Akureyri


Akureyri - 29.05.2014, Qupperneq 6

Akureyri - 29.05.2014, Qupperneq 6
6 20. tölublað 4. árgangur 28. maí 2014 Veikleiki að hafa ekki meiri metnað Akureyri vikublað birtir nú lokasvör allra oddvita flokkanna við spurningum sem blaðið sendi forsvarsmönnum stjórnmálaafl- anna. Orð og verk frambjóðenda verða lögð í dóm kjósenda næsta laugardag í kosningum til bæjar- stjórnar. Þar verður barist um 11 stóla, áherslur og völd. Akureyri vikublað óskar kjósendum góðs gengis í leitinni að sannfæringu sinni. Nýtum atkvæðisréttinn! HELSTU SÓKNARFÆRI AKUR- EYRAR OG VEIKLEIKAR? GUÐMUNDUR BALDVIN GUÐ- MUNDSSON ODDVITI FRAMSÓKNAR „ S ó k n a r f æ r i Akureyrar eru að mínu mati mörg. Mikill uppgangur hefur verið í þjónustu við sjávar- útveg bæði innlendan og erlendan og hér hefur skapast mikil sér- þekking sem skapar sóknarfæri. Þá liggja sóknarfæri í Norður- slóðaverkefnum og uppbyggingu á Dysnesi. Í ferðaþjónustu eru mikil sóknarfæri og millilanda- flug frá Akureyri getur stór- breytt möguleikum í greininni. Bættar samgöngur með tilkomu Vaðlaheiðarganga munu gjör- breyta samgöngum sem felur í sér sóknartækifæri, ekki bara fyrir okkur hér á Akureyri heldur norð- austurland allt. Þá felast sóknar- færi í þeim mikla mannauð sem við eigum m.a. í listgreinum og Akureyringar hafa alla burði til að sækja enn frekar fram á því sviði. Veikleikar okkar,og mögulega landsbyggðarinnar allrar, liggja helst í því að sífellt sogast meira af íbúum og atvinnutækifærum á suð- vesturhornið og þannig heldur bilið á milli höfuðborgar og landsbyggð- ar áfram að aukast. Kostnaður við samgöngur hefur líka stóraukist sem hefur áhrif á samkeppnisað- stöðu framleiðslufyrirtækja hér á svæðinu.“ GUNNAR GÍSLASON, ODDVITI SJÁLFSTÆÐ- ISFLOKKSINS „Helstu sóknar- færin felast í auk- inni ferðaþjónustu og uppbyggingu iðnaðar sem byggir á þekkingu, tækni og umhverfisvænni orku. Stóru tækifærin í ferðaþjónustu liggja í uppbyggingu í Hlíðar- fjalli, beinu millilandaflugi og fjölbreyttri afþreyingu. Stóru tækifærin í iðnaði liggja í frekari þróun og útflutningi í tæknigrein- um sem byggja á þjónustu við sjávarútveg og landbúnað. Þá þarf að skapa umhverfi fyrir frekari uppbyggingu til framtíðar í iðnaði á svæðinu við Dysnes. Helstu veikleikarnir liggja í of mikilli nægjusemi og hófsemi Akureyringa. Við þurfum að horfa lengra fram á veginn og móta okkur stefnu til langs tíma sem er hvorutveggja í senn stórhuga en raunhæf. Þetta var gert upp úr síðustu aldamótum og hefur gefið góða raun.“ HLÍN BOLLADÓTTIR, ODDVITI DÖGUNAR „Stærstu tæki- færin felast í tæki- færum til nýsköp- unar og ekki síst í ferðaþjónustu, sem er að verða aðal atvinnu- greinin. Það er mikilvægt að auka gæði ferðaþjónustu og góð leið til þess er að samtvinna hana menn- ingunni. Helstu veikleikar eru að Akur- eyri er hluti af láglaunasvæði og það þarf augljóslega að skoða frá grunni. Það þarf að huga sérstak- lega að skólakerfinu og heilbrigð- iskerfinu.“ LOGI MÁR EINARS- SON, ODDVITI SAM- FYLKINGARINNAR „Helstu sóknar- færin felast í sterk- um innviðum og miklum mannauði. Hér eru mörg öflug fyrirtæki sem hafa og geta stuðlað að vexti ýmis konar virðisaukandi hátæknistarf- semi. Skólar, félags- og öldrunar- þjónusta eru vel mönnuð fagfólki. Reyndar hefur niðurskurður síð- ustu ára bitið svo illa að ekki verð- ur lengur við unað. Við þurfum að skila peningum tilbaka þangað inn nú þegar hagur okkar vænkast. Framboð af íþróttum, menningu og afþreyingu er aðdáunarvert og þar eigum við enn að bæta í. Loks erum við rík af vistvænum orkugjöfum og getum þróað bæinn okkar að aukinni sjálfbærni. Okkar sókn getur m.a. falist í því að laða til okkar nýja íbúa og halda í einstak- linga sem kjósa fjölbreytileika borgarlífsins og rólegheit smábæj- arlífsins, í bæ þar sem vistvænn lífsstíll er raunverulegur valkostur. Helstu veikleikar eru að við teiknum ekki upp nægilega skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn. Hana þurfum við að sameinast um. Í kjölfarið eigum við setja okkur tímasett og mælanleg markmið og vinna af einurð eftir þeim.“ MARGRÉT KRISTÍN HELGADÓTTIR, ODD- VITI BF: „Sóknarfæri Ak- ureyrar eru mörg. Þau felast m.a. í því að búa í eins- konar borgarsamfélagi þar sem þjónustustig er hátt en vegalengdir eru stuttar. Mikil sóknarfæri eru í ferðamennsku á okkar fagra svæði en það hefur að nokkru setið eftir í samanburði við Suðvesturhornið þrátt fyrir að hafa mikið að bjóða. Sóknarfæri felast í að ýta undir nýsköpun í bænum, ýta undir at- vinnustarfsemi í þekkingargrein- um. Einstakt sóknarfæri felst í því að geta byggt upp enn fallegri og öflugri miðbæ án þess að rífa nema örfá hús sem fyrir eru. Það tengist bæði ferðamennsku og upp- byggingu þekkingargreina. Helstu veikleikar eru að hér er of lítið um atvinnutækifæri. Alltof mikið er um það að fólk er að flytj- ast búferlum vegna vinnu. Flutn- ingskerfi raforku hefur eins reynst vera veikleiki fyrir Akureyri og því þarf að breyta. Á Akureyri þyrfti að vera boðið upp á fast millilandaflug og opnunartímar ýmissa þjónustu- fyrirtækja mættu vera lengri og samhæfðari. Að sama skapi mætt- um við hugsa meira fram í tímann þegar við hugum að skipulagsmál- um. En sem betur fer eru styrk- leikar Akureyrar margfalt fleiri en veikleikar!“ MATTHÍAS RÖGN- VALDSSON, ODDVITI L-LISTANS „Akureyri hef- ur alla möguleika að skara framúr á öllum sviðum og á að leggja metnað sinn í að vera leiðandi í öllum þeim þáttum sem snúa að þjónustu við sitt starfs- fólk og bæjarbúa. Við eigum að tryggja framþróun og stuðning við atvinnulíf og nýsköpun. Með því að tryggja öflugt og fjölbreytt at- vinnulíf tryggjum við getu okkar til að bjóða upp á það samfélag sem er stolt okkar allra. Helstu veikleikar Akureyrar eru ónógt fjármagn með málaflokkum sem ríkið og sveitarfélög hafa samn- ing um þar sem að ríkið uppfyllir ekki gerða samninga. Með þessu veikir ríkið okkur í að standa við bakið á okkar fólki með fullnægj- andi hætti. Okkar sjóðir eru notaðir til að borga þjónustu sem á alfarið að vera greidd af ríkinu. Með því skerðum við aðra þjónustuþætti.“ SÓLEY BJÖRK STEF- ÁNSDÓTTIR, ODDVITI VG „Sóknarfæri fel- ast helst í því að nýta sem best þann mannauð sem hér er til staðar. Smæð samfélagsins gerir það að verkum að hér er hægt að framkvæma ýmis nýsköpunar- og tilraunaverkefni en þó erum við nógu stór til að hér er flest þjónusta til staðar, mannlífið fjölbreytt og menntunarstig nokkuð gott. Akur- eyri getur tekið forystu fyrir hönd Norðurlands og í raun landsbyggðar- innar allrar við að berjast fyrir rétti landsbyggðarfólks til þjónustu sam- bærilegri og á höfuðborgarsvæðinu. Helstu veikleikar eru skortur á fjölbreyttum atvinnu- og menntun- artækifærum.“ a Kvennakórinn Embla Vortónleikar 2014 Göngum inn í vorið með tónum meistaranna. Við syngjum verk eftir Schumann, Grieg, Eyþór Stefánsson og Sigfús Einarsson Helga Kvam, píanó Roar Kvam, stjórnandi Hšmrum ’ HoÞ, Þmmtudaginn 29. ma’ kl.17.00 Aðgangur kr. 3.500, kr. 3.000 fyrir eldri borgara, fr’tt fyrir 12 ‡ra og yngri X KOSNINGAR 2014 SKOÐANAKÖNNUN GALLUP Í síðustu viku sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn naut þá mests stuðnings kjósenda en öll fram- boðin sjö mældust með bæjarfulltrúa nema Dögun. Barist verður um þessa 11 stóla fyrir næstu fjögur árin.

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.