Fréttablaðið - 30.03.2015, Side 10

Fréttablaðið - 30.03.2015, Side 10
30. mars 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Tilskipun Evrópusambandsins um réttindi sjúklinga varðandi heilbrigðis þjónustu yfir landamæri er ætlað að auðvelda aðgang að öruggri heilbrigðisþjónustu og efla samstarf milli aðildarríkja sambandsins á þessu sviði. En hvernig hefur gengið að innleiða þessa tilskipun og hvað áhrif mun hún hafa fyrir Ísland? John Rowan Þórunn Oddný Steinsdóttir Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við Evrópustofu ÞRIÐJUDAGINN 31. MARS KL. 9.00-10.30 Í FYRIRLESTRASAL ÞJÓÐMINJASAFNSINS www.ams.hi.is og www.evropustofa.is Education and Culture Lifelong Learning Programme JEAN MONNET Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri í Evrópu: Réttindi sjúklinga og áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi Ný tilskipun Evrópus ambands ins: Geta sjúklingar nú valið í hvaða landi þeir nálgast heilbrigðisþjónustu? John Rowan er yfirmaður teymis hjá Evrópusambandinu sem vinnur að innleiðingu tilskipunarinnar um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Innleiðingin á Íslandi: Hvaða áhrif mun tilskipunin hafa á sjúklinga og íslenskt heilbrigðiskerfi? Þórunn Oddný Steinsdóttir er lögfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu í velferðarráðuneytinu. Fundarstjóri: Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur. Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffiveitingar kl. 8:30-9:00. Laugavegi 170-174 · Sími 590 5000 · hekla.is BREMSAÐU AF ÖRYGGI 20% AFSLÁTTUR BREMSUVÖRUR OG BREMSUVINNA VIÐ HEKLUBÍLA Renndu við hjá HEKLU við Laugaveg og við skiptum um bremsuklossa/bremsudiska á meðan þú bíður. Hjá HEKLU er óþarfi að panta tíma fyrir smærri viðgerðir. Ef þú vilt ekki bíða skilur þú bílinn eftir hjá okkur og við skutlum þér þangað sem þú vilt fara – og sækjum þig aftur! SJÁVARÚTVEGUR Matorka telur Samherja hafa fengið forskot á samkeppnisaðila með því að hafa keypt fiskeldisstöðvar á hrakvirði út úr þrotabúum. Þetta kemur fram í minnisblaði Matorku sem lagt var fyrir Atvinnuveganefnd vegna málsins. Samherji vísar ásökunum Matorku til föðurhús- anna. „Það er miður að nafn Samherja skuli vera dregið inn í umræðuna á þann hátt sem forsvarsmenn Matorku gera í bréfi sínu til Atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir Jón Kjartan Jónsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsbleikju, sem er í eigu Samherja. „Það að halda því fram að mark- aður sem er í dag um 6.000 tonn í heiminum geti tekið við þeim vexti sem nú er rætt um er ekki í neinu samræmi við þann veru- leika sem við þekkjum,“ segir Jón. Fram kemur í minnisblaði Matorku að flestar ef ekki allar landeldisstöðvar laxfiska hafi farið í gegn um gjaldþrot og sumar oft. Vilja forsvarsmenn Matorku meina að afskriftir og kaup Samherja á fyrirtækjunum á hrakvirði veiti framleiðendum forskot á þá sem byggja fiskeldis- stöð frá grunni. Ívilnunar- samningur M ato rk u o g íslenska ríkisins hefur verið tal- inn samkeppnis- raskandi af þeim aðilum sem fyrir eru á markaði. Forsvarsmenn Matorku spyrja sig hins vegar hvort kaup Samherja á þrotabúum „á hrakvirði“ sé ekki samkeppnis- röskun einnig. „Við erum ekki að benda á eitt- hvert eitt fyrirtæki í þessu sam- hengi,“ segir Árni Páll Einars- son, framkvæmdastjóri Matorku. „Eldisiðnaðurinn á Íslandi er byggður upp á gömlum stöðvum og keyptur út úr þrotabúum á lágu verði og við vekjum máls á mun- inum á því og að byggja upp stöð frá grunni.“ Jón Kjartan segir ekki rétt að stöðvar hafi verið keyptar á hrak- virði út úr þrotabúum. „Allar stöðvar sem eru í eigu félagsins hafa verið keyptar í fullum rekstri á markaðsverði af einstaklingum sem höfðu verið eigendur þeirra frá stofnun eða til nokkurra ára,“ segir Jón. Forsvarsmenn Matorku ætla sér að framleiða um 3.000 tonn á ári. „Til að auka sölu á bleikju þarf að auka framleiðslugetuna á markaðnum, það liggur í hlut- arins eðli. Það mun skila sér í auknum gjaldeyristekjum og fleiri störfum á landinu og leið- ir aðeins gott af sér,“ segir Árni Páll. sveinn@frettabladid.is Telja Samherja hafa samkeppnisforskot Forsvarsmenn Matorku telja fyrirtæki í bleikjueldi á Íslandi búa við samkeppnis- forskot. Rekstraraðilar hafi keypt stöðvar á „hrakvirði“ út úr þrotabúum. Fram- kvæmdastjóri Íslandsbleikju segir fullyrðingarnar ekki eiga við rök að styðjast. SVARTSENGI Matorka mun nýta heitt affallsvatn frá orkuverinu í Svartsengi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁRNI PÁLL EINARSSON framkvæmdastjóri Matorku Það að halda því fram að markaður sem er í dag um 6.000 tonn í heiminum geti tekið við þeim vexti sem nú er rætt um er ekki í neinu samræmi við þann veruleika sem við þekkj- um. Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandsbleikju. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is FJÁRMÁL Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, freist- ar þess nú að endursemja við fyrir- tækið sem á og rekur Áslandsskóla á kostnað bæjarins. „Eignarhaldsfélagið Fasteign og þeir samningar sem þar voru gerðir eru mestu mistök sem gerð voru hjá sveitarfélögunum,“ segir Haraldur. Áslandsskóli er alfarið í einka- eign en það fyrirkomulag má rekja til samnings frá 16. mars 2000 milli Hafnarfjarðarbæjar og FM húsa ehf. um svokallaða einkaframkvæmd. Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn fóru með meirihluta í bæjar- stjórn á þessum tíma. Samkvæmt samningnum skyldi FM hús annast byggingu og rekstur Áslandsskóla í 27 ár. Þegar upp verður staðið verður Hafnarfjarðarbær búinn að greiða FM húsum ehf. samtals 6 milljarða króna fyrir leigu á húsnæði og rekstur skólans á samningstíman- um. Byggingarkostnaður með hús- gögnum og búnaði, uppreiknaður með hliðsjón af vísitölu neyslu- verðs, er 2,2 milljarðar króna. „Á samningstímanum munu skattgreiðendur í Hafnarfirði hafa greitt upp allan kostnað við bygg- ingu og rekstur þessarar fasteign- ar og þar með talinn fjármagns- kostnað. Án þess að eignast krónu í eigninni að samningstíma lokn- um,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði. - þþ Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vill viðræður við FM hús: Borga stórfé en eiga ekkert í Áslandsskóla HARALDUR L. HARALDSSON Freistar þess að endursemja um Áslandsskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 2 9 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 0 -7 0 F 0 1 4 5 0 -6 F B 4 1 4 5 0 -6 E 7 8 1 4 5 0 -6 D 3 C 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.