Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2015, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 30.03.2015, Qupperneq 56
30. mars 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 24 BAKÞANKAR Berglindar Pétursdóttur Söngvarinn Zayn Malik sagði í síðustu viku skilið við stráka- bandið One Direction á miðju tónleikaferðalagi sveitarinnar. Malik er sagður hafa ráðfært sig við móður sína og hún sögð hafa sagt syni sínum að fylgja hjart- anu. Sögusagnir hafa sprottið um um að Malik ætli að hefja sóló- feril en þær eru þó með öllu óstaðfestar enn. Hljómsveitin One Direction reis til frægðar og frama eftir að hafa tekið þátt í breska X Factor árið 2010. Fékk ráð frá mömmu ALLIR SAMAN One Direction þegar hljómsveitarmeðlimir voru fimm talsins. Malik er annar frá hægri. NORDICPHOTOS/GETTY „Ég sé vissulega trend í þessu á stofunni hjá okkur,“ segir Heið- rún Birna Rúnarsdóttir hársnyrtir á Feima. Hún segir konur nálgast gráu hárin með allt öðrum hætti en tíðkast hefur í fjöldamörg ár. „Mér finnst konur bjóða gráu hárin mikið velkomnari núna, og ég hef verið að taka eftir þessu hægt og bítandi undanfarið ár.“ Heiðrún segir vinsælt að velja skol fremur en lit og þá með það fyrir augum að gefa gráu hárunum aukinn glans frekar en að fela þau. „Sumar hverjar kjósa að lita yfir þau allra gráustu og leyfa hinum að njóta sín.“ Einnig hafi færst í aukana að konur biðji um að láta heillita á sér hárið í gráum lit og jafnvel alveg hvítum, líkt og Jóhanna Sigurðar- dóttir fyrrverandi forsætisráð- herra hefur lengi státað af. Þegar Heiðrún er innt eftir uppruna þess- arar nýju tísku segist hún ekki geta sett fingurinn á það, en undanfarin ár hafa náttúrlegir straumar verið ríkjandi í hártískunni. Þessi grái náttúrulegi litur gæti því allt eins verið framhald af þeirri nálgun. Hugrún Harðardóttir, eigandi Barbarellu, tekur í sama streng og Heiðrún og segir augljósa breyt- ingu á upplifunum kvenna gagn- vart þeim gráu hárum sem láta skyndilega á sér kræla. „Ég fæ mikið af konum, ungum konum, sem láta þessi hár ekki trufla sig heldur þvert á móti.“ Hugrún segir þróunina mjög jákvæða. „Ég hef einnig verið að fá ungar konur til mín sem ekki eru farnar að grána en vilja fá gráa litinn,“ útskýrir Hugrún. Mikið frelsi virðist ein- kenna hártískuna í dag en Hugrún segist auk þess gráa fá mikið af konum inn á stofu til sín sem óski eftir að fá fjólublátt og blátt hár. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt og gaman að fá að leika með þessa óhefðbundnu liti.“ gudrun@frettabladid.is Gráu hárin eft irsóknarverð Konur á öllum aldri keppast nú við að taka fagnandi á móti þeim gráu hárum sem spretta fram. Þær sem ekki hafa fengið þau með náttúrulegum hætti sækja hárgreiðslustofur í stórum stíl og láta lita kollana gráa. JÁKVÆÐ ÞRÓUN Hugrún Harðardóttir á Barbarella coiffeur er ánægð með fjölbreytnina sem fylgir gráu hárunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NÁTTÚRULEGT Heiðrún Birna Rúnarsdóttir vinnur á Feima, þar sem náttúruleg efni eru í hávegum höfð. Hún segir gráa hárið vinsælt í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég hafði verið að sjá stelpur með svona grátt hár og fannst það svo hrikalega flott að ég lét bara vaða. Ég var orðin leið á þessum „safe“ litum. Næst ætla ég að láta gera það grárra. Stelpur í kringum mig hafa mikið verið að tala um þetta trend og ég veit að margar eru að velta fyrir sér að slá til,“ segir Perla Lind Logadóttir. ORÐIN LEIÐ Á ÖRUGGU LITUNUM „Mig grunar að þetta sé komið frá svokölluðum „tumblr“- síðum þar sem þetta er greinilega tíska núna. Ég sá þetta fyrst á söngkonu hljómsveitar- innar Marina and the Dimonds. Vinsældirnar gætu einmitt stafað af því að grái liturinn hefur verið svolítið tabú hjá konum,“ segir Alexandra Mekkín Pálsdóttir. ÖGRAR TABÚUM HJÁ KONUM Save the Children á Íslandi FÚSI KL. 3 - 5.30 - 8 - 10.10 LOKSINS HEIM 3D KL. 3 - 5.30 LOKSINS HEIM 2D KL. 3 - 5.30 HOME 2D ENSKT TAL KL. 10.20 - ENGIN TEXTI THE GUNMAN KL. 8 - 10.30 CHAPPIE KL. 10.20 ÖMURLEG BRÚÐKAUP KL. 3 - 5.30 - 8 - ÍSL TEXTI FÚSI KL. 5.55 - 8 - 10.10 FÚSI LÚXUS KL. 8 - 10.10 LOKSINS HEIM 3D KL. 1 - 3.30 LOKSINS HEIM 2D KL. 1 - 3.30 - 5.30 HOME 2D ENSKT TAL KL. 5.45 - 8 - ENGIN TEXTI THE GUNMAN KL. 8 - 10.30 THE DUFF KL. 1 - 3.20 CHAPPIE KL. 10.10 ANNIE KL. 5 KINGSMAN KL. 8 - 10.45 KINGSMAN LÚXUS KL. 2 - 5 PADDINGTON KL. 1 HRÚTURINN HREINN KL. 3.10 SÝND MEÐ ÍSL OG ENSKU TALI Í 2D OG 3D ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK o s.iSAM Byggt á samnefndri metsölubók FYNDNASTA GAMANMYND ÞESSA ÁRS! Maður velur sér víst ekki fjölskyldu, hugsaði ég þegar enn ein fjarskyld frænkan eyðilagði þráð á Facebook með því að rita þar skrítna sögu af mér úr æsku. Maður velur sér víst ekki vinnufé- laga heldur, hugsaði ég svo þegar einhver á vinnustaðnum tók upp á því að sinna nauðþurftum sínum á litla klósettinu án þess að svo mikið sem opna glugga eða tæma úr spreybrúsanum með kuðungalyktinni. Það þægilega við óþægilega fjölskyldu er að þú getur takmarkað tímann sem þið eyðið saman við jólaboð og fermingar (en fjölskyldan mín er náttúru- lega mjög yndisleg og ég vildi ég gæti verið með henni alltaf). VINNUFÉLAGARNIR hins vegar. Nema svo vilji til að þú vinnir sem vitavörður í fjarska eru allar líkur á því að þú eyðir bróðurparti vinnuvikunnar í félagsskap fólks sem þú átt lítið eða jafnvel ekkert sameigin- legt með. Sá sem situr við hliðina á mér í vinnunni veit samt örugg- lega miklu meira um það hvernig manneskja ég er í raun, frekar en kærast- inn minn til dæmis. Vinnufélagarnir sjá manns sönnu liti. Hvernig maður bregst við þegar prentarinn bilar, hvað maður fer oft á klósettið, hvað maður er í sömu fötun- um marga daga í röð og hvað maður hang- ir mikið á Facebook í vinnunni (ef maður gerir það, sem ég geri alls ekki). MAÐUR þarf að rækta sambandið við fólkið í vinnunni því maður vill ekki að aðalumræðuefnið í haustlitaferðinni sé hvað maður er glataður vinnufélagi. Það er að mörgu að huga. Ekki skilja eftir gamalt nesti í ísskápnum til dæmis. Við könnumst öll við að setja afganginn af kvöldmatnum í Tupperware, freistast svo á Bæjarins beztu í hádeginu og skilja kormakjúkling- inn eftir til niðurbrots innan um skyrdósir vinnufélaganna. Ekki gera það. Og ekki flauta með tónlistinni, ryðjast inn í pers- ónulegt rými fólks, peppa hvort fólk vilji hittast um helgina (nei, ég var með þér alla vikuna) eða spyrja hvort þú megir fá bita af croissantinu. OG SVO auðvitað alltaf opna gluggann og nota kuðungaspreyið. Vinnuvinir GET HARD 5:50, 8, 10:10 FÚSI 8, 10:10 LOKSINS HEIM 2D 1:50, 3:50 LOKSINS HEIM 3D 1:50, 3:50, 5:30 THE GUNMAN 8, 10:25 CINDERELLA - ÍSL TEXTI 2 STILL ALICE 5:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. SÝND Í 2D OG 3D ÍSL TAL 2 9 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 0 -7 5 E 0 1 4 5 0 -7 4 A 4 1 4 5 0 -7 3 6 8 1 4 5 0 -7 2 2 C 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.