Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 12
12 14. tölublað 4. árgangur 10. apríl 2014
AÐSEND GREIN GUÐMUNDUR ÁRMANN
Endurreisn Gilfélagsins
„Væri ekki stórkostlegt að glæða
Grófargilið nýju lífi, mála og gera
við húsin, jafnvel byggja ofan á
þau. Breikka mætti gangstéttarn-
ar, hafa aðeins einstefnu niður gil-
ið, enn betra væri að framlengja
göngugötuna upp gilið að Eyrar-
landsvegi, planta trjám og setja niður
bekki og jafnvel borð og selja kaffi
og kleinur.“
Svona hófst grein sem skrifuð var
fyrir nákvæmlega tuttugu og fjórum
árum eða 30. apríl 1990. Greinin birt-
ist í málgagni Alþýðubandalagsins á
Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar sem þá voru haldnar. Um
þetta leyti hafði starfsemi Kaup-
félags Eyfirðinga að mestu flust úr
gilinu og húsin stóðu tóm.
Siðan þá hefur margt gerst og
Listagilið orðið að veruleika – en
ennþá er þó margt ógert.
Nú mætti endurtaka þetta og
segja: Væri ekki stórkostlegt að klára
hugmyndina um Listagilið? Bæta
umhverfisþætti og gera götumyndina
elskulegri fyrir fólk? Breikka mætti
gangstéttar, setja niður borð og
bekki, hafa einstefnuakstur niður
gilið og laga ýmsar illa útfærðar
viðbyggingar. Fegra og skapa pláss
fyrir gangandi fólk sem vill hittast
og spjalla, njóta menningar og veð-
urblíðu. Svo mætti bæta við frómri
ósk um að klára nú hugmyndina
að Listasafninu, svo það geti sinnt
safnahlutverkinu. Það mætti einnig
hugsa sér að safnið skapaði sér ein-
hverja sérstöðu svo sem með söfnun
teikninga og grafíkur.
Afleit hugmynd að selja Deiglu
Í þessu samhengi er sú hugmynd
að selja Deigluna auðvitað afleit. Í
staðinn fyrir að selja hluta af gil-
inu, Deigluna, gestavinnustofuna
og plássið þar sem Norræna upp-
lýsingaskrifstofan er til húsa, ætti
frekar að gera Deigluna aftur að
þeim fjölnotasal sem hún var, þar
sem grasrótarstarf listgreinanna
hefði vettvang. Þá mætti hugsa sér
að rífa viðbyggingu við Listasafnið,
milli Myndlistaskólans og safnsins,
og gera það svæði að samkomustað
fyrir bæjarbúa sem vilja njóta veð-
urblíðunnar á Akureyri. Í gilinu er
nefnilega skjól fyrir sunnan og norð-
an beljanda sem setur oft svip á veðr-
ið og mannlífið hér í bæ. Þannig má
láta hugann reika um allt það sem
má fegra og bæta en mikilvægasti
liðurinn í þessu öllu er endurreisn
Gilfélagsins sem á að vera drifkraft-
ur Listagilsins.
Nýtt Gilfélag ætti að vera
opið menningarfélag þar sem all-
ir áhugasamir um áframhaldandi
uppbyggingu í gilinu væru þátttak-
endur. Hlutverk Gilfélagsins væri að
hefja að nýju farsælt samstarf milli
allra aðila í gilinu og bæjaryfirvalda
um þetta brýna verkefni sem yrði
sannarlega til hagsbóta fyrir alla
bæjarbúa.
Endurreisum Gilfélagið – bláum
nýju lífi í Grófargil!
Guðmundur
Ármann
Í gilinu er nefnilega skjól fyrir
sunnan og norðan beljanda
sem setur oft svip á veðrið og
mannlífið hér í bæ.