Akureyri


Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 6

Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 6
6 14. tölublað 4. árgangur 10. apríl 2014 10 | SÓKNARFÆRI Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Símar: 467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441 „Þróun á veiðarfærum er mikilvægur þáttur í starfi netaverkstæða Ísnets. Þegar veiðarfæri er þróað, annað- hvort frá grunni eða eldri gerðir veiðarfæra endurbættar, þá er í öll- um tilfellum unnið með skipstjórum fiskiskipa annars vegar og birgjum félagsins hins vegar. Það er megin markmið okkar að prófa þau veiðar- færi sem við þróum í tilraunatanki til að fá sem bestar niðurstöður um veiðarfærin áður en þau eru fram- leidd í raunstærð,“ segja þeir Birkir Agnarsson framleiðslustjóri og Kári Páll Jónasson rekstrarstjóri hjá Ísneti en í október fór um 50 manna hóp- ur frá Ísfelli til Hirtshals í Dan- mörku þar sem ný dragnót og rækjutroll frá fyrirtækinu voru kynnt. Í hópnum voru innlendir og erlendir viðskiptamenn félagsins, ásamt fulltrúum frá Selstad, Mor- gére og Garware Wall-Ropes og starfsmönnum Ísfells. Hægt er að segja að hópurinn hafi verið fjöl- þjóðlegur þar sem gestir voru frá Ís- landi, Grænlandi, Færeyjum, Dan- mörku, Noregi, Frakklandi, Þýska- landi, Kanada og Indlandi. Ný dragnót lítur dagsins ljós Starfsfólk Ísnets hefur undanfarna mánuði þróað nýja gerð dragnótar. Á meðan á þróunarferlinu stóð var verkefnið unnið í samstarfi við skip- stjóra á dragnótabátum. Megin markmiðið var að hanna alhliða dragnót sem væri létt í drætti og fari vel í sjó. „Í hönnuninni var lögð áhersla á góða lárétta og lóðrétta opnun, styrk og góða endingu sem og einfaldleika í allri meðhöndlun. Meðal nýjunga í dragnótinni er ný gerð af neti frá Garware sem heitir SNG. Netið er ný kynslóð af Safír neti sem er mun sterkara og nún- ingsþolnara en hefðbundið PE net. Með þessu neti er hægt að hafa efnið grennra án þess að skerða styrk og endingu. Þá var möskvastærð einnig breytt frá hefðbundnum dragnótum til þess að létta hana í drætti og gera hana fisknari,“ segir Birkir en meðal annarra nýjunga má nefna breyting- ar á lögun á dragnótinni, fiskilínu, höfuðlínu og fótreipi. „Viðbrögð skipstjóra, sem voru viðstaddir tankprófun á dragnótinni, voru strax jákvæð og nú þegar er bú- ið að panta hjá okkur dragnætur af þessari gerð. Það var samdóma álit viðstaddra að um vel heppnaða hönnun væri um að ræða sem von- andi á eftir að skila sér í auknu og hagkvæmara fiskiríi,“ segir Birkir. Ísnet 2967 Lukkutroll Á undanförnum árum hefur Ísnet unnið að þróun á svokölluðu Luk- kutrolli til rækjuveiða í samstarfi við Ómar Þorleifsson, skipstjóra á Sig- urborgu SH frá Grundarfirði. Sigur- borgin hefur notað Lukkutroll frá árinu 2005 með ýmsum breytingum sem gerðar hafa verið frá upphaflega trollinu sem var 2512 möskva. Nýjasta útfærslan af trollinu var svo skoðuð í áðurnefndri tankferð til Hirtshals en um er að ræða 2967 möskva troll og segja þeir Birkir og Kári að mönnum hafi borið saman um að trollið liti mjög vel út í tanknum. Lukkutrollið hefur lengst af verið eingöngu úr Safírneti, en í nýja trollinu er auk þess notað hnútalaust Dyneema net til að létta það enn frekar í drætti. Í upphafi var Lukkutrollið tveggja grandara og er það ennþá valmöguleiki þó nýjasta útgáfan sé þriggja grandara. „Ísnet kynnti þetta troll á síðasta ári fyrir öðrum viðskiptavinum og hafa nokkur slík verið afhent undan- farið, bæði úr Safírneti, Dyneema og einnig venjulegu PE neti. Kúlurnar, sem við mælum með á trollið, eru svokallaðar Hydro kúlur frá Castro á Spáni sem er nýjung hjá Ísneti. Þær líta út eins og golfkúlur á yfirborð- inu og eru hannaðar til að veita minna togviðnám. Þess má geta að trollið hefur ekki einungis gefist vel við rækjuveiðar heldur veiðir það grálúðu einnig vel en núorðið má hirða þann fisk sem kemur í rækjutroll með svokölluð- um yfirpoka. Það má því segja að Lukkutrollið sé alhliða troll sem tek- ur bæði hátt og breitt og hægt er að fá í öllum stærðum,“ segir Kári. Ísnet 4200 Gigantus „breiðskafa“ til rækjuveiða Gigantus troll er einnig nýjung frá Ísneti og var það hannað í samstarfi við Selstad í Noregi. Meginmark- miðið við hönnunina segja Birkir og Kári að hafi verið hönnun á trolli sem væri fyrst og fremst breitt og létt í drætti en þyrfti ekki að taka neitt sérstaklega hátt. „Ísnet hefur þegar framleitt tvö Gigantus troll fyrir grænlenska rækjutrogarann Qaqqatsiaq og þau voru að stærstum hluta gerð úr Saf- írneti en þó var notað hnútalaust Dyneema í hluta af yfir- og hliðar- byrðum. Qaqqatsiag hefur náð góð- um árangri með þessi troll og en skipið dregur tvö 3960 möskva troll. Við veiðarnar hafa bæði verið notað- ir hefðbundnir botntrollshlerar eða flottrollshlerum.“ isfell.is Fylgst með prófunum á Lukkutrolli í tanknum í Hirtshals og áhuginn leynir sér ekki. Rækjutroll Gigantus, 4200 möska. Dragnót, 38 faðma. Rækjutroll (Lukkutroll), 2967 möskva. Dragnót, 38 fm í köstun. Ísnet: Ný hönnun á dragnót og Lukkutroll SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Háþrýstidælur Vinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota HD 10/25-4 S ■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör ■ 500-1000 ltr/klst ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX ■ Vinnuþrýstingur 30-160 bör ■ 230-600 ltr/klst ■ 15 m slönguhjól ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% ÍSLANDSMÓT HJÁ FÖTLUÐU Árlegt Hængsmót, opið íþróttamót fyrir fatlaða, verður haldið á Akur- eyri dagana 11. og 12. apríl. Mótið í ár er jafnframt Íslandsmót Íþrótta- s mba ds fatlaðra (ÍF) í borðtenn- is, kraftlyftingum og sveitakeppni í boccia. Þetta er 32. Hængsmótið sem Lionsklúbburinn Hængur stend- ur fyrir en það fyrsta var haldið 19. mars 1983. Nú eru alls 262 keppendur frá 16 íþróttafélögum úr öllum landshlut- u skráðir til leiks í Hængsmótinu og Íslandsmótunum. Mótið verður sett með viðhöfn að hætti félaga í Lkl. Hæng í Íþrótta- höllinni kl. 9 á morgun, föstudag. Þar fer keppni í boccia fram báða mótsdagana. Á morgun er hið eigin- lega Hængsmót í einstaklingskeppni í mismunandi flokkum fatlaðra og í opnum flokki. Á laugardaginn fer Íslandsmótið í sveitakeppni þar fram og hefst einnig kl. 9. Sama dag er Íslandsmótið í borðtennis haldið í Íþróttahúsi Glerárskóla fyrir hádegi og Hængsmótið í borðtennis (opinn flokkur) síðdegis. Þá fer Íslandsmótið í kraftlyftingum fram í sal Kraftlyft- ingafélags Akureyrar í Sunnuhlíð 12 og hefst kl. 12. Að keppni lokinni verður lokahóf í Íþróttahöllinni á laugar- dagskvöldið þar sem keppendur, fararstjó r og starfsfólk mótsins skemmta sér saman fram á nótt. Ástæða er til að hvetja fólk til að leggja leið sína á keppnisstaðina til að fylgjast með skemmtilegri keppni og hvetja allt þetta ágæta íþrótta- fólk til dáða. Mars var sögulegur úrkomumánuður Marsmánuður var umhleypinga- og úrkomusamur um meginhluta landsins, sérstaklega þó um landið norðaustan- og austanvert þar sem einnig var töluverður snjór, og mikill inn til landins, segir í nýrri úttekt Veðurstofunnar á tíðarfari. Snjórinn í mars olli samgöngu- truflunum á Norðurlandi. Athygli vekur að á Akureyri var jörð al- hvít 30 daga í mars, alla daga nema einn. „Það er 11 dögum umfram meðallag og það mesta síðan 1999 en þá var alhvítt allan mánuðinn á Akureyri,“ segir í úttekt Veður- stofunnar. Meðalhiti í Reykjavík var 2,1 stig og er það 1,7 stigum ofan við með- altalið 1961 til 1990, en 0,2 stigum ofan meðaltals síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 0,9 stig, 2,2 stigum ofan við meðaltal 1961 til 1990 og 0,2 stigum ofan meðaltals síðustu tíu ára. Hæsti hiti mánaðarins mældist 15,6 stig á Dalatanga þann 11. Í byggð varð hiti lægstur -23,6 stig við Mývatn þann 18. Sólskinstundir í Reykjavík mældust 73,2 og er það 38 stundum færri en í meðalmars- mánuði. Á Akureyri mældust sól- skinsstundirnar 67,1 og er það tíu færri en í meðalári. HLÝR VETUR AÐ BAKI Þegar horft er til tímabilsins des- ember 2013 út mars 2014 kemur á daginn að veturinn var hlýr, sá 17. hlýjasti á landsvísu frá upphafi sam- felldra mælinga í Reykjavík 1871 og sá 5. hlýjasti á þessari öld. Hiti var 1,4 stigum ofan við meðallagið 1961 til 1990 og 0,1 stigi ofan við meðallag síðustu 10 vetra. Á Akureyri var vet- urinn í 21. hlýjasta sæti frá upphafi samfelldra mælinga 1882. Úrkomu var óvenjulega misskipt á landinu, sérlega þurrt var um landið vestanvert í janúar og febrúar, síðari mánuðurinn var einn sá þurr- asti sem vitað er um á þeim slóðum. Að sama skapi var úrkoma með allra mesta móti um landið norðaustan- og austanvert. Úrkoma í mars var hins vegar yfir meðallagi um nær allt land. Heildarúrkoma vetrarins í Reykjavík var um 50 mm und- ir meðallagi áranna 1961 til 1990 og dagar þegar úrkoma mældist 1 mm eða meiri voru 44, tíu færri en í meðalárferði. Á Akureyri mældist heildarúrkoma vetrarins 390 mm og er það nærri tvöföld meðalúrkoma þar og hefur aðeins einu sinni verið meiri. Það var veturinn 1988 til 1989. Dagar þegar úrkoma mældist 1 mm eða meira voru 62 á Akureyri og hafa aldrei verið fleiri. -BÞ Engin áhrif á stöðu Guðmundar Guðmundur Baldvin Guðmundsson, skrifstofustjóri, Stapa, segir að dóm- ur í síðustu viku sem kveður á um að lífeyrissjóðurinn Stapi skuli greiða Glitni hf. tæplega 3,7 milljarða króna vegna ógreiddra afleiðu- samninga, hafi ekki áhrif á hans stöðu innan sjóðsins en málið snúi ekki nema að hluta til að hans störfum. Hann hafi sem skrifstofu- stjóri Stapa aðeins unnið vinnuna sína í samræmi við áhersl- ur sjóðsins. “Mín störf voru unnin í fullu sam- ráði við framkvæmdastjóra og í sam- ræmi við fjárfestingarstefnu sjóðsins og ég hef alltaf gætt þess að vinna störf mín af samviskusemi og heiðar- leika,”segir Guðmundur Baldvin. Guðmundur Baldvin var skrif- stofustjóri Stapa árið 2008 og er enn. Í dómi héraðsdóms segir að dóms- málið hafi verið höfðað vegna samn- inga við Glitni en Stapi reisti m.a. sýknukröfu sína á að fjórir af átján samningum væru óundirritaðir og hefðu aldrei komist á. Glitnir færði rök fyrir að samningarnir hefðu ver- ið gerðir að beiðni skrifstofustjóra Stapa og lagði fram hljóðupptökur af samtali milli skrifstofustjórans og starfsmanns Glitnis. “Hvað mína aðkomu varðar þá snýst hún um símtal, sem ég átti við starfsmann Glitnis í byrjun október 2008 og snýr að fjórum af átján samningum sem dóms- málið fjallar um. Þar var rætt um samninga, en viðskiptin voru aldrei kláruð og aldrei staðfest af Stapa,” segir Guð- mundur Baldvin. Um stöðu Guðmundar Baldvins segir Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa: „Guðmundur hefur gegnt þeim störfum sem honum hafa verið falin af Stapa af trúmennsku og heiðarleik. Hann hefur fullt traust til að gegna áfram störfum fyrir sjóð- inn.“ DEILIR VIÐ DÓMARANN Kári Arnór segir dóminn mikil vonbrigði og komi á óvart, bæði dómsorðið og röksemdafærsla dóm- arans.„Það er áhyggjuefni hversu ólíkir dómar eru að falla í þessum afleiðusamningamálum þar sem hafðar eru uppi mjög svipaðar máls- ástæður. Þannig féll nýlega dómur í Héraðsdómi Norðurlands vestra þar sem telft var fram svipuðum málsástæðum, en niðurstaðan var á þveröfugan veg miðað við þennan dóm. Það sorglega við dómsniður- stöðuna er að dómarinn virðist ekki skilja eðli þessara viðskipta og rugl- ar m.a. saman stundarviðskiptum með gjaldmiðla og framvirkum gjaldmiðlaviðskiptum, sem er sitt hvað, svo dæmi sé tekið. Hann byggir dóminn nær alfarið á markaðsskil- málum Glitnis og er engu líkara en að það hafi verið nær einu gögnin sem dómarinn kynnti sér, þótt hann virð st ekki fyllilega skilja sum ákvæði skilmálan a. Þá virðist dóm- arinn tiltaka ný rök fyrir Glitni, sem ekki eru hluti af þeirra málsástæðum, sem er sérstakt. Einnig skiljum við ekki sumar dómatilvísanirnar og teljum að þær eigi ekki við um það ágreiningsefni sem þarna er uppi. Það er alltaf áhætta fólgin í að fara með mál af þessu tagi fyrir dómstóla þar sem þau eru flókin og reyna á sérþekkingu. Dómarinn í þessu máli virðist þannig alls ekki skilja hvers eðils viðskipti af þessu tagi eru. Það eru líka vonbrigði að hann skaut- ar mjög létt fram hjá öllum okkar málsástæðum eða fjallar alls ekki um þær. Hvað um það, þetta er að- eins héraðsdómur og næsta víst að málinu v rður áfrýjað. Hæstiréttur hef r marg oft snúið við héraðsdóm- um, svo ekki er ástæða til að örvænta, ekki síst vegna þess hve dómurinn er illa rökstuddur og byggir a.m.k. að hluta á misskilningi. Þetta er í það minnsta mat okkar lögmanna,“ segir Kári Arnór. -BÞ „Mi gr nur er sveitin“ Gunnar Atli Fríðuson, búsettur á Ak- ureyri síðustu ár, hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður Jarð- baða na í Mývatnssveit. Gunnar var ráðinn úr stór- um hópi umsækjenda. Að- spurður segist hann telja að reynsla hans af ferða- manninum, rekstrarstörf og kunnátta af vélum hafi vegið þungt þegar upp var staðið. „Minn grunnur er sveitin,“ segir Gunnar en hann ólst upp í Austur-Húnavatnssýslu og hef- ur gegnt ýmsum störfum nú síðast hjá Saga Travel á Akureyri m.a. sem bílstjóri og leiðsögumaður. „Þegar búin var til ný sérferð samkvæmt óskum ferðamannsins var oftar en ekki leitað til mín, ég tók gjarnan þær ferðir.“ Gunnar segir að eitt skilyrði fyrir stöðu fram- kvæmdastjóra hjá Jarð- böðunum sé að hann þurfi að geta gengið í öll störf. „Nú er ég að huga að flutn- ingi lögheimilis í sveitina og það er verið að koma leiguhúsnæði í Reykja- hlíðarþorpi í stand fyrir mig. Ég ætla að verða Mývetningur og fara alla leið í því að taka þátt í þessu samfélagi.“ Spurður um áherslur fram und- an segir Gunnar að ráðist verði í endurbætur á lóðinni, sár séu eftir landvinnslu sem þurfi að laga. Upp- bygging verði í takti við aukningu ferðamanna. „Sumarið er nú þegar mjög stórt hjá okkur en veturinn mun hlutfalls- lega sennilega stækka hraðar.“ 117.000 GESTIR Í ÁR? Þeim áfanga var náð í Jarðböðunum í fyrra að rúmlega 100.000 gestir nutu þá þjónustu Jarðbaðanna á einu ári. Gert er ráð fyrir 117.000 gestum í ár. „Þetta einstök náttúruperla og ég held að hvergi annars staðar á landinu upplifi gestir samband þessa einstæða vatns sem er í lón- inu, víðáttuna, stórbrotið landslag og frelsi. Fók sækir hingað í slökun og vellíðan.“ Nýi framkvæmdastjórinn segist taka við góðu búi. Sjö stöðugildi eru á ársvísu hjá fyrirtækinu en á háönn ferðamennskunnar í sumar mun 21 starfsmaður sinna ýmsum verkum hjá Jarðböðunum. -BÞ GUNNAR ATLI FRÍÐUSON GUÐMUNDUR BALDVIN GUÐ- MUNDSSON

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.