Akureyri


Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 18

Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 18
18 14. tölublað 4. árgangur 10. apríl 2014 Það sem Rúmenum tókst ekki, hefur hins vegar Íslendingum tekist. En á síðari hluta 19. aldar og fram yfir þau aldamót, hefur það verið opinber stefna yfirvalda á Íslandi að útrýma byggingarsögu þjóðarinnar, torfhúsum. SIGURJÓN B. HAFSTEINSSON AÐSEND GREIN SIGURJÓN B. HAFSTEINSSON Húsníðingar Yfirskrift fréttarinnar í Viðskipta- blaðinu þann 1. apríl síðastliðinn sem hljóðaði þannig „Húsníðingur á Álftanesi skuldar 115 milljónir“ vekur upp spurninguna um hvort eigandi hússins , sem rústaði því fyrir framan sjónvarpsmyndavélar á þjóðhátíðardaginn 17. júní árið 2009, hafi ekki í raun verið að iðka gamalgróna menningu Íslendinga þegar kemur að húsum. Einhverjir kynnu að spyrja sig að því, lesandi þessi orð, hvernig standi á því hjá þjóð sem byggir sjálfsmynd sína að verulegu leyti á fortíðinni og telur sig huga vel að henni s.s. með rekstri öflugra safna víða um land. Í stjórnartíð Ceausescu forseta Rúmeníu voru uppi stórkostlegar áætlanir um að þurrka út stóran hluta af menningararfi þjóðarinnar í krafti framfara og efnahagslegr- ar uppbyggingar. En áætlanirnar gengur út á að afmá rúmlega 13 þúsund þorp fyrir árslok 2000 og byggja í staðinn 500 miðstöðvar fyrir iðnað í landbúnaði. Rúmenski sagnfræðingurin Dinu C. Giurescu barðist gegn þessum áformum og lét yfirþjóðlegar stofnanir á borð við UNESCO vita af þessari útrýming- aráætlunum. Árangurinn af starfi Giurescu lét ekki á sér standa, en áætlunum var mótmælt og skrifaði Giurescu bók um efnið, The razing of Romanias past, sem ætti að vera skyldulesning allra sem láta sig menningarmál varða. Árið 1989 féll stjórn Ceausescu forseta og rúmlega 5 þúsund þorpum var þyrmt sem af- leiðing af því. Nálega 8 þúsund þorp höfð hins vegar orðið eyðileggingar- áformunum að bráð. Það sem Rúmenum tókst ekki, hefur hins vegar Íslendingum tekist. En á síðari hluta 19. aldar og fram yfir þau aldamót, hefur það verið opinber stefna yfirvalda á Íslandi að útrýma byggingarsögu þjóðarinnar, torfhúsum. Yfirvöld hafa haft liðsinni heilbrigðisstarfsmanna, arkitekta, verkfræðinga og annarra við inn- leiðingu þessara áætlana, en torfhús hafa verið skilgreind sem heilbrigð- isvandamál og tæknilega ófullnægj- andi sem híbýli fyrir þjóð sem langar að taka þátt í hnattvæddu kapp- hlaupi um nútímavæðingu. SKÖMM, VANMÁTTUR OG ÓFULLKOMLEIKI Svo rammt kveður að þessari út- rýmingu að margir hafa haldið því fram opinberlega að íslendingar ættu sér ekki neina byggingasögu fyrr en þeir fóru að reisa sér hús úr timbri og steini. Niðurrifið hefur haldið áfram eftir aldamótin 2000, en húsafriðunarnefnd stóð til að mynda ekki í veginum fyrir niður- rifi á bænum Keldnaholti í Flóa árið 2011, sem var skilgetið afkvæmi þeirrar torfhúsa sem hafa verið húsakostur Íslendinga frá landnámi. Í ljósi þessa hafa Íslendingar verið á hlaupum undan eigin sögu og er ekki ofmælt að tilfinningin um skömm og vanmátt gagnvart því sem hefur verið skilgreint sem ófullkomleiki hefur blandast inn í þessa umræðu og aðgerðir. Þær tilfinningar hafa hleypt mönnum kapp í kinn við út- rýminguna. ANNAR TÓNN – EÐA HVAÐ? En í dag kveður við annan tón. Á undraskömmum tíma hefur torf- húsum verið lyft upp á sögulegan stall sem menningararfleifð, án þess þó að útrýmingaraðgerðunum sé gerð skil. Það er breytt yfir þau og enginn málsmetandi fulltrúi út- rýmingarherferðarinnar hefur stigið fram og viðurkennt að þeir sjálfir eða fyrirrennarar þeirra hafi hlaup- ið á sig. Þess í stað er haldið upp vörnum um að eitthvað hafi orðið eftir af þessum húsum sem sjá má að Laufási eða Grenjaðarstað og því sé Íslendingum ekki alls varnað. En er það virkilega svo? Höfundur er doktor í mann- fræði og dósent í safnafræði við HÍ. (millifyrirsagnir eru blaðsins) TÓNLEIKAR STÚLKNAKÓRS AKUREYRARKIRKJU Hinn hljómfagri Stúlknakór Akureyrarkirkju heldur tónleika í kvöld, fimmtu- daginn 10. apríl kl. 20:00 í Akureyrarkirkju. Á dagskrá tónleikanna eru bæði dægurlög og kórverk auk þess sem nokkrar stúlkur syngja og leika á hljóð- færi. Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og undirleikari er Valmar Väljaots. Tónleikarnir eru til styrktar ferðasjóði kórsins og er miðaverð 1000 kr. Ekki er tekið við greiðslukortum. Starf Stúlknakórs Akureyrarkirkju hefur verið blómlegt árum saman, en í honum eru stúlkur á aldrinum 13-19 ára. Í kórnum fer fram tónlistar- kennsla og söngþjálfun auk þess sem hann syngur reglulega á tónleikum bæði einn og með þekktu tónlistarfólki. GAMLI BÆRINN Í Laufási er eitt örfárra torfhúsa sem lyft var á sögulegan stall eftir að stórum hluta byggingarsögu hafði nánast verið útrýmt að sögn greinarhöfundar. Völundur ÁRSFUNDUR SÍMEY Í tilefni af ársfundi SÍMEY munu starfsmenn miðstöðvar­ innar segja frá nokkrum áhugaverðustu verkefnum síðasta árs undir yfirskriftinni: „Brot af því besta“ kl. 14:45­15:45 í húsnæði SÍMEY að Þórsstíg 4, Akureyri BROT AF ÞVÍ BESTA » Raunfærnimat » Mentoranámskeið, íslenska fyrir útlendinga » Starfsemi SÍMEY við utanverðan Eyjafjörð » Lærdómssamfélagið, ráðstefnan samræða allra skólastiga » Umræður og fyrirspurnir BOÐIÐ VERÐUR UPP Á LÉTTAR VEITINGAR ALLIR VELKOMNIR! RAUNFÆRNIMAT Í SKRIFSTOFUGREINUM Skráning er hjá SÍMEY í síma 460-5720, eða á www.simey.is Frekari upplýsingar gefa Heimir, heimir@simey.is og Kristín, kristin@simey.is Er raunfærnimat eitthvað fyrir þig? Ertu orðin/nn 23 ára og hefur unnið skrifstofustörf í 5 ár eða lengur Hvað er raunfærnimat í skrifstofugreinum? Það er mat og staðfesting á þekkingu og reynslu af skrifstofustörfum. Í raunfærnimati skrifstofugreina er lagt mat á reynslu og þekkingu í samanburði við námsskrá Skrifstofubrautar I í Menntaskólanum í Kópavogi. Skrifstofubrautin er hagnýtt nám á framhaldsskólastigi (33 einingar) sem miðar að því að veita nemendum almenna þekkingu í greinum sem nýtast við krefjandi störf á skrifstofu. Nánari upplýsingar um námsbrautina má finna á www.mk.is Raunfærnim atið er þátttakendu m að kostnaðarla usu. Kynningarfu ndur vegna raunfærnim ats verður h já SÍMEY 2. ap ríl kl. 16:00

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.