Akureyri


Akureyri - 29.05.2014, Síða 11

Akureyri - 29.05.2014, Síða 11
28. maí 2014 20. tölublað 4. árgangur 11 AÐSEND GREIN HJÖRLEIFUR HALLGRÍMS Stefna Bjartrar framtíðar Það eru tíðindi að Björt framtíð á Akureyri er á móti viðhaldi menn- ingarminja og verðmæta eins og kom berlega í ljós þegar þingkona þeirra á alþingi, Akureyringurinn Brynhildur Pétursdóttir, ásakaði forsætisráherra Sigmund Davíð fyrir að úthluta styrkjum til slíkra verkefna að eigin geðþótta. For- sætisráðherra hefði veitt styrki um allt land til hinna ýmsu menn- ingarverðmæta ýmist til viðgerða eða endurbygginga. Þingkonan kvartaði undan því að einhverj- ir framsóknarmenn hefðu fengið þessa styrki til ráðstöfunar í sínum heimabyggðum, en erfitt mun að komast fram hjá þeim, því enn er töluvert til af framsóknarmönnum í landinu. Styrkirnir, sem komu til Akur- eyrar voru annars vegar til að gera upp og viðhalda gamla Apótekinu (Aðalstræti 4) byggt 1859 og hinsvegar til flutnings Gæruhúsinu gamla til Siglufjarðar og uppbyggingu þess fyrir Síldar- minjasafnið þar. Nokkur fleiri ver- kefni fengu styrki hér fyrir norðan svo sem Ungo hús leikfélags Dalvíkur og Kvíabekkshúsið á Húsavík. Allir styrkir hvert,sem þeir fóru um landið voru veittir af forsætisráðherra auðvitað í fullu samráði við Minjastofnun Íslands, Húsfriðunarnefnd og Þjóðminjasafn íslands. Slíkt var nú pukrið. FLUGVÖLLINN ÚR VATNSMÝRINNI Þess má einnig geta að Björt framtíð á Akureyri vill flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni í Reykjavík, þessa lífsnauðsynlegu samgöngu- miðstöð við Akureyri og lands- byggðina. Engar tillögur frekar en í öðrum málum um hvert eigi að flytja flugvöllinn eða hvernig á að afla peninga til að byggja nýjan Flugvöll, því þeir eru ekki til og verða ekki, því það mun kosta tugi milljarða. Það, sem kannski er hvað alvar- legast ef satt reynist, er að kona sú er skipar 2. sæti á lista Bjartrar framtíðar hér á Akureyri er sögð á förum úr bænum og þykir mörg- um þetta ekki mjög heiðarlegt af framboðinu ef satt er og þykir þetta bera keim af að verið sé að villa á sér heimildir. En svo er auðvitað spurning um hvort þetta hafi nokkuð að segja. því ekki hefur orðið vart ennþá við stefnuskrá Bjartar framtíðar á Ak- ureyri og stutt í kosningar. AÐSEND GREIN SIGURLAUG HANNA LEIFSDÓTTIR Eyjafjarðarsveit og Akureyri – sameiginlegir hagsmunir Göngu og hjólastígur milli Hrafna- gils og Akureyrar er eitthvað sem koma skal. Gerð þessa stígs stækk- ar útivistarsvæði beggja þessara byggðalaga mikið og væri frábær leið fyrir fjölskyldufólk á Akureyri til að skreppa hjólandi með börnum sínum t.d.í sund í Hrafnagilslaug, Eyfirðinga til að hjóla í Kjarnaskóg eða í bæinn, hlaupara og hjólreiða- fólk til að iðka sitt sport eða bara fyrir þá sem vilja ganga skemmti- lega leið sér til heilsubótar. Mikið er um að hlaupa og hjóla- fólk á Akureyri noti Eyjafjarðar- veginn til að iðka sína útivist en auðvitað er það alls ekki ásætt- anlegt að fólk þurfi að hlaupa og hjóla á veginum innan um bíla á 90 km. hraða í öllum veðrum og ekki ásættanlegt fyrir þá sem aka veg- inn að eiga á hættu að aka fram á gangandi eða hjólandi fólk í mis- góðu skyggni, enda hafa því miður orðið þar alvarleg slys. Það eru því sterk rök fyrir því að Akureyrarbær taki þátt í þessari framkvæmd þó stígurinn verði nán- ast allur í landi Eyjafjarðarsveitar, hann er sameiginlegt hagsmuna- mál beggja. O-listinn í Eyjafjarðarsveit leggur áherslu á gerð þessa göngu- stígs og vil beita sér fyrir lagningu fyrsta hluta hans frá Hrafnagili í Kristnes á næsta kjörtímabili og tengja þannig þessa tvo byggða- kjarna. Hvernig væri að Akureyr- ingar byrjuðu hinum megin frá og kæmu á móti okkur og flýttu þannig fyrir þessari framkvæmd sem gagnast okkur öllum. Höfundur skipar 1. Sæti O-list- ans í Eyjafjarðarsveit. um aldri og tvö yngstu börnin. Við ræðum um stund að þegar hópur- inn hittist skipti ekki öllu hver er kallaður pabbi eða afi, fólk sé bara fólk og hver eigi að hafa rétt á að lifa því lífi sem fólk kýs svo fremi að brjóti ekki á öðrum. Mikið skjól í heimavinnandi Í tengslum við þessa umræðu seg- ir Sigrún að hún hafi alist upp með heimavinnandi foreldri inn- an veggja uppeldisheimilsins. Hún hafi fundið mikið skjól í því hlut- skipti. Þau Hjalti segjast sammála um mikilvægi þess að ræða kosti þess að börn fái að vera mikið með foreldrum sínum. Sú umræða megi þó aldrei snúast um að konum beri að færa fórnir umfram karla. Blaðamanni skilst að jafnrétti ríki á heimili Sigrúnar og Hjalta. Það mun væntanlega sjást vel í Grímsey þar sem hefðbundin verkaskipting hins gamla kynjakerfis verður látin lönd og leið með því að karlinn eltir starfsferil konunnar. „Það er líka ekkert auðvelt fyr- ir lögfræðinga að fá vinnu í dag. Ágætt svona í eitt ár eftir útskrift- ina að spá í spilin og velta fyrir mér hvort ég þreifi fyrir mér á at- vinnumarkaði lögfræðinga næsta ár eða skelli mér í doktorsnám. Ég er nefnilega ekki alveg búinn að ákveða það ennþá hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór,“ segir Hjalti. Kvíða helst nýjum hættum Spurð um áhugamál segja bæði Sigrún og Hjalti að ef maður ákveði að flytja til Grímseyjar kalli slík ákvörðun á virka samfélagsþát- töku. Hjalti íhugar hvort honum bjóðist innganga í Kiwanisklúbb- inn í eynni. Sigrún segir kvenfélag á staðnum. „Okkar helsti styrkleiki er kannski að við erum kamelljón sem eigum auðvelt með að lagast að aðstæðum.“ Að vakna saman á morgana, leið- ast saman út á morgnana til sama vinnustaðar og fara svo saman heim á lítilli eyju sem er stendur óvarin fyrir veðri og vindum á vet- urna, auk skammdegis komandi vetrar, er líka eitthvað sem hjónin hafa hugsað út í. Þau eru sammála um að svarið geti ekki fengist með öðru en raunverulegri upplifun. „Maður kvíðir helst nýjum hættum eins og björgunum þarna, það eru hættur þarna sem maður þekkir illa sjálfur.“ Við ræðum hættur Grímseyjar um stund en sá sem býr í Grímsey þarf á hinn bóginn ekki að óttast að barn á leið í leikskólann slasist í árekstri. Kannski summan af hætt- um í lífinu sé meira og minna sú sama, burtséð frá umhverfi. Strákur í pilsi Við ræðum kynjafræði og femín- isma. Skarphéðinn hefur fengið að mæta í pilsi á leikskóla barnanna, Hólmasól á Akureyri, í pilsi síð- an hann bað fyrst um það. Systur hans fannst þetta ótækt en meðan Skarphéðinn vill vera í pilsi í leik- skólanum fær hann að vera í pilsi,“ segir Hjalti. Sigrún bætir við: „Mér finnst að samfélagið þurfi að komast yfir að það sé eitthvað vandræðalegt að halda að börn séu af öðru kyni en þau eru. Stundum heldur einhver ókunnugur að stelpa sé strákur eða öfugt og þá er eins og að allir fari á taugum. Maður er beðinn óteljandi oft afsökunar, hvers vegna er þetta svona mikilvægt?“ Viðtalinu lýkur. Þegar ég kveð hjónin og óska þeim góðs gengis úti í Grímsey finn ég að samræðan hef- ur skerpt á mikilvægi þess að við látum ekki stjórnast af fyrirfram gefnum hugmyndum. Til nokkurs er unnið ef fólk sem er óhrætt við að taka ný skref í lífinu getur kennt okkur hinum sem sitjum jafnvel föst á sömu hundaþúfunni allt lífið, slíka lexíu. TEXTI Björn Þorláksson MYNDIR Völundur Jónsson AÐSENT Hjörleifur Hallgríms AÐSENT Sigurlaug Hanna Leifsdóttir X KOSNINGAR 2014 Tónleikar á morgun Kvennakórinn Embla er nýkom- inn úr tónleikaferð til Finnlands þar sem kórinn tók þátt í norrænu kvennakóramóti ásamt 400 öðr- um konum. Kórinn hélt tónleika í kirkjum og víðar og söng sig inn í hjörtu áheyrenda með íslenskum söngperlum Sigfúsar Einarssonar og Eyþórs Stefánssonar ásamt lög- um eftir Grieg og Schumann. Á fimmtudag, morgun, uppstign- ingardag, mun kórinn gefa Akur- eyringum og nærsveitamönnum kost á því að hlýða á þessa tónlist í Hofi kl. 17:00 Í tilkynningu segir: „Þetta er yndisleg og aðgengileg tónlist, söngvar um vorið, náttúruna, ástina og mannlegar tilfinningar.“ Píanóleikari er Helga Kvam, stjórnandi Roar Kvam. a

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.