Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 8
8 14. tölublað 4. árgangur 10. apríl 2014
AÐSEND GREIN RAGNAR SVERRISSON
Staðreyndir um
miðbæjarskipulagið
Friðleifur Ingi Brynjarsson telur í síð-
asta tölublaði að ég fari frjálslega með
staðreyndir þegar ég fjallaði um afstöðu
Vegagerðarinnar til breytinga á Glerár-
götu í tengslum við fyrirliggjandi tillög-
ur um nýtt miðbæjarskipulag Akureyrar.
Þar gerði ég tilraun til að skýra út þær
breytingar sem leitast er við að ná fram
í auglýstri deiliskipulagstillögu og vakti
athygli á að ekki væri allt sem sýndist
í málflutningi Friðleifs. Í því sambandi
er rétt að árétta að tillagan fjallar um
margt fleira en umferðarmál Glerár-
götu og stendur hún því hvorki né fellur
með hugsanlegum breytingum á þeirri
ágætu götu.
Friðleifur fer mikinn og vitnar í um-
sögn vinnuhóps Vegagerðarinnar um
mat á umferðaröryggi vega frá árinu
2009. Sú umsögn var unnin þegar fyrri
skipulagstillagan var á vinnslustigi og
þess vegna nauðsynlegt að leiðrétta
nokkur atriði sem hann gerir að um-
ræðuefni. Staðreyndin er sú að tekið
var tillit til flestra athugasemda vinnu-
hópsins á síðari stigum enda málið allt
í vinnsluferli á þeim tíma. Aðalatriðin
sem hópurinn benti á voru þessi:
Að hægt verði að breyta Glerárgötu
í fjögurra akreina götu ef með þyrfti.
Auðvelt var að fallast á það enda gerði
tillagan alltaf ráð fyrir því og gerir enn.
Að þáverandi tillögur tryggðu ekki
nægjanlega öryggi vegfarenda á leið
yfir Glerárgötu. Fallist var á þetta sjón-
armið og þess vegna er gert ráð fyrir
því í núverandi tillögu að fyrirhugað-
ar byggingar sjávarmeginn við götuna
verði felldar út úr deiliskipulaginu.
Skipulagsnefnd og bæjarstjórn var
hins vegar ósammála vinnuhópnum um
að ekki væri unnt að lækka hámarks-
hraða á 300 m kaflanum milli Strand-
götu og Kaupvangsstrætis úr 50 km
á klukkustund í 30. Markmiðið með
minnkun umferðarhraða er fyrst og
fremst að auka öryggi þeirra vegfarenda
sem þurfa að fara á milli miðbæjar-
svæðisins og Hofs enda augljóst að með
tilkomu menningarhússins og endurnýj-
uðum miðbæ mun umferð þarna á milli
aukast mjög mikið í framtíðinni.
Eftir lagfæringar á tillögunum frá
2009 fékkst jákvætt svar frá Vegamála-
stjóra í bréfi dagsettu 21. janúar 2010.
Þar kom fram að Vegagerðin teldi þær
breytingar sem gerðar höfðu verið frá
fyrri tillögum fullnægðu þeim kröfum
sem stofnunin hafði þá lagt fram um
lagfæringar. Hins vegar taldi Vega-
gerðin að um tilraunaverkefni væri að
ræða og myndi stofnunin því ekki mæla
með því að fjárveitingavaldið kostaði
breytingarnar. Þrátt fyrir það er því
ekki slegið föstu að ríkið muni ekki á
síðari stigum koma til með að kosta sinn
hluta breytinganna, eins og því ber að
gera lögum samkvæmt, í samræmi við
lög um þjóðvegi í gegnum þéttbýli.
Höfundur er áheyrnarfulltrúi í
Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar
VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA?
Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem
sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í
blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu-
póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856.
LOF OG LAST VIKUNNAR
LAST fá félagar í Samfylkingunni sem
funda þessa dagana stíft í Lárusarhúsi og
leggja bílum sínum á gangstéttum, móti
einstefnu og þvert á reglur og almenna
skynsemi. Svo segir Eyrarpúki í bréfi til
blaðsins. „Þeir eru kannski að ræða bætta
umferðarmenningu á Eyrinni. Fá allavega
ekki mitt atkvæði fyrst þeir sjá ekki ástæðu
til að fara eftir almennum umferðarreglum,“
skrifar Eyrarpúkinn...
LAST fá hönnuðir Íþróttahúss Giljaskóli,
segir „mamma í Fimak“. Hún segir í bréfi til
blaðsins að laugardaginn 5. apríl hafi verið
haldið Íslandsmót í þrepum í Íþróttahúsinu
við Giljaskóla, sem tókst í alla staði vel.
„Langþráður draumur fimleikafólks á
Akureyri rættist þegar þetta hús var
byggt og þar starfa frábærir og yndislegir
þjálfarar. En það er til háborinnar skammar
áhorfandaaðstaðan og skógeymslur í
húsinu og vil ég LASTA hönnuði hússins
að huga ekki betur að þessu. Ég veit að
yfirþjálfari Fimak barðist fyrir betri aðstöðu
fyrir áhorfendur en hafði ekki erindi sem
erfiði. Þessi aðstaða er hvorki keppendum
né áhorfendum bjóðandi og mega þeir
sem réðu hönnun hússins skammast sín
niður fyrir skósóla. Forsendur fyrir því að
fá að halda svona stór mót, þar sem mæta
hundruð keppenda, eru að öll aðstaða þarf
að vera til fyrirmyndar. Ég skora hér með á
frambjóðendur í sveitastjórnarkosningum að
setja þetta mál í forgang og bæta úr þessu
sem fyrst,“ skrifar mamman.
LAST fá þeim sem ákveða opnunartíma
skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir kona að
sunnan í pósti til blaðsins.
„Það lokaði klukkan 16 á laugardegi í fínasta
veðri á stórri skíða- og brettahelgi. Var í
stórum hópi aðkomufólks sem var yfir sig
hneykslað – réttilega,“ srkifar konan...
LOF fær Háskólabrú-Keilir á Akureyri fyrir
...“frábært framtak að efna til viðamikillar
og upplýsandi könnunar um ýmis mál.
Svo var líka svo skemmtilegt að taka þátt
í þessari könnun,“ segir bæjarbúi í bréfi til
blaðsins. „Ég held að Vilberg Helgason sé
aðalsprautan bak við þetta, hann á sérstakt
LOF skilið,“ segir bæjarbúinn...
AKUREYRI VIKUBLAÐ 14. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2013
ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is.
FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is.
AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193.
RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri.
UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING
14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND
... þvert á
móti tel ég
hana góða
lausn sem
uppfyllir
óskir bæj-
arbúa um vistvæn-
an og aðlaðandi
miðbæ ...
RAGNAR SVERRISSON
MÁL MANNA er að AK-extreme hafi tekist frábærlega. Einar Guðmann
Eiríkur Björn
er maðurinn!
Áhugaverðar niðurstöður koma fram í blaðinu í dag um vilja Akureyringa í ýmsum málum. Frambjóð-
endur til sveitarstjórnarkosninga hafa haldið fram opin-
berlega að það sé erfitt að koma skilaboðum á framfæri
til kjósenda þessa dagana, því fólk „hafi ekki áhuga
á pólitík“ eins og það var orðað á fundi fyrir tveimur
vikum. Með því er sennilega átt við að vegna ruglsins
á alþingi sem ríkisstjórnin ber höfuðábyrgð á, ekki síst
eftir þingsályktunartillöguna sem boða átti slit við ESB,
sé fólk svo reitt að allir séu komnir með upp í kok af
pólitík og fyrir það gjaldi umræða í héraði.
Þetta þýðir ekki að fólk sé ekki pólitískt með ein-
hverjum hætti. Sá sem hefur skoðun á umhverfi sínu og
telur eina leið betri en aðra til að breyta því umhverfi
til hins betra er pólitískur. En sennilega er fólk þreytt
á flokkapólitík. Ein ástæða þess gæti verið að Ísland er
búið að prufa ýmsar kraftaverkamixtúrur í pólitík frá
hruni. Fyrst töldum við mikilvægt að koma frá hrun-
flokkunum. Síðan sáum við að inngróin ósamstaða vinstri
manna klauf möguleika til umbóta, sérstaklega inn-
an VG. Fruntalega var líka farið af stað í leiðangurinn
um ESB og svik á loforðum Steingríms J. Sigfússonar
gleymast ekki. Svo var kosið til sveitarstjórna ári síðar
og Jón Gnarr kom, sá og sigraði í suðri en Oddur Helgi
Halldórsson og félagar hér í hinu bjarta norðri. Báðir
verða senn úr leik en fólk þráði breytingar og fékk þær.
En breyting breytinganna vegna er ekki málið. Að breyta
hugarfari heillar þjóðar tekur lengri tíma en örfá ár.
Niðurstaða bæjarkönnunarinnar sem fyrr er vísað til
er að Akureyringar sem og aðrir Íslendingar vilji nálg-
ast stjórnmál upp á nýtt og bæði innanfrá og utan frá.
Gömlu valdaflokkarnir á Akureyri, Framsóknarflokkur
og Sjálfstæðisflokkur, eru hrunin stórveldi, einkum á
það við um framsókn hér í bæ og Reykjavík samkvæmt
könnunum. Bæjarbúar vilja alls ekki pólitískan bæjar-
stjóra samkvæmt könnuninni sem kynnt er í blaðinu í dag
og það eru vondar fréttir fyrir þá oddvita stjórnmálaafla
hér í bæ sem hafa lýst áhuga á bæjarstjórastólnum. E.t.v.
er könnunin sérlega vond tíðindi fyrir odvita sjálfstæð-
ismanna sem leynt og ljóst hefur róið að því að verða
bæjarstjóri. Bæjarbúar virðast ekki sammála honum.
Sá tími virðist liðinn að fólk treysti beinum handhöfum
gömlu valdaflokkanna til að stýra bæjarfélagi sem kann
að tengjast því að fylgi við ríkisstjórnina er lítið. Sú gjörð
L-listans að brjóta upp fyrra kerfi og ráða ópólitískan
bæjarstjóra fyrir þetta kjörtímabil tókst vel, hvað sem
öðru viðvíkur. Þá er það glæsileg mæling fyrir Eirík Björn
Björgvinsson persónulega hve mikils trausts hann nýtur
og verður erfitt að líta fram hjá því í vor ef raunverulegt
lýðræði á að stunda í þessum bæ.
Langt er þó enn í kosningar og margt getur gerst. En
Íslendingar standa á kossgötum. Vonandi munu sigur-
vegarar kosninganna í maí, hverjir sem þeir verða, átta
sig á því að nú þarf að horfa fram. Úldin fortíð og umrót
líðandi stundar er lærdómur til framtíðar.
Með ritstjórakveðju
Björn Þorláksson