Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 4
4 14. tölublað 4. árgangur 10. apríl 2014
Hágæða Húðvörur fyrir alla fjölskylduna á fráBæru verði.
engin ilm- eða litarefni. fÁST NÚ Í apóTekUM
BREYTT ÚTLIT Á a+ VÖRUNUM
Akureyringar nota eigin fjölmiðla mikið
Ný könnun sýnir að Akureyringar
eru dyggir notendur staðarmiðla í
héraði. Hátt hlutfall bæjarbúa flettir
sjónvarpsdagskránum tveimur og
mikið áhrif er á sjónvarpsstöðina N4.
Þá mega fréttablöðin tvö, Akureyri
vikublað og Vikudagur, vel við una
og hafa sótt á dagskrárpésa miðað
við fyrri kannanir.
Akureyri vikubað hefur sam-
kvæmt könnuninni fest sig í sessi
sem helsti fréttamiðill Akureyr-
ar. Spurt var: Hversu oft notar þú
akureyrska fjölmiðla. Hvað varðar
fréttablöðin tvö segjast 78,4% nýta
sér Akureyri vikublað en 72,54%
Vikudag í einhverjum mæli. Ríflega
40% nýta sér prentútgáfu Akureyrar
vikublaðs í viku hverri en 23,56%
nýta sér Vikudag vikulega.
Framkvæmd könnunarinnar var
í höndum nemenda Háskólabrúar
Keilis á Akureyri. Nemendurnir
sömdu spurningarnar sjálfir og unnu
úr svörum sem lokaverkefni í áfang-
anum tölfræði með tölvum.
Þátttakendur í póstnúmerum
600 og 603 á Akureyri voru 1078 en
þátttakendur í könnuninni í heild
1188. Einungis er í tölum þeim sem
Akureyri vikublað birtir í dag unnið
úr svörum frá póstnúmerum 600 og
603. Gerðar voru nokkrar tegundir
prófana til að athuga áræðanleika
könnunarinnar og stóðst könnunin
þau að sögn Vilbergs Helgasonar hjá
Háskólabrú Keilis á Akureyri. Vilberg
segir að könnunin virðist á pari við
þróunina í landspólitíkinni og niður-
stöður eldri kannana á Akureyri, t.d. í
Morgunblaðinu 28. febrúar 2014.
Könnunin fór fram frá fimmtu-
deginum 27. mars til 31. mars 2014.
-BÞ
Síðasta helgi ein sú alblóðugasta
„Þetta var stærsta helgi vetrarins í
þeim skilningi að mjög mikið annríki
var hjá lögreglu, en við höfðum búið
okkur undir að bærinn fylltist af
fólki og sú varð raunin,“ segir varð-
stjóri hjá Lögreglunni á Akureyri.
Sex líkamsárásir komu til kasta
lögreglu, allar á miðbæjarsvæðinu á
Akureyri um síðustu helgi. Fara þarf
langt aftur í tímann til að finna viðlíka
ástand. Mjög margt fólk var í bænum
og þá ekki síst ungt fólk. Ak Extreme
hátíðin og Söngkeppni framhalds-
skólanna löðuðu að sér mikinn fjölda
fólks. Lögregla bendir á að þorri gesta
hsfi skemmt sér án vandkvæða.
Að ósk Akureyrar vikublaðs
aldurgreindi lögregla gerenda og
þolendahóp í líkamsárásáramálun-
um og niðurstaðan er að nánast allir
hlutaðeigandi voru í kringum tvítugt.
Mikið annríki skapaðist á slysadeild
Sjúkrahússins á Akureyri, einkum
aðfararnótt sunnudags. Margir þurfu
að leita sér læknisaðstoðar en menn
eru „mislemstraðir“ að sögn lögreglu.
Sex voru teknir ölvaðir eða und-
ir áhrifum fikniefna við akstur um
helgina. Þá voru unnar skemmdir á
bílum sem stóðu við Íþróttahöllina
við Þórunnarstræti yfir nótt. Rúður
voru brotnar í þremur bifreiðum, þar
af einum heimahjúkrunarbíl. Þessi
mál eru óupplýst en lögregla biður
þá sem kynnu að búa yfir upplýsing-
um að hafa samband.
„Svona ástand minnti á stærstu
helgar sumarsins. Það er sem betur
fer sárasjaldgæft að við færum sex
líkamsárásir til bókar að lokinni
helgi og auðvitað eru þær miklu
fleiri á svona nóttum en lögregla fær
upplýsingar um. Þetta er langt fyrir
ofan hið hefðbundna hér í bæ,“ segir
lögregluvarðstjóri á Akureyri. -BÞ
BÆÐI FRÉTTABLÖÐ AKUREYRINGA eru mikið lesin.