Akureyri


Akureyri - 20.02.2014, Qupperneq 20

Akureyri - 20.02.2014, Qupperneq 20
20 7. tölublað 4. árgangur 20. febrúar 2014 Ef einhverjir koma verður opið – annars ekki! Hjónin Haraldur Bóasson og Þóra Fríður Björnsdóttir reka Dala- kofann í Reykjadal. Gróska hefur einkennt reksturinn að undanförnu og starfsemin vakið athygli langt út fyrir Reykjadal. Fyrir nokkru tóku þau upp á því að bjóða heitan mat í hádeginu, heimilismat, gjarnan af gamla skólanum. Þá eru kótel- ettukvöldin orðin landsfræg ef ekki heimsfræg! „Langmest eru þetta samt fastakúnnar hérna á svæðinu, starfs- menn, verktakar og aðrir sem halda uppi rekstrinum þótt tilfallandi komi hingað fullt af mönnum og konum. Ætli það komi ekki svona að jafnaði um 15-20 á dag í mat til okkar. Ég er mjög sáttur við þann fjölda,“ segir Haraldur – Halli Bó eins og hann er oft kallaður. Ýmis félagsstarfsemi fer önnur fram í húsnæðinu sem er annars vegar verslun og hins vegar veitinga- staður. Pub Quis fer mánaðarlega fram, Dalasvar, og nýtur slíkra vin- sælda að staðurinn fyllist jafnan. Skákfélagið Goðinn hefur oft komið óreglulega saman í Dalakofanum til tafls og ráðagerða. Bridsarar koma úr ýmsum áttum og hittast vikulega í Dalakofanum á fimmtudagskvöld- um. Sumir bridsarar aka alla leið frá Akureyri í Dalakofann. Og stundum eru tónleikar á kvöldin. LAUGASKÓLI HRYGGJARSTYKKIÐ En hvað skiptir mestu hvað rekstur- inn varðar? „Yfir vetrartímann eru nemarnir hérna við framhaldsskólann grund- völlur þess að hægt sé að halda úti veitingastað. Allt samfélagið nýtur góðs af því að hafa hér öflugan fram- haldsskóla, hann hefur mjög mikið vægi fyrir samfélagið í heild.“ Halli hefur áður starfað m.a. sem framkvæmdastjóri Léttsteypunnar og sem svínabóndi en 1. sept. árið 2011 keyptu þau hjónin Dalakofann. Nokkru áður hafði verið óljóst (þegar Laugasel lagðist af og lokað heilan vetur) hvort grundvöllur væri fyr- ir áframhaldandi matvöruverslun í Reykjadal. „Þetta er viðkvæm- ur rekstur og má ekki mikið út af bregða fyrir vetrartímann. Verslunin ein og sér hérna gæti sennilega ekki borið sig,“ segir Halli sem varð að finna nýjar leiðir og tókst það. Fjórir starfsmenn eru í Dalakof- anum yfir vetrartímann, en allt allt að 10-11 manns vinna þarna á sumr- in. Reksturinn munar því sveitar- félagið Þingeyjarsveit nokkru í at- vinnulegu og útvarstekjulegu tilliti. ENGIR HORGEMLINGAR! En hvað er með þessi kótilettukvöld? „Það fyllist bara alltaf allt hjá okkur þegar kótilettukvöldin eru, tvisvar á ári. Það hefur fallið fólki vel að við notum sérvaldar kótilettur í þetta, bæði af stórum en líka feitum lömbum. Við veljum enga horgeml- inga hér!“ 350 DAGAR Í VINNUNNI Framboð á þjónustu eins og þeirri sem Dalakofinn veitir getur skipt miklu máli um vöxt og viðgang svæða. Getur þjónustan hreinlega samkvæmt sumum félagsfræðilegum rannsóknum haft áhrif á hvort svæði lifa eða deyja. Halli viðurkennir þó að þetta kosti strit á köflum. Veturinn sé erfiður og að hann sé nánast alla daga ársins að störfum í Dalakofan- um frá morgni til kvölds. „Ég hlýt að vinna hérna svona 350 daga á ári.“ Í því felist lykillinn að því að lifa af í svo dreifðri byggð en Dalakofinn er staðsettur milli Mývatnssveitar og Akureyrar og ekki í nálægð við neitt meiriháttar þéttbýli. Halli seg- ist hafa varið töluverðum fjármun- um í uppbyggingu nýverið. Búið sé að auka virði staðarins með nýjum framkvæmdum þannig að enginn bilbugur sé á fólki. MIÐSTÖÐ MEÐ ÁVEÐNUM GREINI „Þetta er félagssmiðstöðIN, sagði Jón Benónýsson frá Hömrum, bet- ur þekktur sem Brói í samtali við blaðamann. Hann lagði áherslu á ákveðna greininn um leið og hann keypti lottómiða. Brói vildi fá jóker- inn líka í lottóinu en sagðist þó aldrei vinna neitt út á hann. Ævintýri íbúa, leyndarmál, sorgir og sigrar verða öllum ljós í Dalakofanum. MATSEÐILL DAGSINS SÍÐUSTU DAGA Hér á eftir fer smá sýnishorn af heimilismatnum sem eitt minnsta veitingahús landsins, Dalakofinn, býður upp á og kynnir á heimasíðu staðarins: • Fiskibollur í hádeginu. • Hakkbollur í hádeginu með sósu, salati, rauðkáli og sultu. Kjúklingur með sætum kartöfl- um og salati í hádeginu. • Lambasteik með kartöflum, sal- ati, rauðkáli og sultu í hádeginu. Síðan er stórleikur kl. 20 í enska boltanum Arsenal - Man. Utd og ef einhverjir koma til að horfa þá verður opið annars ekki! • Fiskur í ofni í hádeginu. • Saltkjöt og baunir í hádeginu. Meðal nýlegra umsagna á heima- síðu Dalakofans á Facebook: „Kærar þakkir fyrir að búa til spelt pítsu handa dóttur okkar um helgina. Vel gert!“ a ALLTAF Í VINNUNNI. Halli og Þóra Fríður reka eitt af minni veitingahúsum landsins en hugsa þó stórt. HÉR STÖÐVAÐIST ALLUR rekstur í heilan vetur fyrir skemmstu og var ekki sjálfgefið að blása lífi í matar- og menningarglæður Þingeyinga á ný. KÓTILETTURNAR ERU SÉRVALDAR af stórum og feitum lömbum.

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.