Akureyri


Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 20

Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 20
20 14. tölublað 4. árgangur 10. apríl 2014 AÐSEND GREIN UNNAR JÓNSSON Áhrif félagsmanna á stefnu og stjórn KEA Á aðalfundi KEA fyrir nærri ári síðan voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins. Sumar breytinganna voru þarfar og tíma- bærar, t.d. að breyta ákvæðum um mörk félagssvæðisins til samræmis við breytt mörk sveitarfélaga, en aðr- ar voru ekki til bóta og takmarka möguleika félagsmanna til að hafa áhrif á stefnu og stjórn KEA. Fyrir utan efnisatriði breyting- anna á aðalfundi KEA á síðasta ári var einnig mjög aðfinnsluvert hvernig staðið var að kynningu á tillögunum fyrir aðalfundinn. Þær voru vissulega kynntar á deildara- fundum, en þá sækja mjög fáir. Þá var breytingatillögunum ekki dreift meðal fundarmanna, heldur farið yfir þær á skjávarpa. Tillögurnar voru ekki aðgengilegar félagsmönn- um fyrir aðalfund, heldur voru einungis kynntar fulltrúum á aðal- fundi með fundargögnum. Flestir félagsmenn sem ekki voru fulltrúar á aðalfundi voru því að sjá tillögurnar í fyrsta skipti á aðalfundinum. Ekki þótti ástæða til að kynna breytingar á heimasíðu félagsins eða með öðr- um hætti reyna að ná til sem flestra félagsmanna og fá þannig fram um- ræður um tillögurnar. Undirritaður var einn fárra sem talaði fyrir því að breytingarna- tillögurnar yrðu ekki samþykktar óbreyttar. Þar skiptu mestu máli breytingar á tveimur greinum. 16. grein þar sem kveðið er á um að til að breyta samþykktum KEA þurfi að kynna tillögurnar í öllum deild- um félagsins. Þetta ákvæði gerir það ómögulegt fyrir einstakan fé- lagsmann að leggja til breytingar á samþykktum, nema sá hinn sami sé annað hvort í stjórn eða varastjórn KEA, því þeir einir hafa málfrelsi og tillögurétt á öllum deildarfundum. Hin breytingin, á 28. grein, sem ég tel að skipti einnig miklu máli er sú að nú eru stjórnarmenn kjörnir til þriggja ára í senn. Eitt ár eru kjörnir 3 stjórnarmenn og 2 hvort ár næstu tvö ár á eftir. Þetta ákvæði gerir það að verkum að félagsmenn í KEA geta aldrei skipt um meirihluta í stjórn. Það er því alveg sama hvað stjórn- in gerir af sér eða hversu litlu hún áorkar í störfum sínum, hún mun alltaf sitja eftir í meirihluta að af- loknum aðalfundi KEA! Báðar þessar breytingar tel ég hafa verið mikla afturför og til þess fallnar að minnka lýðræðið í fé- laginu og takmarka mjög möguleika félagsmanna KEA til að hafa áhrif á stefnu og stjórn félagsins. Þau rök sem voru færð fyrir nauðsyn breytinganna um að hætta væri á að félagið yrði fyrir einhvers kon- ar óvinveittri yfirtöku tel ég ekki sterk. En þó svo að sú hætta væri fyrir hendi er mjög auðvelt að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja hana með breytingum á samþykktum, sem ekki koma niður á lýðræði í KEA. Þessar breytingar gera lítið annað en að færa mjög aukin völd til stjórnar frá félagsmönnum. Undirritaður fékk til liðs við sig félaga í öllum deildum KEA til að kynna breytingar sem vinda ofan af þessu og auka aftur möguleika fé- lagsmanna til að hafa áhrif. Tillagan verður send til skrifstofu KEA innan tiltekins tveggja vikna frests fyrir aðalfund, með ósk um að hún verði birt á heimasíðu félagsins, þannig að allir félagsmenn geti kynnt sér hana vel og vandlega. Það er skylda félaga í KEA, sérstaklega þeirra sem gefa kost á sér til að vera aðalfundarfull- trúar, að veita stjórn félagsins að- hald. Það geta þeir nú gert með því að lagfæra helstu annmarka þeirra breytinga sem voru gerðar á aðal- fundinum í fyrra, en einnig með því að kynna sér vel fjárfestingar félags- ins og afkomu. En það er reyndar efni í annan pistil. Höfundur er félagsmaður í KEA Það er því alveg sama hvað stjórnin gerir af sér eða hversu litlu hún áorkar í störfum sínum, hún mun alltaf sitja eftir í meirihluta að aflokn- um aðalfundi KEA! Unnar Jónsson AÐSEND GREIN GUÐLAUG J. S. CARLSDÓTTIR Virðum leikvelli Akureyrarbæjar Í Ránargötu er lítill leikvöllur með ágætis leiktækjum. Þar er reyndar frekar mikið af hundaskít, hunda- eigendur í nágrenninu mega taka það til sín og lagfæra, en það er ekki meginefni þessarar greinar. Heldur sú staðreynd að snjó er sturtað inn á leik- völlinn og eiga börn (og full- orðnir) stundum í erfiðleikum með að komast inn á hann vegna mikilla snjóruðninga við framhlið hans. Í kringum nýja leikvöll- inn í Hafnarstræti, á móti Laxdalshúsi, var í sumar sett lág tré- girðing. Hún er nú mölbrotin vegna snjóruðninga. Snjó hefur í miklum mæli verið sturtað þar inn á leik- völlinn. Við vitum öll að starfsfólk á snjó- ruðningstækjum á oft í erfiðleikum með að losna við snjóinn þegar mikið snjóar t.d. á stuttum tíma. ,,Ekki getum við hent honum upp í loft“ eins og einn starfsmaður orðaði það. En hvað sem gert er við snjóinn; EKKI sturta hon- um inn á leikvelli bæjarins!! Virðum leikvellina sem við sjálf höfum lagt til peninga í að byggja upp, með útsvar- inu okkar!! Leikvellirnir eru notaðir af börnunum okkar, barnabörnum og gestum, ALLT árið!! Það er hægara sagt en gert að fjarlægja þennan snjó og tekur langan tíma fyrir svona þéttan stump að bráðna. Það er orðið talsvert um útlendinga hér á veturna sem hafa t.d. afþreyingu af að ganga um bæ- inn, sérstaklega innbæinn, miðbæ- inn og eyrina. Viljum við að þeir hafi þetta fyrir augunum? Ég fór nýlega á Atvinnu- og ný- sköpunarhelgi Akureyrar í Háskól- anum og sendi hér með kærar þakk- ir til alls þess góða fólks sem þar starfaði. Þar þróaðist sú hugmynd að undirbúa skipulagðar gönguferðir með leiðsögn fyrir útlendinga um Akureyrarbæ, allt árið, sérstaklega á Eyrinni og mér finnst óhugs- andi ganga með ferðamennina um Ránargötu og Hafnarstæti innan við Höfnershús á meðan þessi ósköp eru á leikvöllunum. Eins og Akureyri er gullfallegur bær. Tökum þetta til athugunar og pössum upp á fallega bæinn okkar, ekki bara á sumrin, líka á veturna og líka á leikvöllunum. a FRÁ RÁNARGÖTU. Tekið í byrjun apríl. Bak við snjóruðningana leynist leikvöllur. Hvenær verður þessi snjór farinn? FRÁ HAFNARSTRÆTI. Tekið í byrjun apríl. Hvað kostar að lagfæra þetta? GUÐLAUG J. S. CARLSDÓTTIR

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.