Akureyri


Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 10

Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 10
10 14. tölublað 4. árgangur 10. apríl 2014 Kjölur samdi Kjölur, um 1000 félagsmenn á Ak- ureyri og í nágrenni, hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn gildir frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015 og byggir að hluta til á þeim samningum sem þegar hafa verið undirritaðar af BSRB félögum að undanförnu Helstu atriði samningsins eru: Að laun hækki um 2,8% eða að lágmarki 8000. kr. fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Á launum sem eru lægri en 230.000 kr. á mánuði komi sérstök hækkun til viðbótar að upphæð 1.750 kr. Við samþykkt samningsins greiðist 14.600 kr. eingreiðsla mið- að við fullt starf í febrúar 2014 en hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall í sama mánuði þar sem það á við. Eingreiðsla 20.000 kr. miðað við þá sem eru í fullu starfi í febrúar 2015 greiðist þann 1. apríl 2015 en hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall í sama mánuði. Persónuuppbót verður á samn- ingstímanum 73.600 kr. Orlofsupp- bót verður á samningstímanum 39.500 kr. Í samningnum er auk þess að finna leiðréttingar er snúa að vaktavinnufólki Nýr kafli um fræðslumál kveðjur á um uppsöfnun námsfría Samningurinn mun gilda frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015. a Barnauppeldi í Hofi Félagarnir í Mið-Íslandi hafa fest sig í sessi sem vinsælustu uppistandarar Íslands. Nú leggja þeir land undir fót og heimsækja Menningarhúsið Hof með nýjustu sýningu sína sem slegið hefur í gegn í Þjóðleikhúskjallaran- um í vetur. Umfjöllunarefnin á þessari tveggja klukkustunda löngu sýningu eru fjölbreytt: fjallað er um ást Ís- lendinga á sjálfum sér, barnaupp- eldi, misskilning í fjölskylduboðum, mataræði, fyrirmyndir og margt fleira. Það eru þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Jóhann Alfreð ásamt Þorsteini Guðmundssyni sem munu kitla hláturtaugar Norð- lendinga á laugardaginn af sinni alkunnu snilld. Þeir félagar hafa komið fram undir merkjum Mið-Íslands í rúm fimm ár en hópurinn byrjaði á Prik- inu í miðborg Reykjavíkur, færði sig svo í Þjóðleikhúskjallarann og það- an á stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu. Heimsókn í Menningarhúsið Hof er orðin fastur liður í sýningaráætl- unum hópsins og eiga þeir tryggan áhorfendahóp hér fyrir norðan, sam- kvæmt tilkynningu frá Menningar- húsinu Hofi. a Sjálfstæðismenn taka út snjómoksturinn Næstu daga og vikur munu fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Ak- ureyri ganga um öll hverfi á Akureyri. Tilgangurinn með göngunum er að gefa íbúum bæjarins tækifæri á að hitta frambjóðendur og koma með ábendingar um það sem betur má fara í hverju hverfi fyrir sig, hvort sem um er að ræða snjómokstur, leiksvæði, gönguleiðir eða annað, að sögn Stefáns Friðriks Stefánssonar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Allir eru velkomnir með okkur að ganga um hverfin,“ segir Gunn- ar Gíslason, oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. „Okkur langar að hitta íbúana og heyra hvað þeir hafa að segja,“ segir Gunnar. Gangan um bæinn hófst sl. mánudag og hefjast göngurnar að jafnaði kl. 17:00. a LISTI SJÁLFSTÆÐISMANNA Á DALVÍK Búið er að ákveða röð efstu manna á Á aðalfundi D-lista Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra. Þessi skipa fimm efstu sætin: 1. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri 2. Valdemar Þór Viðarsson, ökukennari/gullsmiður 3. Lilja Björk Ólafsdóttir, mannauðsstjóri/forvarnaráðgjafi 4. Haukur Arnar Gunnarsson, vélstjóri 5. Silja Pálsdóttir, B.A. sálfræði/bókari LISTI FRAMSÓKNAR Á AKUREYRI Framsóknarmenn á Akureyri hafa samþykkt lista fyrir sveitarstjórnarkosn- ingar í vor. Fimm efstu sætin skipa: 1. Guðmundur B. Guðmundsson Bæjarfulltrúi 2. Ingibjörg Isaksen Forstöðumaður 3. Siguróli Magni Sigurðsson Nemi 4. Elvar Smári Sævarsson Kennari 5. Halldóra Hauksdóttir Héraðsdómslögmaður

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.