Fréttablaðið - 30.03.2015, Síða 6

Fréttablaðið - 30.03.2015, Síða 6
30. mars 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Dásamlegur á brauðið og hentugur fyrir heimilið Engin fyrirhöfn ms.is TILBOÐ25 sneiðar Falleg og vinsæl gjafavöruverslun á Skólavörðustíg Viltu eignast eina fallegustu gjafavöruverslun miðborgarinnar á besta stað á Skólavörðustíg? Eigin innflutningur og góð umboð með vönduðum vörum. Töluverður vörulager fylgir og frábær tími framundan Verð 17 m. Rótgróin hverfissjoppa á frábærum stað í Reykjavík Sami eigandi í 22 ár. Miklir möguleikar. Verð 12,5 m. Flottasta kventískuverslun miðborgarinnar Vandaðar vörur og hagkvæmar í innkaupum. Öflug netverslun fylgir, sem hefur vaxið mjög vel. Miklir möguleikar. Verð 25 m. Fiskbúð í fjölmennu hverfi Nýlega endurnýjuð fiskbúð sem byggir gömlum grunni. Verð 12 m. Tælenskur veitingastaður Frábær matur. Mikil take-away sala. Góður tækjakostur. Verð 8,5 m. Leigumiðlun Þóknunartengd miðlun. Mikilli þróunarvinnu og undirbúningi lokið og miklir möguleikar á markaðsráðandi stöðu á sínu sviði. Verð 9,5 m. FYRIRTÆKI TIL SÖLU Fyrirtækjasalan SUÐURVER 1987-2015 | Lækjartorgi 5 516-0000 | fyrirtaeki.is | fyrirtaeki@fyrirtaeki.is Guðrún Hulda Ólafsdóttir, hdl. og löggiltur fyrirtækjasali SAMFÉLAG Birna María Másdóttir, 17 ára nemandi í Verzlunarskólan- um, og móðir hennar, Erna Agn- arsdóttir, fóru tómhentar heim frá fyrirtækinu Auðkenni þar sem móðirin þótti ekki fullnægjandi forráðamaður því að hún er yngra foreldri Birnu. Mæðgurnar mættu til að sækja um rafræn skilríki fyrir Birnu Maríu en var vísað frá þar sem hún var ekki í fylgd „eldri forráða- manns“, það er að segja þess for- eldris sem eldra er. „Okkur var vísað frá af því hún var ekki í fylgd eldri forráða- manns,“ segir Erna í samtali við Fréttablaðið. „Ég velti því fyrir mér hvort ég væri ekki orðin nógu gömul þó ég sé að verða 45 ára þegar mér var sagt að eldri forráðamann þyrfti til að nálgast þetta fyrir hana,“ segir Erna í léttum dúr og bætir við að það muni jú heilum mánuði á henni og föður Birnu í aldri. Birna María segir starfsmann Auðkennis sem tilkynnti þeim að þær myndu ekki fá afgreiðslu án eldri forráðamannsins hafa verið mjög vandræðalegan. „Þetta var eiginlega bara fynd- ið. Við hálf vorkenndum henni að þurfa að segja okkur þetta. En ég hef aldrei heyrt svona lagað áður. Að það væri ekki hægt að taka mömmu gilda sem forráðamann bara af því hún er mánuði yngri en pabbi minn. En nú veit maður hver það er sem raunverulega ræður á heimilinu,“ segir Birna María gamansöm. Hún segir þær mæðgur þó hafa tekið gleði sína á ný þar sem þær gátu fengið rafræn skilríki í bank- anum. Ekki náðist í Harald Bjarnason, framkvæmdastjóra Auðkennis, en samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum fyrirtækisins sem höfðu heyrt af atvikinu er um að ræða galla í kerfinu hjá þeim sem tengist svokölluðu fjölskyldunúm- eri í Þjóðskrá. „Kerfið var því miður forrit- að svona til að byrja með. Það er verið að breyta þessu og verður vonandi komið í lag fyrir páska. Okkur þykir þetta afskaplega leitt og hörmum að mæðgurnar hafi þurft að fara í fýluferð,“ segir í svari Auðkennis til Fréttablaðs- ins. fanney@frettabladid.is Yngra foreldrið ekki fullgilt hjá Auðkenni Móðir fékk ekki að sækja um rafræn skilríki hjá fyrirtækinu Auðkenni fyrir ólög- ráða dóttur sína þar sem eldri forráðamann þurfti til. Fyndið og vandræðalegt segir dóttirin. Auðkenni harmar atvikið og hyggst leiðrétta villu í kerfi sem veldur. ÁSAHREPPUR Ekki er eining í hreppsefnd Ásahrepps um ráðningu sveitarstjóra. Hrepps- nefnd hefur því frestað ráðningu sveitar stjóra til næstu áramóta. Nanna Jónsdóttir varaoddviti mun áfram sinna störfum sveitar- stjóra til áramóta með sömu kjör- um og Björgvin G. Sigurðsson hafði. Athygli vekur að Nanna samþykkti sjálf tillöguna ásamt hinum í meirihluta hreppsnefnd- ar. Minnihluti hreppsnefndar er afar óánægður með málalokin. - sa Enn er deilt í Ásahreppi: Ekki sátt um nýja ráðningu STJÓRNSÝSLA Neyðarlínan fær 58.980.000 krónur úr jöfnunar- sjóði alþjónustu fyrir þetta ár, samkvæmt ákvörðun Póst- og fjar- skiptastofnunar (PFS). Um er að ræða framlag vegna talsímaþjónustu á sviði neyðar- þjónustu og neyðarsímsvörunar sem Neyðarlínunni er skylt að veita. Að því er segir í ákvörðun PFS má ætla samkvæmt mælingum á nýtni neyðar borða og öryggisborða 112 að 22,4 prósent af þjónustu félags- ins falli undir alþjónustukvöð. - óká Póst- og fjarskiptastofnun samþykkir jöfnunarframlag til Neyðarlínunnar: 112 fær tæpar sextíu milljónir 1. Hve mikill var hagnaður Íbúðalána- sjóðs á síðasta ári? 2. Hver er forseti Nígeríu? 3. Hver er höfundur leikritsins Hystory sem frumsýnt var í Borgar- leikhúsinu í síðustu viku? SVÖR 1. 3,4 milljarðar. 2. Goodluck Jonathan 3. Kristín Eiríksdóttir SLYSAÆFING Í ákvörðun PFS kemur fram að kostnaður vegna 112 var 263,3 milljónir króna í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM FÝLUFERÐ Mæðgurnar Erna Agnarsdóttir og Birna María Más- dóttir fengu ekki að sækja um rafræn skilríki þar sem Erna er yngri en faðir Birnu Maríu. SAMFÉLAG Sumartími tók gildi í Evrópu á laugardagsnótt og nú er tímamunurinn á milli Íslands og meginlands Evrópu tvær klukku- stundir og ein klukkustund á milli Íslands og Bretlands. Páll Valur Björnsson, þing- maður Bjartrar framtíðar, hefur ásamt þingmönnum allra flokka nema VG lagt fram þingsályktunar tillögu um að breyta klukkunni á Íslandi – að henni verði seinkað um eina klukkustund. Þannig verði hægt að fækka myrkum morgnum til muna. Páll Valur segist hafar þá til- finningu að frumvarpið verði ekki tekið til efnislegrar umræðu á vorþingi. „Það er mikill áhugi á þessu í samfélaginu en fæst ekki rætt á þingi,“ segir Páll Valur sem von- ast eftir efnislegri umræðu. Nokkrir hafa lagst gegn fyrir- hugaðri breytingu á klukkunni, þeirra á meðal Icelandair. Í umsögn flugfélagins um frum- varpið segir að nái þingsályktunar- tillagan fram að ganga muni afgreiðslutímar á flugleiðum félagsins milli Evrópu og Norður- Ameríku hér á landi líklega færast fram um eina klukkustund og þar með gerbreyta þeim flugáætlunum sem rekstur félagsins hefur snúist um síðustu áratugi. Þetta muni leiða til aukins áhafnakostnaðar félagsins og þá gæti Icelandair misst rétt sem félagið hefur öðlast á sambæri- legum afgreiðslutímum á erlend- um flugvöllum. - kbg Icelandair alfarið á móti frumvarpi um seinkun klukkunnar á Íslandi: Dýrt og áætlanir myndu riðlast VILL EFNISLEGA UMRÆÐU Páll Valur Björnsson hefur ekki trú á að frumvarp um breytta klukku á Íslandi nái í gegn fyrir sumarið. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR VEISTU SVARIÐ? 2 9 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 0 -6 2 2 0 1 4 5 0 -6 0 E 4 1 4 5 0 -5 F A 8 1 4 5 0 -5 E 6 C 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.