Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2015, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 30.03.2015, Qupperneq 16
30. mars 2015 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT önnumst við alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Hugrún Jónsdóttir útfararstjóri Rósa Kristjánsdóttir útfararstjóri Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Frímann Andrésson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir lögfræðiþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Kæra systir okkar og frænka, ÞÓRA JÓHANNSDÓTTIR frá Garðsá, sem lést miðvikudaginn 18. mars, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 1. apríl kl. 13.30. Hrafnhildur, Margrét og systkinabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNJA BORGÞÓRSDÓTTIR til heimilis að Sólvangi, Hafnarfirði, áður Álfaskeiði 64d, sem lést á Sólvangi fimmtudaginn 19. mars, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 1. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Sólvang í Hafnarfirði. Gunnar Þór Júlíusson Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir Guðrún Júlíusdóttir Jón Vídalín Hinriksson Helgi Guðbjörn Júlíusson Stefanía Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. MERKISATBURÐIR 1492 Ferdinand og Ísabella gáfu út tilskipun um að allir gyðingar sem ekki tækju rómversk-kaþólska trú skyldu yfir- gefa Spán. 1533 Thomas Cranmer varð erkibiskup af Kantaraborg. 1802 Bólusetn- ing við kúabólu var lögboðin á Íslandi og var það með fyrstu löndum til slíkr- ar lagasetning- ar. 1816 Hið íslenska bók- menntafélag var stofnað. Það gefur út Skírni, sem er elsta tímarit á Norð- urlöndum. 1841 Þjóðar- banki Grikk- lands stofnaður í Aþenu. 1853 Fæðing- ardagur hol- lenska listmál- arans Vincents van Gogh. 1858 Hymen Lipman fékk skráð einkaleyfi á blýanti með áföstu strok- leðri. 1867 Bandaríkin keyptu Alaska af Rússum fyrir 7,2 milljón- ir dollara. 1934 Eldgos hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli og olli hlaupi í Skeiðará. 1945 Síðari heimsstyrjöldin: Sovétmenn réðust inn í Aust- urríki og hertóku Vínarborg. 1949 Alþingi Íslendinga samþykkti aðild landsins að NATO, en við það brutust út óeirðir á Austurvelli. 1981 Ronald Reagan Bandaríkjaforseti skotinn og særður af John Hinckley rétt við Hvíta húsið. 1985 Mótefni gegn eyðniveiru fundust í fyrsta sinn í blóði Íslendings. 2006 Mýraeldar komu upp í Hraunhreppi í Mýrasýslu og brunnu í yfir tvo sólarhringa. Þetta voru mestu sinueldar sem um er vitað á Íslandi og brunnu um 67 km2 lands. 2010 Þrjátíu og átta láta lífið og sextíu særðust í sjálfs- morðssprengingum í hraðlestarstöð í Moskvu. Þann 30. mars árið 1949 kom saman margmenni á Austur- velli og mótmælti harðlega hugmyndum stjórnvalda um að gerast stofnaðilar að Atlants- hafsbandalaginu. Andstæðingar NATÓ sem og almennir borgarar flykktust á Austurvöll. Mótmæl- endur létu hátt þennan dag og köstuðu eggjum og grjóti að alþingishúsinu. Voru óeirðirnar slíkar á þessum degi að lögreglan þurfti að nota áður óþekkt meðöl á þeim tíma gegn pólitísku upp- þoti. Þurftu laganna verðir að nota táragas til þess að skakka leikinn og reyna að stilla til friðar. Ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar náði sínu fram þennan dag. Ríkisstjórnin var samsteypustjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks. Rétt eins og í búsáhaldabylt- ingunni veturinn 2008-2009 hrökklaðist ríkisstjórn Stefáns Jóhanns frá völdum síðla árs 1949. - sa ÞETTA GERÐIST: 30. MARS 1949 Mótmæli brutust út „Ég er hér í blíðskaparveðri og algerri slökun með fjölskyldunni,“ segir Guðlaug María Bjarnadótt- ir leikkona þegar hún er ónáðuð á Tenerife í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. „Svo vill svo skemmti- lega til að margir vinir mínir hafa verið hér líka, sumir eru reyndar farnir heim og aðrir eru á förum. Ég hef farið út að borða með þeim í hollum í tilefni afmælisins, þann- ig að afmælisdagurinn sjálfur er þriðji í afmæli hjá mér. Svo verður fjórði í afmæli þegar yngsta dóttir mín kemur, hún er í leiklistarnámi í Bratislava þessa önn en kemur hing- að innan fárra daga.“ Guðlaug María kveðst hafa alist upp á Akureyri og á góðar minning- ar þaðan. Þegar minnst er á Sjall- ann, viðurkennir hún að hafa dulbú- ið sig með mikilli fyrirhöfn til að komast þar inn áður en hún hafði aldur til. Sama gilti um leiklistar- námskeiðið sem hún fór á hjá Arnari Jónssyni, Þórhildi Þorleifsdóttur og Sigmundi Erni Arngrímssyni. „Það var sextán ára aldurstakmark en ég komst inn áður en ég náði því tak- marki. Það var ágætur skóli. Þaðan lá leiðin í Leiklistarskóla Íslands og svo fór ég að leika.“ Af eftir- minnilegum sýningum nefnir hún Amadeus í Þjóðleikhúsinu, Reykja- víkursögur Ástu í Hlaðvarpanum, Bílaverkstæði Badda og Gaura- gang. Auk þess var hún í Pæld’íðí- hópnum sem hafði það hlutverk að sýna fræðandi og uppbyggileg verk fyrir börn og unglinga. „Við byrjuð- um á mjög hneykslanlegu verki um kynfræðslu sem hét Pæld’íðí og var bannað sums staðar. Fengum alveg ótrúlega góða auglýsingu því um það var náttúrlega fjallað í blöðunum,“ rifjar hún upp glaðlega. „Svo er gaman að segja frá því að um daginn var ég í fornbóka- búð að leita að ljóðabók sem ég gaf út á mínum yngri árum. Þá sagði afgreiðslumaðurinn: „Já, eftir Guð- laugu Maríu Bjarnadóttur? Ég sá eina leiksýningu með henni, það var Hvað gerðist í gær? Hún er ógleymanleg.“ Hann fattaði ekkert við hverja hann var að tala. Hvað gerðist í gær? fjallaði um fangabúð- ir gyðinga og ég var ein á sviðinu í tvo og hálfan tíma. Ég þurfti sko ekki að fara í megrun því ég breytt- ist í Belsen-fanga, æfingarnar voru svo erfiðar. En mér þótti vænt um ummæli afgreiðsumannsins.“ Nú er Guðlaug María kennari við Borgarholtsskóla. „Ég ákvað að fara í háskólann þegar ég var um fertugt, fannst ég aldrei hafa lært alveg nóg og fór í uppeldis- og kennslufræði og svo menntunarfræði. Eftir það fannst mér svo gott að hafa frí á kvöldin að ég svissaði yfir í kennsl- una. Það er aldrei að vita nema ég byrji að leika aftur þegar ég verð orðin gömul, það vantar alltaf kerl- ingar með fullu viti í einhver hlut- verk.“ gun@frettabladid.is Þriðji í afmæli í dag Guðlaug María Bjarnadóttir, leikkona og kennari, er sextug í dag og fagnar því með margra daga hátíðahöldum í góðra vina hópi suður á hinni sólríku eyju Tenerife. Við byrjuðum á mjög hneykslanlegu verki um kynfræðslu sem hét Pæld’íðí og var bannað sums staðar. Fengum alveg ótrúlega góða auglýsingu því um það var náttúrlega fjallað í blöðunum. Í SÓLINNI Á TENE „Ég er hér í blíð skaparveðri og algerri slökun með fjölskyldunni,“ segir Guðlaug María. MYND/FREYR ÓLAFSSON 2 9 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 0 -3 5 B 0 1 4 5 0 -3 4 7 4 1 4 5 0 -3 3 3 8 1 4 5 0 -3 1 F C 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 6 4 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.