs-
fræða, matvælafræða og líftækni,
m.a. með sókn í alþjóðlega sjóði og
samstarf á sviði nýtingar auðlinda
norðurslóða.
Markmið hans er einnig að fjölga
þeim sem stunda nám og rannsóknir
á þessum fræðasviðum, samþætta
rannsókna- og þróunarverkefni á
sviði sjálfbærrar auðlindanýtingar,
vinnslutækni, líftækni, matvælaör-
yggis og lýðheilsu, að virkja fleiri
starfsmenn Matís í kennslu við HA
og gefa viðkomandi starfsmönn-
um Matís kost á því að fá faglegt
akademískt mat hjá HA/Viðskipta-
og raunvísindasviði og möguleika
á gestakennarastöðum, enda verða
greinar birtar undir hatti beggja
samningsaðila, ásamt því að samnýta
aðstöðu, húsakost og tækjabúnað.
Háskólinn á Akureyri er íslenskur
rannsóknaháskóli sem tekur virkan
þátt í alþjóðlegu rannsóknastarfi. Í
háskólanum eru um 1600 nemendur
í grunn- og framhaldsnámi, í staðar-
námi og fjarnámi. Sjávarútvegsfræði
hefur verið kennd við HA síðan 1990
og líftækni frá árinu 2002, náms-
greinarnar eru nú kenndar við Auð-
lindadeild Viðskipta og raunvísinda-
sviðs HA sem auk þess hefur boðið
upp á meistaranám í sjávarútvegs og
auðlindafræðum. Vegna eðlis náms-
ins hefur kennsla í sjávarútvegsfræði
frá upphafi farið fram í samstarfi
við innlend sjávarútvegsfyrirtæki og
fyrirtæki í tengdum greinum.
Matís er stærsta rannsóknastofn-
un landsins sem sinnir rannsókn-
um og nýsköpun á sviði matvæla
og líftækni í þágu atvinnulífsins,
lýðheilsu og matvæla- og fæðuör-
yggis. Matís gegnir umfangsmiklu
hlutverki varðandi þjónustu á sviði
rannsókna, menntunar og nýsköp-
unar. Lögð hefur verið áhersla á að
mæta þörfum matvælaframleiðenda
og frumkvöðla, í samstarfi mennta-
kerfið, m.a. í formi hagnýtra verkefna
með þátttöku nemenda. a