Akureyri


Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 21

Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 21
10. apríl 2014 14. tölublað 4. árgangur 21 AÐSEND GREIN DAGUR FANNAR DAGSSON Heilsugæsla á krossgötum Heilbrigðisþjónusta er eitt mik- ilvægasta viðfangsefni stjórnmál- anna. Er stundum sagt að skipulag málaflokksins beri stjórnvöldum á hverjum tíma best vitni en víst er að flestir vilja standa sig á því sviði þótt áherslur kunni að vera ólíkar. Heilbrigðiskerfið er að mestu á forræði alþingis og ríkis- stjórnar en á því eru undan- tekningar. Allt frá árinu 1997 hefur Akureyrarbær rekið Heilsugæslustöðina á Akureyri (HAK), fyrst sem reynslusveitarfélag en síð- ustu ár samkvæmt þjónustu- samningi. Snertifletir heilbrigðis- þjónustu og félagsþjónustu, sem er á forræði sveitarfélaga, eru margir og því hefur margt unnist við að hafa skipulag og framkvæmd þessara málaflokka á sömu hendi. Nefna má samstarf heimaþjónustu og heimahjúkrunar, sérstakan sam- ráðsvettvang heilsugæslu og fjöl- skyldudeildar og innleiðingu PMT (Parent Management Training) sem er ætlað að fyrirbyggja alvarlega hegðunarerfiðleika barna. Skipulagsbreytingum er oft fyrst og fremst ætlað að spara peninga og vissulega var það mark- miðið að baki yfirfærslunni á rekstri HAK. Það var hins vegar ekki eina markmið- ið því ætlunin var líka að bæta þjónustuna við bæj- arbúa. Hvort tveggja hefur gengið eftir og eru þeir sem til þekkja sammála um að reynslan af þessu fyrir- komulagi sé almennt góð, þótt gera megi enn betur. Í ljósi hinnar góðu reynslu er sérkennilegt að þurfa að upplýsa að nú eru blikur á lofti. Í sex ár hef- ur ríkisvaldið hagað fjárframlögum til starfsemi HAK þannig að halli hefur verið á rekstrinum upp á 25- 30 milljónir króna ár hvert, samtals um 160 milljónir króna. Þann halla hafa Akureyringar borið. Er þar ekki öll sagan sögð því útreikningar bæjarins sýna að heilsugæsla á Ak- ureyri situr ekki við sama borð og heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu. Til að svo megi verða þarf ríkið að hækka framlagið um 85 milljónir króna á ári. Þess ber að geta að helstu kostn- aðarliðir HAK eru laun starfsmanna, húsaleiga til ríkisins og aðkeyptar rannsóknir hjá Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Þáverandi ríkisstjórn fór á árinu 2013 af stað með jafnlaunaátak sem náði ekki til HAK. Af þeim sökum situr margt starfsfólk HAK ekki við sama borð og kollegar þeirra um landið allt. Nauðsynlegt er að rétta þann launamun af og fjölga um leið heimilislæknum því fimm til sex þúsund Akureyringar hafa ekki fastan heimilislækni. Undanfarið hafa átt sér stað þreifingar milli Akureyrarbæjar og velferðarráðuneytisins um lausn vandans og framtíð rekstursins. Ráðuneytið hefur samþykkt að hækka framlögin um sem nemur hallanum en, eins og áður sagði, er það ekki nóg. Tilboðið er því ekki ásættanlegt. Ég tel ótvírætt að þetta verkefni, sem hófst sem tilraun fyrir tæpum tveimur áratugum, hafi fyrir löngu sannað ágæti sitt. Auk áðurnefndra kosta vegna þjónustuþáttanna hef- ur orðið til þekking og reynsla sem önnur sveitarfélög horfa til. Sorglegt væri að sjá þetta fara til spillis. Um langt árabil hefur verið uppi pólitísk krafa um sparnað í heilbrigðiskerfinu. Ég hef þá trú að mest hagræðing náist með því að efla heilsugæsluna. Öflug heilsugæsla skilar sér margfalt til samfélagsins, t.d. í formi færri og styttri innlagna á sjúkrahús og minni þörf fyrir sér- fræðiþjónustu. Framtíð heilsugæslunnar á Akur- eyri kann að ráðast á næstunni. Fé- lagsmálaráð Akureyrar er eindregið þeirrar skoðunar að bærinn eigi að sinna rekstrinum áfram enda sýnir reynslan að það er bæjarbúum í hag. Það er einlæg trú mín að heilbrigðis- ráðherra sé sama sinnis en verkefn- inu var ýtt úr vör í bæjarstjóratíð hans á Akureyri. Ég skora á ráðherra, ríkisstjórn og alþingismenn að taka höndum saman og tryggja að það góða starf sem unnið hefur verið á Heilsugæsl- unni á Akureyri geti haldið áfram, eflst og dafnað. Höfundur er formaður Félagsmálaráðs Akureyrar AÐSEND GREIN LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR Frumvarp um lögbindingu lágmarkslauna Ég er fyrsti flutningsmaður frum- varps um lögbindingu lágmarks- launa sem lagt var fram á Alþingi á dögunum. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður VG og Birgitta Jóns- dóttir alþingismaður Pírata eru með- flutningsmenn þingmálsins. Verði frumvarpið að lög- um mun upphæð lægstu launa verða bundin í lög- um og fylgir þróun neyslu- og framfærslukostnaðar í landinu með tengingu við neysluviðmið velferðarráðu- neytisins, en þau byggjast á mælingum á neyslu Ís- lendinga og ráðstöfun fjár til helstu útgjaldaflokka einstaklinga og heimila. Sá eiginleiki neysluvið- miðs, að sýna raunveruleg útgjöld vegna framfærslu, er vel til þess fall- inn að mæla breytingar á framfær- slukostnaði í landinu. Tengsl milli neysluviðmiðs og lægstu launa ættu því að tryggja að lágmarkslaunin fylgi verðlagsþróun. Vinnumálastofnun er ætlað að hafa eftirlit með því að lögunum sé framfylgt og fær í þeim tilgangi aðgang að launaútreikningum at- vinnurekenda. Margt hefur verkalýðshreyfingin vel gert en umbóta er þó þörf Enda þótt verkalýðshreyfingin hafi gert margt vel á undanförnum árum verður ekki fram hjá því litið að lægstu laun sem heimilt er að greiða hér á landi eru allt of lág og í raun alls ekki sæmandi í okkar þjóðfélagi sem telst vel efnum búið á heimsvísu. Frumvarp okk- ar þremenninganna miðar vissulega að því að hækka lægstu launin og tryggja þau en því er alls ekki stefnt gegn hlutverki verkalýðsfé- laga sem munu hér eftir sem hingað til gegna meginhlutverki í baráttunni fyrir bættum haga al- mennings og vera helsti málsvari launafólks í samskiptum þess við atvinnurekendur. Frumvarpi um lögbindingu lág- markslauna er ekki ætlað að fara fram með yfirboð, heldur taka mið af raunsæjum grunni og ráðstöfunun- um er ætlað að falla að því félagslega stuðningskerfi sem hér er í landi svo sem vaxtabótum, húsaleigubótum, barnabótum og þrepaskiptu skatt- kerfi. Viðhorf til hækkunar lægstu launa og launajöfnuðar Ósjaldan heyrast háværar raddir gegn hækkunum lægstu launa frá atvinnulífinu einnig frá ríkinu og nú síðast frá Seðlabanka Íslands þegar launafólk á almenna vinnumark- aðnum gerði kröfu til sérstakrar hækkunar á lægstu laun. Láglauna- fólki virðist öllum öðrum fremur ætlað að bera ábyrgð á verðbólgu/ þenslu og annari efnahagslegri óáran of því heyrist einatt hljóð úr horni ef krafist er hærri launa þeim til handa. Samanburður launa innan laun- þegahreyfingarinnar hefur verið ákveðinn dragbítur á verulega hækkun lægstu launa. Nauðsynlegt er að horfast í augu við það. Þrátt fyrir það að hlutfall Ís- lendinga undir lágtekjumörkum sé verulega lægra en innan ESB þá er enn mikið verk að vinna hjá aðilum vinnumarkaðarins við að ná launum upp miðað við raunframfærslu fólks, þar sem allir þættir eru teknir inn í myndina þó án neinna lúxusviðmiða. Vinnumarkaðurinn glímir enn við mikinn kynbundinn launamun og benda má á bág kjör t.d. erlends verkafólks, umönnunarstétta og al- menns verkafólks í landinu. Verka- konur voru t.d. með lægstu laun fullvinnandi launamanna hér á landi árið 2012. Lögbundin lágmarkslaun gætu stuðlað að breytingum á þessu. Lágmarkslaun gegn félagslegum undirboðum Þeim fullyrðingum hefur verið haldið á lofti að lögbinding lág- markslauna veiktu verkalýðshreyf- inguna og að þeirra væri ekki þörf þar sem sterk verkalýðshreyfing starfar. Ég tel þessa staðhæfingu vera barns síns tíma og veruleikinn er sá að í 21 ríki af 28 ríkjum ESB eru lögbundin lágmarkslaun og í Þýskalandi sem er fjölmennasta ríki ESB er stefnt að lögbindingu lág- markslauna 1. janúar 2015. Vinstri menn settu þá kröfu fram og börð- ust fyrir henni. Helsta ástæða þess að lögbinding lágmarkslauna þykir nauðsynleg eru svonefnd félagsleg undirboð sem fylgja flutningum vinnandi fólks milli ólíkra hagsvæða. Fólk sem býr við lág laun í heima- landi sínu er líklegt til að sætta sig við rýrari kjör en almennt eru í boði á efnaðri svæðum og verður þetta til þess að lækka lægstu launin. Ýmsar vísbendingar eru um að hér á landi sé einmitt sótt hart að lægri enda launaskalans. Í Kanada og í Bandaríkjunum eru lögbundin lágmarkslaun og enn fremur í fjölda annara ríkja sem telj- ast hafa þróað efnahagskerfi og hefur útbreiðslan aukist frá síðustu alda- mótum og ein skýringin á því er talin vera vaxandi undirboð á vinnumark- aði í kjölfar aukins flæðis vinnuafls á milli ríkja. Þróun undanfarinna ára og ára- tuga sýnir að þörfin fyrir lögbindingu lágmarkslauna er vissulega til staðar í nútímasamfélagi. Lögbindingunni er ekki ætlað að veikja kjarabarátt- una heldur þvert á móti að bregðast við aðkallandi vandamáli og verða hvatning til þess að ná fram betri árangri til handa launafólki. Samfélagið ber ábyrgð á því fólki sem býr við lökust kjörin og því er það líka á ábyrgð löggjafans ekki síður en aðila vinnumarkaðarins að fólki séu tryggð mannsæmandi kjör. Höfundur er alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi. DAGUR FANNAR DAGSSON LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR HEILSUGÆSLA Á AKUREYRI situr ekki við sama borð og heilsugæsla á höfuðborgar- svæðinu að sögn formanns Félagsmála- ráðs Akureyrar

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.