Akureyri - 15.05.2014, Side 10
10 18. tölublað 4. árgangur 15. maí 2014
Verslunarhúsið á Kópaskeri er til leigu undir rekstur dagvöruverslunar.
Í húsinu eru til staðar kælar, hillurekkar og ýmiss annar búnaður sem þarf til
rekstrar slíkrar verslunar. Húsnæðið er rúmgott og gefur möguleika á að setja
upp veitingasölu samhliða verslunarrekstri. Fyrir liggur ítarleg greining og
rekstraráætlun fyrir slíka verslun, sem m.a. er byggð á eldri gögnum um rekstur
í þessu húsi. Fleira er hagstætt við að hefja reksturinn og byrjunin auðveldari en
margan gæti grunað.
Allar nánari upplýsingar fást hjá eftirtöldum:
Jón Grímsson: 894-0033
Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir: 465-2169
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Reinhard Reynisson: 464-0418
Verslunarhúsið á Kópaskeri e.h.f.
Spennandi tækifæri
fyrir duglegan
einstakling eða fjölskyldu
- góðar forsendur fyrir rekstri
Atvinnutækifæri
á Kópaskeri
Viltu fara í eigin rekstur?
Landsins mesta úrval
af girðingarefni
Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar
Lynghálsi, Reykjavík Lónsbakka, Akureyri Efstubraut, Blönduósi
Sími 540 1125
Lífland, Brúarvogi 1-3
Sími 540 1150 Sími 540 1155Sími 540 1100
lifland@lifland.is www.lifland.is
Þræðir og borðar RafgirðingaspennarJarðleiðslur Þráðspólur Staurar, net, gaddavír
og þanvír
Atvinnustarfsemi
að hverfa úr Hrísey
Hvammur hf. hefur sagt upp
öllu starfsfólki við fiskvinnslu
sína í Hrísey. Í minnisblaði frá
Byggðastofnun til ráðherra kemur
fram að forvarsmenn fyrirtækisins
hyggjast að óbreyttu hætta rekstri í
lok yfirstandandi fiskveiðiárs.
„Staða fyrirtækisins er mjög erfið
og verulegt tap á rekstri þess, fyrir
afskriftir og fjármagnsliði. Þá hefur
hráefnisöflun verið erfið en fyrir-
tækið á sjálft innan við 200 þorskí-
gildistonn, kaupir allt að 200 tonn-
um á markaði og að öðrum bátum,
og fékk á yfirstandandi fiskveiði-
ári um 170 tonn í byggðakvóta. Þá
henta bátar sem landa hjá fyrirtæk-
inu illa og eykur það enn á vanda
við hráefnisöflun. Loks er óeining
meðal eigenda um áframhaldandi
rekstur,“ segir Byggðastofnun.
Hvammur hf. er langstærsti
vinnuveitandinn í eynni en sára-
lítið er um að íbúar sæki vinnu til
lands. „Leggist þessi litla vinnsla
af er líklegt að Hrísey verði í fram-
tíðinni fyrst og fremst sumarhúsa-
byggð. Eyjan er hins vegar hluti
Akureyrarbæjar sem er stærsta
sveitarfélag landsins utan suð-
vesturhornsins og stærsti aðilinn
að öflugasta atvinnuþróunarfélagi
landsins. Forstjóri og stórnarfor-
maður Byggðastofnunar hafa rætt
ítarlega við forsvarsmenn Akur-
eyrarbæjar, Atvinnuþróunarfélags
Eyjafjarðar og hverfisráðs Hríseyj-
ar um þessi mál.“
Þótt staðan sé flókin eru sagðar
talsverðar líkur á því að með stuðn-
ingi Byggðastofnunar sé hægt að
viðhalda lítilli bolfiskvinnslu í
Hrísey. „Miðað við þann samning
sem þegar hefur verið gerður um
eflingu fiskvinnsla á Drangsnesi
og yfirstandandi samninga vegna
Bakkafjarðar væri raunhæft að
stefna að því að tryggja 10-20 störf
við vinnslu á u.þ.b. 500 tonnum á
bolfiski á hvorum stað gegn 150
þorskígildistonna mótframlagi
Byggðastofnunar.“ a
Gert að beisla
heita vatnið
Vinnueftirlitið hefur ítrekað brugð-
ist við málum sem upp hafa komið
inni í Vaðlaheiðargöngum. Alrangt
er að óánægja starfsmanna með
aðbúnað sé fálæti stofnunarinnar
um að kenna, að sögn Sigurgeirs Á.
Stefánssonar, svæðisstjóra Vinnu-
eftirlitsins á Norðurlandi.
Í síðustu viku greindi Akur-
eyri vikublað frá ýmsum vanda
sem skapast hefur inni í göngun-
um. Kvartað var undan ónógum
viðbrögðum Vinnueftirlitsins og
verkalýðsfélaga en Sigurgeir segir
að Vinnueftirlitið hafi samkvæmt
reglum farið fram á öryggis- og
heilbrigðisáætlun í upphafi verks-
ins. Eins og í öllum verkum komi
upp ófyrirséðir atburðir. Eftir að
vatnshitinn kom upp í Vaðlaheiðar-
göngum hafi kröfur um úrbætur
verið gerðar sem brugðist hafi ver-
ið við. Þar á meðal krafðist Vinnu-
eftirlitið aukinnar loftræstingar
inni í göngunum, auk þess sem
hámarks viðverutími starfsmanna
næst hitasvæðinu inni í göngun-
um var að kröfu Vinnueftirlitsins
styttur úr tólf klukkutímum í átta.
Ekki séu til beinar reglur um vinnu
í hita inni í jarðgöngum, enda sé
þetta í fyrsta skipti sem menn komi
niður á mjög heitt vatn þótt berg-
hiti sé kunnur.
„Við höfum gert þeim grein fyr-
ir að það gangi ekki til lengdar að
láta heita vatnið buna svona niður
og það er búið að ákveða að setja
upp kælikerfi og reyna að láta loka
fyrir vatnið. Ef það tekst ekki verða
lagnir e.t.v. nýttar til að beisla vatn-
ið,“ segir Sigurgeir.
„Þetta eru aðstæður sem men
hafa aldrei lent í að fá svona heitt
vatn inni í jarðgöngum hér. Menn
hafa fengið berghita á sig en aldrei
neitt í líkingu við þetta. En við höf-
um ekki setið aðgerðarlausir. Við
höfum átt fundi með bæði verk-
kaupum og verktökum, við höfum
lýst áhyggjum og við höfum þrýst
á úrbætur. Ég vil líka benda á að
almennir starfsmenn hafa aldrei
hringt beint í okkur til að kvarta en
vissulega eru þetta erfiðar aðstæð-
ur.“ a