Akureyri


Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 16

Akureyri - 10.04.2014, Blaðsíða 16
16 14. tölublað 4. árgangur 10. apríl 2014 Að nýta tímann Tíminn er merkilegt fyrirbrigði. Uppskrift að góðu lífi gæti falist í að njóta sem best líðandi stundar, gera sem mest úr henni, dvelja í augnablikinu, nota það til að skapa. Sýta ekki liðinn tíma. Óttast ekki ókominn tíma. Nota ekki tímann til að bíða. Um allt þetta fjallar Tumi tímalausi sem þessa dagana er á fjöl- um Hofs á Akureyri. Tumi Tímalausi í álfheimum er nýr söngleikur eftir þau Pétur Guð- jónsson og Jóhönnu Birnudóttur (Jokku), sem unnu söguþráðinn út frá lögum af vísnaplötum Gunnars Þórðarsonar; Út um græna grundu og Einu sinni var. Söngleikurinn fjallar um Tuma, íslenskan sveitapilt sem býr ásamt móður sinni og búálf- inum Bokka á bænum Hlíðarenda- koti. Hann fær ósk sína uppfyllta af vondri álfaseiðkonu einn daginn þegar hann er að smala inni í Fagra- dal og festist í álfheimum. Þá eru góð ráð dýr við að komast aftur heim til mömmu og hittir hann á leið sinni ýmsar kynjaverur sem eru mis hjálp- legar. Þetta er þriðja leikverkið sem Grímurnar setja upp, en áður hefur leikhópurinn sett upp söngleikinn Berness? Já, takk og franskar á milli og farsann Gúgglaðu það bara, sem bæði voru sett upp í Sjallanum. Dans-og leikstjóri verksins er Ívar Helgason. Hann hannar einnig útlit sýningarinnar; búninga, leikmynd og smink. Friðrik Ómar er tónlist- arstjóri, Heimir Ingimars söngstjóri og Margrét Árnadóttir er kórstjóri. Mikill metnaður felst í að bjóða upp á sýningu sem 60 manns koma að. Fjöldi barna leikur, dansar og syngur í Tuma tímalausa. Í hópnum eru nokkur „karismatröll“. Hér verða sérstaklega nefndir leikararnir sem túlkuðu karakter Tuma á seinni sýn- ingunni sl. sunnudag og Bokka búálf. Eflaust eru önnur eins sjarmatröll líka í barnahóp þeirrar sýningar sem undirritaður sá ekki en til að dreifa álagi á börnin er farin sú leið að hafa tvískipta áhöfn. Með mér voru í för tvö börn, þriggja ára og sex ára. Þeim fannst báðum gaman. Hrollur læddist um hryggsúlur þeirra þegar karakterinn Hrollur með engar hendur og rauð eldaugu birtist á sviðinu. Um hann var rætt mörgum klukkustundum síðar rétt fyrir háttatímann. Að öðru leyti var gleðin við völd í sýningunni en ávallt stutt í ógnina og heimspeki- legar mannbætandi pælingar. Það er nokkur galdur að segja sögu sem kallar á svo margar svið- setningar og örar klippingar. Lausnir eru oft góðar, myndmál í baksviði kemur ágætlega út en lýsing er ekki notuð eins og hefði verið hægt í upp- færslu atvinnuleikhúss. Börnin sem sátu við hlið mér nutu sýningarinnar ágætlega og það var troðfullt hús. Alveg má kalla svona uppfærslu þrekvirki. Aðstandedur fá ekki síst fjöður í hattinn fyrir að gefa heilu samfélagi þann mikla tíma sem farið hefur í æfingar. Þeim tíma er vel var- ið. Gott er að vita til þess að bærinn okkar er uppfullur af skapandi fólki sem hugsar um tíma sinn, hugsar hvernig beri að nýta hann best í því skyni að gera fjölbreytt samfélag enn fjölbreyttara. Takk fyrir mig, Tumi tímalausi! - BÞ AÐSEND GREIN INGIBJÖRG ISAKSEN Treystum innviðina Nú þegar tæpir tveir mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga eru fram- bjóðendur að gera sig klára og móta stefnu sinna framboða. Í undirbún- ingsvinnu okkar Framsóknarfólks hefur okkur orðið tíðrætt um mik- ilvægi fræðslu- og félagsmála og teljum afar mikilvægt að áherslur verðandi bæjarstjórnar liggi þar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað hér á síðasta áratug og brýnt er að komandi áratugur verði nýttur til að treysta innviði samfélagsins. Fræðslumál í forgrunni Yfir 50% af útgjöldum Akureyrar- bæjar fara til fræðslumála og sá niðurskurður sem orðið hefur í kjöl- far efnahagshrunsins hefur að sjálf- sögðu bitnað á fræðslumálum. Mik- ilvægt er að með auknum hagvexti og þar með auknum tekjum bæjarins þá verði þess gætt að auka enn frekar gæði skólaþjónustunnar. Í því sam- bandi viljum við Framsóknarfólk m.a. skoða möguleika á því að auka sálfræðiaðstoð innan skólanna. Vilj- um við þannig veita nemendum og foreldrum betri aðstoð og þá með sérstaka áherslu á þá nemendur sem eru í áhættuhópi vegna brottfalls á síðari stigum skólagöngunnar. Þá viljum við gera átak í heiluseflingu og hreyfingu innan grunnskóla sem lið í að auka vellíðan barna og ung- linga og draga úr sífellt vaxandi hreyfingarleysi. Forvarnir í skólum eru að okkar mati afar mikilvægar og bindum við miklar vonir við þær hugmyndir sem fram hafa komið um samvinnu félagsmiðstöðva og skól- anna í þeim efnum og teljum rétt að fylgja þeim hugmyndum eftir. Hugum að öldruðum Eitt af stóru verkefnum okkar á komandi árum er að takast á við þá þróun sem er að verða í samfélagi okkar með sífellt hækkandi aldri íbúa og verulegri fjölgun þeirra einstaklinga sem náð hafa ellilífeyr- isaldri. Samkvæmt mannfjöldaspá þá má gera ráð fyrir að Akureyr- ingum sem náð hafa 70 ára aldri fjölgi um 500 á næstu 10-15 árum. Við Framsóknarfólk viljum samhliða þessari þróun efla alla þjónustu tengda öldruðum s.s. heimahjúkrun, dagvistun, heilsueflandi heimsókn- ir og afþreyingu fyrir aldraða. Við viljum stuðla að öflugu samstarfi við félag eldri borgara og leita leiða til að byggja upp markvissa heilsuefl- ingu aldraðra. Við teljum rétt að áfram sé unnið með þau markmið bæjarins að stuðla að því að aldraðir geti sem lengst dvalið í eigin húsnæði. Hins vegar mun fjölgun aldraðra á næstu árum kalla á þörf fyrir aukin búsetuúrræði sem bregðast þarf við og teljum rétt að skoða þörf fyrir byggingu nýs hjúkrunarheimilis. Gerum góðan bæ betri Ágæti lesandi, þær áherslur sem ég hef hér rakið verða í stefnuskrá okk- ar Framsóknarfólks í komandi kosn- ingum. Við frambjóðendur höfum á síðustu vikum kynnt okkur rekstur bæjarins og önnur þau mál sem snerta samfélag okkar og munum halda því áfram enn um sinn um leið og við mótum endanlega stefnu okkar fyrir komandi kosningar. Í tengslum við þá vinnu ætlum að efna til opinna funda þar sem við munum kalla eftir hugmyndum bæjarbúa og saman munum við leggja fram framsækna og öfluga stefnuskrá þar sem markmið okkar er það eitt að gera góðan bæ betri. Höfundur skipar 2.sæti Fram- sóknarflokksins í komandi bæjar- stjórnarkosningum á Akureyri. Samkvæmt mannfjöldaspá þá má gera ráð fyrir að Akureyringum sem náð hafa 70 ára aldri fjölgi um 500 á næstu 10-15 árum. INGIBJÖRG ISAKSEN

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.