Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2015, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 30.03.2015, Qupperneq 12
sveitarfélagi,“ segir Þorgils Torfi Jónsson, oddviti D-listans í meiri- hluta Rangárþings ytra. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, er með fasta búsetu á Öldubakka á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra. Ágúst og fjölskylda hans eru hins vegar með lögheimili skráð í Kirkjubæ í Rangárþingi ytra. „Þetta hefur tíðkast á þessa leið í mörg ár að nokkur börn sem lögheimili hafa hjá okkur fari í grunnskóla á Hvolsvelli,“ segir Þorgils Torfi Jónsson. Þorgils Torfi segir að í sumum tilvikum sé hagræði að því að börnin séu í námi á Hvolsvelli frekar en á Hellu vegna nálægð- ar við Grunnskólann á Hvolsvelli. Litlu máli skipti hvort um sé að ræða börn sveitarstjóra eða önnur börn, greitt sé fyrir skólagöngu allra barna. Yngvi Karl Jónsson, odd- viti minnihluta sveitarstjórnar Rangár þings ytra, segir lögheim- ilisskráningu sveitarstjórans hafa verið milli tannanna á íbúum sveitarfélagsins í kringum síðustu kosningar. Að hans mati sé þekkt staðreynd að sveitarstjórinn sé búsettur á Hvolsvelli þrátt fyrir að hafa lögheimili í sveitarfélaginu. „Sjálfsagt er þetta einkennileg staða. Bent hefur verið á þetta en engin leið fyrir okkur að hnekkja þessari búsetu. Við teljum okkur vera búin að vekja athygli á þessu en það hefur ekkert verið leiðrétt eða gert í málinu,“ segir Yngvi Karl. Í fyrstu grein laga um lögheim- ili segir að lögheimili sé sá staður þar sem maður hafi fasta búsetu, dveljist í að jafnaði í tómstundum sínum, hafi heimilismuni sína og sé svefnstaður. Því segir Yngvi Karl rökrétt að lögheimilisskráning sveitarstjóra sé röng samkvæmt laganna bók- staf. Það skjóti skökku við að röng skráning leiði til þess að bærinn þurfi að greiða fyrir skólagöngu barna sveitarstjórans. „Auðvitað er þetta einkennileg staða en á móti kemur að sveitar- stjórinn greiðir þá útsvar í okkar sveitarfélagi,“ segir Yngvi Karl. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveit- arstjóri Rangárþings eystra, segir eðlilegt að ef fjölskyldur séu með lögheimili á einum stað en búi á öðrum að útsvarstekjur þeirra skiptist til helminga á milli sveitar félaganna. Ekki náðist í Ágúst Sigurðsson við vinnslu fréttarinnar. sveinn@frettabladid.is 30. mars 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 12 TRAUSTIR, NOTAÐIR GÆÐABÍLAR Á HAGSTÆÐU VERÐI MM Pajero 3.2 Instyle Árgerð 2012, dísil Ekinn 46.000 km, sjálfskiptur Nissan X-Trail LE Árgerð 2008, dísil Ekinn 141.000 km, sjálfskiptur Skoda Octavia Amb. 1.6 TDI AT. Árgerð 2013, dísil Ekinn 22.000 km, sjálfskiptur Chevrolet Captiva 7manna Árgerð 2012, dísil Ekinn 73.000 km, sjálfskiptur Toyota Land Cruiser 120 GX Árgerð 2005, dísil Ekinn 165.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 7.490.000 Ásett verð: 2.640.000 Ásett verð: 3.850.000 Ásett verð: 4.390.000 Ásett verð: 3.550.000 Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 heklanotadirbilar.is Komdu og skoðaðu úrvalið! VW Golf Plus Comf 1,6 TDI AT Árgerð 2012, dísil Ekinn 37.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 3.390.000 VW Golf TDI Trendl. Árgerð 2011, dísil Ekinn 125.000 km, beinskiptur VW Passat Var Comf Eco- fuel AT. Árg. 2012, bensín/metan Ekinn 142.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 1.990.000Ásett verð: 3.140.000 Mercedes-Benz E200 CGI. Árgerð 2009, bensín Ekinn 68.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 4.980.000 TILBOÐ: 2.640.000 Öflugt gegn blöðrubólgu ROSEBERRY Virkar innan 24 tíma 2-3 töflur fyrir svefn Fæst í apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is RANGÁRÞING YTRA Sveitarstjóri Rangárþings ytra er með lögheim- ili í sveitarfélaginu þrátt fyrir að föst búseta hans sé í nágranna- sveitarfélaginu Rangárþingi eystra. Rangárþing ytra greiðir þar af leiðandi fyrir skólagöngu barns hans á Hvolsvelli vegna lögheimilisskráningar fjölskyld- unnar. „Það er ekkert athugavert við það að við greiðum fyrir skóla- göngu barns sveitarstjórans í öðru Lögheimilisskráning klýfur Rangárþing Sveitarstjóri Rangárþings ytra er með lögheimili í sveitarfélaginu þrátt fyrir að vera með búsetu annars staðar. Rangárþing ytra greiðir þar af leiðandi skólagöngu barns hans. „Ekkert athugavert við þetta,“ segir oddviti sveitarstjórnar. HELLA Sveitarstjórinn Ágúst Sigurðsson er með lögheimili í Kirkjubæ í Rangárþingi ytra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NÍGERÍA Kjörstaðir verða áfram opnir í nokkrum landshlutum Níger- íu á morgun, sunnudag, vegna tafa og árása við kjörstaði í dag. Meira en 20 manns voru myrtir af óþekkt- um árásarmönnum. Tafir urðu ekki víða, að því er fram kemur á vef BBC, en tækni- legir örðugleikar hægðu á kosning- unum og meðal annars lenti for- seti landsins, Goodluck Jonathan, í vandræðum. Kosningarnar eru einar þær mest spennandi í landinu frá því lýðveldi var stofnað árið 1963. Þeim var frestað um sex vikur til að gefa Níg- eríuher færi á að endurheimta land- svæði sem liðsmenn hryðjuverka- samtakanna Boko Haram höfðu komist yfir. Núverandi forseti, Jonathan, er í framboði auk Muhammadu Buh- ari. Jonathan er kristinn maður úr suðurhluta landsins, en Buhari mús- lími að norðan. Jonathan, sem tók við sem forseti 2010, er mikið gagn- rýndur fyrir að hafa mistekist að stöðva framgang Boko Haram. - skh Árásir setja strik í reikninginn og forsetakosningar dragast á langinn: Ódæðismenn myrtu kjósendur Á VARÐBERGI Kristnir menn flúðu frá Kano í Norður-Nígeríu af ótta við ofbeldi í kjölfar forsetakosninganna. MYND/AP ÁGÚST SIGURÐSSON ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON Sjálfsagt er þetta einkennileg staða. Bent hefur verið á þetta en engin leið fyrir okkur að hnekkja þessari búsetu. Yngvi Karl Jónsson, oddviti minnihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra. 2 9 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 0 -5 D 3 0 1 4 5 0 -5 B F 4 1 4 5 0 -5 A B 8 1 4 5 0 -5 9 7 C 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 6 4 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.