Akureyri - 30.01.2014, Blaðsíða 20
20 30. janúar 2014
AÐSEND GREIN MARGRÉT KRISTÍN HELGADÓTTIR OG ÁSHILDUR HLÍN VALTÝSDÓTTIR.
Björt framtíð Akureyrar
„Nei, veistu, ég hef bara engan áhuga
á stjórnmálum. En ég hef sterkar
skoðanir á því hvort leikskólinn eigi
að vera skólaskyldur, hvort næga at-
vinnu sé að fá í bænum, hvort leigu-
verð sé of hátt eða hvort göturnar séu
saltaðar en ekki sandaðar.“
Flest allt sem við gerum í okkar
daglega lífi tengist stjórnmálum. Við
höfum öll einhverju hlutverki að gegna
í þessu stjórnmálaneti sem Akureyri er;
við erum hér starfsmenn, sækjum hér
skóla, eigum hér börn í leikskóla og/
eða skóla, búum hér og svo framvegis.
Flest sem viðkemur okkar daglega lífi
eru ákvarðanir sem einhverntímann
hafa verið teknar af einstaklingum í
stjórnmálum. Einstaklingum sem vita
ekkert endilega meira en hinir. Venju-
legum mannlegum einstaklingum.
Það sem fær fólk til að segjast
ekki hafa áhuga á stjórnmálum er
oftar en ekki umgjörð þeirra. Hug-
myndin sem fólk fær er að stjórnmál
séu leiðinleg og að ekki sé reynandi
að taka þátt í þeim þegar málinu er
einmitt öðruvísi háttað – stjórnmál
eru skemmtileg og þú getur haft áhrif.
Forgangsröðum rétt
Staðreyndin er sú að bæjarbúar Ak-
ureyrar eru upp til hópa vel meðvit-
aðir einstaklingar. Við höfum okkar
skoðanir á hlutunum og viljum að á
okkur sé hlustað. Við vitum sem er
að bærinn okkar er ekkert öðruvísi
en heimili, og flest höfum við komið
að rekstri heimilis með einum eða
öðrum hætti. Við þurfum að for-
gangsraða rétt; vantar okkur hlut-
inn núna eða má það bíða? Eru aðrir
og mikilvægari liðir í heimilisbók-
haldinu sem þurfa að ganga fyrir?
Stundum eru til peningar til fram-
kvæmda og stundum ekki, stundum
er réttlætanlegt að taka yfirdrátt
eða lán fyrir nýjum bíl, stundum
ekki. Heimilismeðlimir þurfa all-
ir að koma að ákvörðunartökunni
því það er augljóst að ef bíllinn er
keyptur þarf væntanlega að skera
niður annars staðar og um það þarf
að ríkja sátt. Við vitum, og kennum
börnunum okkar, að ef við viljum
ná ákveðnu markmiði þá þarf að
vinna fyrir því.
Gerum okkar besta
Við viljum að borin sé virðing fyrir
bæjarbúum, að meira sé hlustað og
minna talað. Við viljum að við getum
öll unnið saman að því að ná mark-
miðum samfélagsins okkar, bæjarins
okkar, heimilisins okkar. Við trúum
því að samvinna sé svarið.
Bjarta Framtíð.
Margrét Kristín Helgadóttir
og Áshildur Hlín Valtýsdóttir.
108 sóttu um 6 störf
Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að
flytja þjónustuver sem rekið hef-
ur verið í Reykjavík til Akureyrar
og Siglufjarðar. Með flutningnum
fjölgar störfum á svæðinu um fimm
til sex og verður nýja þjónustuverið
opnað í dag, Hafnarstræti 95.
Í grein Gunnars Karlssonar sem
birtist í Tíund segir að Ríkisskatt-
stjóri hafi frá árinu 2008 rekið þjón-
ustuver þar sem öllum símtölum til
stofnunarinnar sé svarað. Með því
sé leitast við að liðsinna framtelj-
endum og öðrum viðskiptamönnum
í gegnum síma og eftir atvikum með
tölvusamskiptum. Um leið er slíku
álagi létt af öðrum starfsmönnum
stofnunarinnar og eykst þannig
framleiðni. Eftir sameiningu skatt-
yfirvalda varð hlutverk þjónustu-
versins mikilvægara en áður og
það eflt með fjölgun starfa. Þá var
ákveðið að hluti af þjónustuveri rík-
isskattstjóra yrði staðsettur á Siglu-
firði og síðar einnig Akureyri. Með
þeim breytingunum nú sé skilið á
milli þjónustuvers og nærþjónustu á
Laugavegi 166, en fram að þessu hafi
sömu starfsmenn sinnt afgreiðslu
og þjónustuveri og skipt þeim ver-
kefnum á milli sín. Hvort tveggja sé
jafn mikilvægt, að sinna símsvörun
og að afgreiða þá viðskiptavini sem
koma á staðinn. Á annatímum geti
skapast mikið álag á starfsmenn og
til þess að leysa þessi mál betur varð
úr að skipta störfunum upp og reka
þjónustuverið alfarið á Norðurlandi.
STERK EINING BYGGÐ UPP
Með breytingunum sé einnig verið
að byggja upp sterka einingu á Ak-
ureyri til mótvægis við starfstöðv-
arnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki
spilli að á Akureyri sé gott framboð
á stöðugu og vel menntuðu vinnuafli.
Glöggt dæmi um það er að 108 hæfir
einstaklingar sóttu um 5-6 stöður
sem auglýstar voru í október sl., þar
af langflestir af Eyjafjarðarsvæðinu.
Þeir starfsmenn sem hafa til þessa
starfað í þjónustuveri á Laugavegi
munu ýmist starfa áfram í afgreiðsl-
unni þar eða flytjast í önnur störf.
BYLTING Í RAFRÆN-
UM SAMSKIPTUM
Gunnar Karlsson segir að á undan-
förnum árum hafi krafa samfélagsins
um bætta þjónustu opinberra aðila
aukist. Markmið ríkisskattstjóra hafi
verið að vera í fararbroddi við að
bæta þjónustu við einstaklinga og
atvinnulíf án þess að það leiddi til
aukins kostnaðar og þar hafi bylting
í rafrænum samskiptum skipt sköp-
um. Leggja þurfi enn meiri áherslu á
að einstaklingar og fyrirtæki geti í
sem ríkustum mæli afgreitt sig sjálfir
hvenær og hvar sem er. Það gildi um
ýmsar umsóknir, tilkynningar, vott-
orð, afrit af framtölum, gagnaskil
og fleira sem snýr að samskiptum
við stofnunina. Meginreglan ætti að
vera að hægt væri að fylla eyðublöð
út á netinu, senda inn, fylgjast
með afgreiðslu og fá úrlausn mála.
Heimsóknum myndi fækka, bið í
afgreiðslu myndi styttast og sama
myndi gilda um símtöl. Í samræmi
við það er verið að þróa enn frekar
farveg fyrir rafræn erindi, kærur og
leiðréttingarbeiðnir einstaklinga og
lögaðila á þjónustusíðunni skattur.
is og gera hana enn aðgengilegri en
nú er. Þegar erindi og annað er sent í
gegn um þjónustusíðuna er það ígildi
undirskriftar þar sem farið er inn á
síðuna með veflykli eða rafrænum
skilríkjum.
AÐ EINFALDA MÁLIN
„Markmiðið er að gera framtalsskilin
og allt sem þeim tengist eins auðvelt
og kostur er. Stóraukin áritun upp-
lýsinga inn á framtalið er stór liður
í því, auk þess að gera viðmótið eins
þjált og hægt er. Auðveldara er að
nálgast leiðbeiningar við útfyllingu
eða yfirferð rafræna framtalsins
inni í framtalinu sjálfu og stöðugt
er unnið að því að bæta upplýs-
ingavefinn rsk.is og þjónustuvefinn
skattur.is. Jafnframt þarf að stefna
að því að fólk geti nálgast sem mest
af þeim upplýsingum um sig sjálft
sem geymdar eru í kerfum stofn-
unarinnar og að á þjónustusíðu hvers
og eins verði að finna samskiptasögu
hans við embættið. Huga þarf vel
að þörfum allra samfélagshópa, t.d.
má ekki gleyma innflytjendum, þeim
sem búa í dreifbýli, aðilum erlend-
is, eldri borgurum og þeim yngstu,“
segir Gunnar.
VERKEFNI ÞJÓNUSTUVERSINS
Auk símsvörunar svarar þjónustu-
verið öllum tölvupósti sem ekki er
stílaður á einstaka starfsmenn, fyr-
irspurnum úr SOS (spurt og svarað)
og fyrirspurnum af Norræna skatta-
vefnum, Nordisk eTax. Starfsfólk í
þjónustuveri aðstoðar einnig við ýmis
önnur verkefni, t.d. varðandi beiðn-
ir einstaklinga um endurgreiðslu á
virðisaukaskatti vegna aðkeyptrar
vinnu. Nokkrum sinnum á ári mynd-
ast verulegir álagspunktar, bæði í
afgreiðslum ríkisskattstjóra og við
símsvörun. Þetta verður einkum við
staðgreiðslu- og virðisaukaskattsskil,
fyrirframgreiðslu vaxta- og barna-
bóta, á framtalsfresti í mars, við út-
sendingu á tilkynningarbréfum eftir
miðjan júlí í tengslum við álagningu
á einstaklinga og svo þegar álagning
einstaklinga er birt undir mánaða-
mótin júlí-ágúst.
MESTA ÁLAGIÐ Í MARS
Mest er álagið í mars ár hvert en
þá berast um 50.000 símtöl, flest í
tengslum við umfangsmikla aðstoð
í tengslum við framtalsskil einstak-
linga. Í afgreiðsluna á Laugavegi
koma allt að 1.000 manns dagana
þegar mest er við lok almenns
framtalsfrests einstaklinga, að sögn
Gunnars. a
BOÐIÐ VERÐUR UPP á móttöku og kaffi í tilefni tímamótanna í dag klukkan 15:30, í húsnæði RSK á 6. hæð, Hafnarstræti 95.
Leikfélagið gerir
samning
Leikfélag Akureyrar, Flugfélag Ís-
lands og Icelandair Hótel Akureyri
hafa gert með sér samstarfssamninga.
Í tilkynningu segir: Flugfélag
Íslands hefur verið einn af öflug-
ustu bakhjörlum LA um árabil og
hafa félögin endurnýjað samstarf
sitt. Með stuðningi flugfélagsins hef-
ur leikfélaginu reynst mögulegt að
vinna með listamönnum hvaðanæva
af landinu. Einnig hafa félögin boðið
upp á leikhúsferðir til Akureyrar í
tengslum við uppsetningar LA nú
síðast Gullna hliðið sem fengið hefur
fádæma góðar viðtökur.“
Icelandair Hótel Akureyri og
leikfélagið efla nú samstarf sitt enn
frekar. Með því að gista á Icelandair
Hótel Akureyri geta gestir nýtt sér
gisti- og leikhústilboð. Auk þess
munu listamenn frá Leikfélagi Ak-
ureyrar koma fram reglulega í and-
dyri hótelsins gestum og gangandi
til upplífgunar og yndisauka.
Öllum þessum aðilum er umhug-
að að stuðla að fjölgun ferðamanna
og eflingu menningartengdrar ferða-
þjónustu á Akureyri yfir vetrartí-
mann og taka nú höndum saman í
þeim tilgangi. a
SAMSTARF HANDSALAÐ Á frumsýningu Gullna hliðsins: Sigrún Björk Jakobsdóttir,
hótelstjóri Icelandair Hótel Akureyri, Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri LA, Gróa
Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri FÍ. Auðunn Níelsson
Flest sem viðkem-
ur okkar daglega
lífi eru ákvarðanir
sem einhverntímann
hafa verið teknar
af einstaklingum í
stjórnmálum.