Akureyri


Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 13

Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 13
10. apríl 2014 14. tölublað 4. árgangur 13 Landeigendur byrji á öfugum enda Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti eftirfarandi bókun á fundi sveitarstjórnar Skútustaða- hrepps 4. apríl. Sl.: „Gjaldtaka á ferðamannastöðum Sveitarstjórn Skútustaðahrepps tekur undir ályktanir Mývatnsstofu frá 31. mars og Markaðsstofu Norð- urlands frá 2. apríl. þar sem líst [svo] er yfir áhyggjum af fyrirhugaðri, ótímabærri gjaldtöku á ferðamanna- stöðum í Skútustaðhreppi. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps harmar að Landeigendur Reykja- hlíðar hyggist rukka aðgangseyri af gestum sveitarinnar án þess að aukin uppbygging hafi átt sér stað eða þjónusta veitt. Það að einstök náttúrusvæði verði lokuð almenn- ingi á háannatíma án greiðslu, eftir áratuga athugasemdalausa notkun, er ekki ásættanlegt fyrirkomulag og mun skaða ímynd sveitarfélagsins til framtíðar. Sjálfsagt er að Landeigendur Reykjahlíðar setji upp ferðaþjónustu og taki þóknun fyrir veitta þjónustu, þegar lagt hefur verið í uppbyggingu á svæðinu og þjónustan veitt. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hvetur Landeigendur Reykjahlíðar til að fresta fyrirhugaðri gjaldtöku við Dettifoss, Hveri og Leirhnjúk þar sem verið er að vinna að lausn þessara mála á landsvísu.“ Með bókuninni er gefið í skyn að landeigendur byrji á öfugum enda að mati sveitarstjórnar, rukki fyrst en segist svo ætla að byggja upp. Ak- ureyri vikublað hefur undir höndum fyrrnefndar umsagnir annarra að- ila sem vitnað er til. Markaðsstofa Norðurlands (MN) lýsir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðra að- gerða landeigenda í Reykjahlíð í Mý- vatnssveit. Landeigendur hafi birt drög að vefsíðu þar sem auglýstur sé til sölu passi sem gildi á þrjú svæði, Dettifoss, Hveri og Leirhnjúk-Kröflu. Innifalið í þessu svokallaða náttúru- gjaldi sé skoðun á Víti. Gjaldtakan sögð vera til þess „að byggja upp veglegar þjónustumiðstöðvar með salernum, veitingaraðstöðu o.fl. og að auki verður allt öryggi ferða- manna bætt til muna. Lagðir verði margir kílómetrar af göngustígum, bæði úr malbiki og trjáviði. Útsýnis- pallar/útskot verði settir upp á ýms- um stöðum við náttúruperlurnar. EKKI Í TAKT VIÐ GESTRISNI „Óhætt er að segja að ferðaþjónusta á Norðurlandi sé uggandi yfir þeirri þróun sem nú blasir við en gjaldtaka sú sem landeigendur í Reykjahlíð boða er ekki í takt við þá gestrisni sem ferðaþjónustan á Norðurlandi leggur sig fram um að sýna,“ segir í umsögn MN. „Mikilvægt er að nú þegar verði skoðað hvort og hvernig megi koma í veg fyrir að aðgengi að landinu verði heft með þessum hætti, og íslenskum sem og erlendum ferðamönnum gert ókleift að ferðast um landið nema með takmörkuðu aðgengi ef þessi þróun heldur áfram.“ Stjórn Markaðsstofu Norð- urlands hvetur stjórnvöld til að bregðast við „yfirvofandi hættu á óafturkræfum náttúruspjöllum“ sem steðja að fjölförnum ferðmannastöð- um með fjölgun ferðamanna og hefur í vetur unnið náið með stjórnvöld- um að útfærslu á náttúrupassa fyr- ir ferðamenn. Með þeirri útfærslu yrði til öflugur sjóður sem nýttur yrði til uppbyggingar og verndunar ferðamannastaða um land allt og því ekki þörf á því að gjaldtaka verði sett upp hér og þar um landið. Telur Markaðsstofa Norðurlands tillögur þessar sanngjarnar auk þess sem þær koma í veg fyrir að ferðamenn hvort sem eru innlendir eða erlendir þurfi stöðugt að taka upp veskið á leið sinni um landið til að greiða fyrir aðgang að náttúruperlum. EKKI GEÐÞÓTTAGJALDTÖKU „Sjálfsagt mál er að landeigendur sem og aðrir ákveði að setja upp ferðaþjónustu og taki þóknun fyr- ir veitta þjónustu, þegar lagt hefur verið í fjárfestingu á svæðinu og þjónustan byggð upp. Þannig geta þeir haft arð af eign sinni án þess að taka greiðslur aðeins fyrir eðlilegan aðgang að sérstæðum náttúruperl- um. Óskipulögð gjaldtaka eins og nú er boðuð skaðar orðspor Íslands erlendis og er úr takti við þá ímynd sem ferðaþjónustuaðilar hafa lagt mikla vinnu í að kynna. Ferðaþjónustan hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að hafa góðan fyrirvara og aðdraganda að allri gjaldtöku við náttúruperlur. Þessar vikurnar er verið að skýra óvissu um lögmæti slíkrar innheimtu og því fráleitt annað en að bíða með þessi áform að minnsta kosti meðan beðið er niðurstöðu. Ferðaþjónustu- aðilar hafa þegar undirbúið það að sniðganga þau svæði þar sem nú á að hefta aðgengi og stuttur fyrirvari skaðar fyrirtæki sem þegar hafa selt sínar ferðir í sumar enda hefur ekki verið haft samráð við ferðaskipu- leggjendur varðandi sölu á aðgöngu- miðum. Þessi þróun mun hafa slæm áhrif á ferðaþjónustuna í heild sinni. Markaðsstofa Norðurlands hvet- ur til samstöðu um uppbyggingu á náttúrupassa í takt við þær tillög- ur sem fram hafa komið hjá ráð- herra ferðamála. Nauðsynlegt er að standa saman um þá leið sem byggir á áframhaldandi opnu aðgengi að náttúruperlum og sjálfbærri upp- byggingu á ferðamannastöðum.“ ÞUNGAR ÁHYGGJUR Við svipaðan tón kveður í ályktun stjórnar Mývatnsstofu vegna fyrir- hugaðrar gjaldtöku Landeigendafé- lags Reykjahlíðar á vinsælum ferða- mannastöðum: „Stjórn Mývatnsstofu lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirhug- aðri gjaldtöku Landeigendafélags Reykjahlíðar á vinsælum ferða- mannastöðum í Mývatnssveit. Ljóst er að mikil óánægja er með gjaldtöku sem þessa og alls ekki einhugur um hana í sveitarfélaginu. Lengi hefur legið fyrir að fjár- muni vantar til uppbyggingar og viðhalds á ferðamannastöðum en sú leið sem Landeigendafélag Reykja- hlíðar hefur kosið að fara er ekki til þess fallin að leysa þann vanda. Ferðaþjónusta hefur um árabil verið burðarás í atvinnulífi Mývatns- sveitar en leiða má að því líkum að framkvæmd sem þessi muni hafa neikvæð áhrif á sveitarfélagið í bráð og lengd. Stjórn Mývatnsstofu skorar á sveitarstjórn Skútustaðarhrepps að beita sér fyrir því að gjaldtöku landeigenda verði frestað á meðan fundin er framtíðarlausn, sem verði sveitarfélaginu sem og landinu öllu til framdráttar. Stjórn Mývatnsstofu lýsir jafnframt yfir vilja til að leggja hönd á plóg við þá vinnu.“ SVEITARSTJÓRI LANDEIGANDI Sveitarstjóri Mývetninga, Guðrún María Valgeirsdóttir, er jafnframt 25% eigandi í Reykjahlíð og situr í stjórn einkahlutafélags landeigenda. Hún vék sæti við afgreiðslu sveit- arstjórnar. FRÉTTASKÝRING Björn Þorláksson EDWARD H. HUIJBENS AÐSEND GREIN EDWARD H. HUIJBENS Vald yfir velferð Árið 2007 kom fram í stjórnar- sáttmála Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks að stefna bæri að „fjölbreyttari rekstrarformum“ í heilbrigðisþjónustu. Þessi stefna gengur nú aftur, ekki síst í áherslum Bjartrar framtíðar fyrir síðustu þingkosningar. Þessar hugmyndir varða okkur Akureyringa miklu þar sem bæði Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsugæslan eru máttarstoðir velferðar hér og víðar um Norður- land. Hið fyrra er rekið af ríki og síðara af sveitarfé- laginu með framlagi frá ríki. Akur- eyrarbær hefur þurft að borga með heilsugæslunni, þar sem ónóg fram- lög hafa fylgt frá ríkinu og þrengt hefur verið að rekstri Sjúkrahússins frá því löngu fyrir hrun. Með aura- leysi hins opinbera hefur nú verið skapað „svigrúm“ fyrir „fjölbreytt- ari rekstrarform“ eins og sumir póli- tíkusar kjósa nú að kalla einkavæð- ingaráform sín. Þá er rétt að skoða hvað felst í þessum fjölbreytileika. Um er að ræða samninga við einka- aðila um framkvæmd þjónustu und- ir eftirliti hins opinbera. Vissulega er hægt að setja skýran ramma utan um slíka samninga en þegar öllu er á botninn hvolft er um einkaaðila að ræða, sem óhjákvæmilega munu gera kröfu um að rekstur- inn skili hagnaði. Það vita allir að helsti hvati fyrir- tækjareksturs er vonin um hagnað og það er ákaflega erfitt að hugsa sér að einhver vilji taka að sér rekstur fyrir hið opinbera og í ofanálag undir ströngu eftirliti, án þess að vilja nokkuð fyrir sinn snúð. Þannig að ljóst er að allur einka- rekstur mun annað hvort verða okkur dýrari eða við fáum minni þjónustu. Það er þó aðeins einn angi. Í samningum um rekstur velferða- þjónustu mun eðli þjónustunnar og skyldur rekstraraðila verða skil- greind nákvæmlega. Það er hagur rekstraraðilans að geta skilgreint þjónustuna sem nákvæmast, bæði uppá verðlagningu og til að kom- ast hjá ófyrirséðum kostnaði vegna þjónustu sem þá er hægt að semja sérstaklega um við ríkið. Með þessum hætti dregur verulega úr sveigjaleika þjónustunnar, auk þess sem líklegast er að samið verði um þá hluta hennar sem auðveldast er að skilgreina og óvissir þættir verði eftirlátnir hinu opinbera, þ.e. okkur skattgreiðendum . Þá er komið að þriðja hluta af- leiðinga þess að opna á einkarekstur í velferðarþjónustu. Það er að við semjum frá okkur vald yfir áhersl- um og forgangsröðun velferðarþjón- ustunnar. Það leggjum við í hendur lögfræðinga og dómstóla sem munu kíta um efnisatriði og efndir samn- inga, frekar en að ræða stefnu og sjónarmið sem liggja eiga til grund- vallar velferð okkar. Látum ekki glepjast af fagurgala um fjölbreytni. Þegar við framselj- um vald yfir velferð gerist það með samningum sem binda hendur okkar um langa tíð og fellir umræðu um velferð í skotgrafir lagaklækja og málaferla um efndir og inntak samn- inga. Í þeirri umræðu verða íbúar og kjörnir fulltrúar þeirra ekki þátttak- endur og aðeins þeir sem hafa mesta möguleika á lögfræðiþjónustu, fá bestu þjónustuna. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG Akureyri fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar FRÁ HVERARÖND ÞAR sem Reykhlíðungar hyggjast standa að stórfelldri gjaldtöku ferðamanna. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.