Akureyri - 15.05.2014, Page 20
20 18. tölublað 4. árgangur 15. maí 2014
Akureyri brennur
Frá desember 1901 til, og með, des-
ember 1912 urðu a.m.k. sextán hús-
brunar á Akureyri. Þótt ótrúlegt
megi virðast varð ekkert manntjón
í eldsvoðunum en eignatjón var gíf-
urlegt. Á meðal húsa sem brunnu
til kaldra kola voru glæsilegar hót-
elbyggingar og stór einbýlishús.
Var tilviljun ein sem réði því að
svo margir brunar urðu í bænum á
svo stuttum tíma eða var mögulega
um glæpsamlegt athæfi að ræða?
Grenndargralið stiklar á stóru og
skoðar hvernig umhorfs er í dag á
fjórum stöðum þar sem eldar log-
uðu í upphafi 20. aldarinnar á Ak-
ureyri. Við sögu kemur merkilegt
hús dansks kaupmanns, þrjóskur
Íslandsmálaráðherra og óheppnar
systur.
FYRSTA ÍBÚÐARHÚSIÐ Á
AKUREYRI BRENNUR
Fyrsti stórbruninn varð þann 19.
desember árið 1901. Gestir á Hótel
Akureyri við Aðalstræti vöknuðu
upp að næturlagi við mikil köll og
læti þar sem eldurinn átti upptök
sín. Hótelið brann til kaldra kola
ásamt fimm íbúðarhúsum. Eitt
þeirra var fyrsta íbúðarhúsið sem
byggt var á Akureyri. Smíði þess
hófst árið 1777 en lauk árið eft-
ir. Maður að nafni Friðrik Lynge,
en hann var danskur kaupmaður í
þjónustu konungs á Akureyri, bjó
fyrstur manna í húsinu. Frá því að
einokunarverslun Danakonungs
á Íslandi hófst árið 1602 og til
ársins 1776 höfðu danskir kaup-
menn í hans þjónustu aðeins dvalist
yfir hásumarið á Akureyri sem og
annars staðar á landinu. Frá og með
árinu 1776 skyldaði konungur alla
sína kaupmenn á Íslandi til að að
hafa þar vetursetu og afgreiða úr
búðum sínum allan ársins hring.
Þar með var komin þörf fyrir að
byggja fyrsta íbúðarhúsið í bænum.
ÍBÚAR ÁLASUNDS
KOMA TIL HJÁLPAR
Í upphafi árs 1905 eignuðust Ak-
ureyringar vísi að slökkviliði, hinu
fyrsta í sögu bæjarins. Keypt voru
tæki og tól erlendis frá svo sem
slökkvidæla á hjólum, brunahan-
ar, axir, brunahjálmar og slöngur.
Slökkviliðið kom þó litlum vörnum
við þann 18. október árið 1906 þegar
einhver örlagaríkasti bruninn varð,
hinn svokallaði Oddeyrarbruni.
Talið var að eldur hefði kviknað út
frá olíulampa í kjalla eins hússins.
Á u.þ.b. tveimur klukkustundum
náði einhver mesti bruni Íslands-
sögunnar að eyða fimm stórum
verslunar- og íbúðarhúsum af yfir-
borði jarðar og gera hátt í hundrað
manns heimilislausa. Húsin fimm
sem fuðruðu upp stóðu við Strand-
götu 3,7,9,11 og 13. Oddeyrarbrun-
inn vakti mikla athygli, jafnvel út
fyrir landssteinana. Hannes Haf-
stein Íslandsmálaráðherra skýrði
konungi frá eldsvoðanum og notaði
tækifærið til að tilkynna að ekki
stæði til að leita fjárhagsaðstoðar
utan kaupstaðarins. Akureyringar
sjálfir ætluðu sér að endurreisa
Oddeyrina án aðstoðar annarra.
Þrátt fyrir þetta fékkst óvænt að-
stoð frá útlöndum m.a. frá íbúum
Álasunds í Noregi. Þeir höfðu frétt
af brunanum og vegna svipaðrar
reynslu sem þeir höfðu orðið fyrir
tveimur árum fyrr þegar um 800
hús brunnu vildu þeir koma Akur-
eyringum til hjálpar. Það gerðu þeir
með því að gefa bænum einingar til
að setja saman tvö hús auk þess sem
þeim fylgdi töluvert af húsbúnaði
svo sem diskar, bollar og hnífapör.
ÓHEPPNAR MÖLLERSYSTUR
Árið 1912 varð annað svæði á Akur-
eyri illa fyrir barðinu á eldi. Þar var
um tvo bruna að ræða, þann fyrri
27. apríl en þann seinni 15. desem-
ber. Brunarnir tveir urðu í nágrenni
við þann stað þar sem Ísbúðin
Brynja stendur í dag. Í aprílbrun-
anum brunnu þrjú hús. Í desem-
ber urðu tólf hús eldinum að bráð.
Í apríl brann m.a. húsið sem hýsti
fyrsta apótek bæjarins á sínum
tíma. Í því bjuggu systurnar Jón-
ína og Nanna Möller þegar brann.
Þar misstu þær systur heimili sitt
í bruna í annað sinn því í brunan-
um mikla 1901 brann hús þeirra
til kaldra kola. Eftir aprílbrunann
1912 fluttu þær Jónína og Nanna í
nýtt húsnæði. Það brann í desember
sama ár. Það var eina íbúðarhúsið
sem brann en auk þess brunnu 11
önnur hús. Möllersystur misstu
því heimili sitt þrisvar sinnum í
jafnmörgum eldsvoðum. Þannig
brunnu samtals 15 hús á nánast
sama blettinum í tveimur brunum á
einu og sama árinu.
SÖGUSAGNIR KVEÐNAR NIÐUR?
Í kjölfar brunanna á Akureyri
lögðu bæjaryfirvöld sífellt meiri
áherslu á að efla brunavarnir í
bænum. Mesta vægi hefur þó sjálf
vatnsveitan haft í þeim efnum en
hún var tekin í notkun árið 1914.
Nálægt 40 brunahanar voru settir
við vatnsleiðsluna á víð og dreif um
bæinn. Þeir komu að góðum notum
mánuði síðar þegar slökkviliðinu
tókst að slökkva eld í brennandi
húsi á Oddeyri.
Sögusagnir um mögulegar
ástæður brunanna 1901-1912 fóru
fljótt af stað; bæjarbúum hlyti að
standa á sama þó húsin þeirra
brynnu, Akureyringar kynnu ekki
að halda á eldspýtum og þar fram
eftir götunum. Jafnvel var óttast að
brennuvargur gengi laus - slíkur
væri fjöldinn af brunum að ekki
gæti verið um tilviljun að ræða.
Aldrei var þó hægt að sýna fram á
annað en að brunarnir á Akureyri
ættu sér eðlilegar skýringar og að
ekkert glæpsamlegt lægi þar að
baki. a
GRENNDARGRALIÐ
HÚSIÐ Á MYNDINNI stendur á þeim stað þar sem fyrsta íbúðarhúsið á Akureyri var byggt.
HÉR STÓÐ HÚSIÐ þar sem eldur kom upp að kvöldi fimmtudagsins 18. október árið
1906.
TVEIMUR ÁRUM EFTIR Oddeyrarbrunann, þann 18. október 1908, brann eitt tignarleg-
asta hús bæjarins Hótel Oddeyri. Húsið á myndinni stendur þar sem Hótelið stóð.
Á BÍLASTÆÐINU VIÐ Brynju stóðu áður
hús sem brunnu til kaldra kola árið 1912.