Akureyri


Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 14

Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 14
14 14. tölublað 4. árgangur 10. apríl 2014 Tól og Tæki s/f , Reyðarfirði, auglýsa; Rennibekkir og bor/fræsivélar beint frá framleiðanda. Rennibekkur, C0636-1000 x 360mm, með 2x digital aflestri, fótbremsu „steady og followrest“ kr 850.000.- Smábekkur, CJ0618A 180 x 350mm, DC 550W motor, öxulgat 20mm, stiglaus hraðastýring. kr 154.000.- Smábekkur, CJ0623 - 230 x 750 mm gírskiftur, öxulgat 20mm kr. 225.000.- Smábekkur, CX0623 – 230 x 750mm gírskiftur, sambyggður með bor/fræsara, öxulgat 20mm. kr. 349.000.- Bor/fræsivél, XJ9512 stiglaus hraðastýring, borgeta 16mm, DC 550W motor, vinnuborð 460x112mm kr. 169.000.- Innifalið í verði eru eftirtaldir aukahlutir: Fylgihlutir með fræsurum: • Fræsarakónar 8st sett, með haldara, 3-16mm. • Fræsarasett, 3-16mm. • 58 hluta festisett • 100mm skrúfstykki • 30mm fræsihaus með plöttum • Borpatrona 16mm Fylgihlutir með rennibekkjum: • „Live center“ • 3 st miðjuborar • Hraðskiftar fyrir rennistál • 7 hluta rennistálasett með renniplöttum + aukaplattasett • Bakplata með festingum. Örugg varahluta og aukahlutaþjónusta. Árs ábyrgð er á öllum vélahlutum og allar vélar með CE skírteini. Öll verð eru með VSK. Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst með fyrirspurn, nafni og símanúmeri á: togt@simnet.is Eða í síma 4822362 milli 10 og 16. TÓL OG TÆKI s/f Bor/fræsivél, XJ 9520 stiglaus hraðastýring, borgeta 25mm, DC 1200W motor, vinnuborð 800x180mm kr. 285.000.- Vorið vaknar í Menntaskólanum „Vorið vaknar er rokksöngleikur eftir Steven Sater með tónlist eft- ir Duncan Sheik sem túlkar hugs- anir og tilfinningar unglinganna. Söngleikurinn er byggður á leikverki eftir Þjóðverjann Frank Wedekind sem var skrifða á árunum 1890-91. Leikverkið var lengi vel umdeild og seinna bannað í Þýskalandi. Sjálfs- morð, misnotkun, kynlíf, ótíma- bærar þunganir, fóstureyðingar og fleiri átakanlegir hlutir eiga stærstan þátt í leikverkinu. Unglingar reyna að fóta sig í heimi fullorðinna og lenda í miklum raunum sem hafa fylgt jafnöldrum þeirra um alla tíð. Um þýðingu sáu Emelía Baldursdóttir og Auðrún Aðalsteinsdóttir. Uppsetning LMA er íslands- frumsýning á söngleiknum og er hann sýndur í Samkomuhúsinu í fullu samstarfi við LA.“ Eftirfarandi upplýsingar eru teknar beint upp úr vandaðri leikskrá sýningarinnar en í for- mannspistli á fyrstu síðu skrárinnar segir Arna Ýr Karelsdóttir formaður LMA og sýningarstjóri „ sem ung- lingar glímum við daglega við það síður en svo auðvelda verkefni að fóta okkur í heimi sem hefur verið mótaður af eldri kynslóðum“ Í raun má segja að þessi setning hins unga formanns fangi kjarna leikverksins gamla, það fjallar nefnilega um af- leiðingar þess þegar fullorðið fólk yfirfærir eigið tilfinningalíf fullt af skömm og heftingu yfir á yngri kynslóðir. Þetta er verk sem tekur á öllum helstu siðferðisefnum mann- legrar tilveru og skilar vel þeirri frelsisskerðingu sem verður þegar manneskjur mega ekki tjá líðan sína, hugsanir og þrár. Uppsetning LMA er í einu orði sagt aðdáunarverð, hvað eftir ann- að varð ég snortin af hæfileikum þessarar ungu kynslóðar sem virðist ekki víla neitt fyrir sér hvort sem um er að ræða leik, söng, dans eða hljóðfæraleik. Það er enn merki- legra að horfa á afraksturinn fyrir þær sakir að útfærsla og stjórn á dans og tónlist var í höndum tveggja stúlkna innan hópsins þeirra Ásdís- ar Rósar Alexandersdóttur og Steinunnar Atladóttur sem samkvæmt leikstjór- anum Jóni Gunnar Þórðar- syni unnu þrekvirki, hvor á sínu sviði. Þá er ljóst að Jón Gunnar hefur líka náð vel til hópsins og skapað traust sem skil- aði sér í ótrúlega þéttri og vandaðri sýningu. Undirrituð veit sem gamall LMA félagi hve miklu skiptir að leik- stjórinn nái að skapa samheldni og gleði innan hópsins og það var það sem maður skynjaði svo sterkt. Það ríkti virðing og samstaða meðal allra sem komu að sýningunni. Sýningin er bæði myndræn og falleg, leikmyndin er stílhrein en samt mjög táknræn mér fannst líka mjög flott pæling að hafa allt unga fólkið í hvítum skóm sem tákn um bernsku og sakleysi og eins táknaði skóleysið feigð sem var sett fram á mjög áhrifaríkan hátt. Allir leikarar stóðu sig afar vel og mér fannst t.d. mjög magnað að sjá hversu liprir strákarnir voru í dansatriðunum af því að eflaust eru margir þeirra að æfa einhverj- ar boltaíþróttir og þá eru menn oft býsna stirðir, en það bar ekki á því. Stelpurnar voru bara eins og útlærð- ir dansarar og túlkunin var alveg frá dýpstu hjartarótum. Þarna sá maður mörg efni í leikara framtíðarinnar þá var framsögn mjög góð, ég heyrði og nam hvert orð, bæði í tali og söng. Mér fannst allir leikarar skila sam- úðarfullri túlkun sem þýðir að þau hafa öll skilið persónur sínar en þar liggur galdur persónusköpunarinn- ar. Tólf ára gamall sonur minn og sessunautur hélt fullri athygli og fékk margt að moða úr er varðaði samskipti kynjanna og mikilvægi þess að virða mörk og setja mjörk í öllum samskiptum. Að lokum vil ég fá að óska LMA til hamingju með frábæra sýningu. Við skulum aldrei vanmeta gildi leik- listar í skólastarfi, þar fer fram mik- ið nám í mannskilningi, samvinnu, hugmyndavinnu ofl sem mun alltaf skila sér til framtíðar. a HILDUR EIR BOLLADÓTTIR Hildur Eir Bolladóttir skrifar um leikhús

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.