Skessuhorn


Skessuhorn - 08.08.2007, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 08.08.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST Fjölgun íbúa umfram landsmeðaltal AKRANES: Á tíu ára tímabili hefur orðið veruleg fólksfjölgun á Akranesi. Fjölgunin hefur verið umfram landsmeðaltal sem nemur um 7,6%. Frá 1. desember 1997 til 1. desember 2006 hefur fjölgunin numið 21,54% en á landinu í heild var fjölgun um 13,9%. Íbúar á Akranesi eru nú 6.169 talsins og hefur fjölgað um 214 frá 1. desember 2006 eða sem nemur 3,6% og hafa Skagamenn aldrei verið fleiri. -mm Gott ferðasumar HÚSAFELL: Að sögn Sigríðar Snorradóttur, hjá Þjónustumiðstöðinni Húsafelli hafa verið miklar annir við þjónustu ferðafólks þar í sumar. „Það er búið að vera pakkfullt hjá okkur á tjaldstæðunum í allt sumar og mikið að gera. Tjaldstæðin hafa ítrekað fyllst og þurft að vísa mörgum frá,“ segir Sigríður. Hún segir að svæðið þoli einungis ákveðinn fjölda og því virði staðarhaldarar þau þolmörk og vísi fólki frá frekar en að yfirfylla svæðið. -mm Erill hjá lögreglu AKRANES: Liðin vika var erlisöm hjá lögreglunni á Akranesi sem alls bókaði 121 mál í dagbók sína. Ölvun var talsverð í bænum um Verslunarmannahelgina og þurftu lögreglumenn alloft að hafa afskipti af mönnum vegna óláta. Einnig þurfti í nokkkrum tilfellum að aðstoða menn, sem voru búnir að missa áttir, við að komast heim. Skemmtanagleði í heimahúsum fór í einhverjum tilfellum úr böndunum þannig að nágrannar urðu fyrir ónæði um miðja nótt og varð lögregla að biðja veislustjórana að lækka í hljómflutningstækjum og gestum. 36 ökumenn voru kærðir fyrir að aka hraðar en lög leyfa. 15 af þeim voru mældir á hraða sem var meira en 20 km/klst yfir leyfðum hámarkshraða. Einn var handtekinn grunaður um ölvun við akstur auk þess sem prófanir lögreglu bentu einnig til þess að hann hafi neytt kókaíns. Málið er í rannsókn . -mm Bílvelta við Mela LBD: Umferðaróhapp varð sl. fimmtudag í Melasveit, en þá valt bíll í lausamöl við Mela. Þrennt var í bílnum og voru allir fluttir til skoðunar á SHA en enginn alvarlega slasaður. -mm Jörfi fær gatnagerð HVANNEYRI: Jörfi hf. á Hvanneyri var lægst í útboði Borgarbyggðar vegna gatnagerðar í Flatahverfi á Hvanneyri og hefur framkvæmdasviði sveitarfélagsins verið falið að semja við lægstbjóðanda. Tvö tilboð bárust í verkið. Borgarverk ehf bauð fimmtíu milljónir en Jörfi hf tæplega fjörutíu og tvær milljónir. Kostaðaráætlun Borgarbyggðar var upp á ríflega 45 milljónir króna. -bgk Við minn um á að tek ið er að skyggja á kvöld in og öku menn verða að hafa var ann á sér þeg­ ar skyggja fer. Krakk ar eru enn úti við leiki langt farm á kvöld enda skól inn ekki haf inn. Öku menn verða því að sýna sér staka að­ gæslu. Á fimmtu dag og föstu dag verð ur aust læg átt, 3­10 m/s, hvass ast syðst. Skýj að og þurrt að mestu norð aust an lands, en ann ars súld eða rign ing með köfl um. Hiti 10 til 18 stig, hlýj ast inn til land s­ ins. Á laug ar dag verð ur breyti leg átt, 3­8 m/s eða haf gola og víða súld eða skúr ir, en þurrt að mestu aust an lands og víða bjart, eink­ um sunn antil. Á fram milt í veðri, en frem ur svalt við N­strönd ina. Á sunnu dag og mánu dag er út lit fyr ir norð aust læga átt með vætu norð an­ og aust an til, en þurrt á Vest ur landi. Hiti breyt ist lít ið. Nærri tveir þriðju hlut ar les enda Skessu horns eru á þeirri bylt ing­ ar kenndu skoð un að versl un ar­ menn eigi að fá frí á frídegi versl­ un ar manna. Um 64% telja að svo eigi að vera, 31% eru því and víg og 5% er al veg sama hvort versl­ un ar menn fái frí þenn an dag eða ekki, en þeir svar end ur nota lík­ lega aldrei versl an ir á þess um degi. Ljóst er hins veg ar að meiri­ hluti les enda blaðs ins hef ur mikla sam úð með versl un ar mönn um og vilja auka frí þeirra eins og unnt er, a.m.k. á lög bundn um frí dög um stétt ar inn ar. Næst spyrj um við: „Er rétt lát skipt ing í tekju skipt ingu rík is og sveit ar fé laga?“ Svar aðu án und an bragða á www.skessuhorn.is Að þessu sinni eru það krakk arn ir í HSH sem eru Vest lend ing ar vik­ unn ar. Krakk arn ir slógu í gegn á Ung linga lands móti UMFÍ á Höfn um helg ina og hlutu hátt vísis­ verð laun móts ins ann að árið í röð. Fjöl brauta skóla Vest ur lands á Akra nesi (FVA) hef ur grip ið til ný­ stár legr ar að ferð ar til að aug lýsa skól ann. Gef ið hef ur ver ið út daga­ tal, sem væri kannski ekki í frá sög­ ur fær andi, nema fyr ir það að gild­ is tími þess er all sér stak ur. Flest ir eru van ir því að daga töl hefj ist 1. jan ú ar og ljúki 31. des em ber á sama ári og þess vegna verða flest ir sér úti um þau í kring um ára mót. Skóla ár lýt ur allt öðr um for merkj­ um en alm an aks ár ið og því hafa for svars­ menn FVA grip ið til þess ráðs að gefa út daga tal sem hefst 1. á gúst 2007. Því lýk­ ur ekki í maí 2008, líkt og skóla ár inu, held­ ur í des em ber það ár og inni held ur því 17 mán­ uði. Fjöldi skemmti legra mynda úr skóla líf inu prýða daga talið á samt fjör leg um frá sögn um. kóp Sam göngu ráð herra kynnti í síð­ ustu viku hert við ur lög við um ferð­ ar laga brot um, á hersl ur í um ferð ar­ ör yggi og upp lýs inga gjöf fyr ir er­ lenda öku menn á Ís landi. Þá kynnti ráð herra nýj an hlekk á vef síðu Um­ ferð ar stofu (www.us.is) sem nefn ist sekt ir og við ur lög. Þar er að finna reikni vél þar sem unnt er að skoða hver eru við ur lög við því að aka yfir há marks hraða sem og ölv un­ arakstri. Vega gerð in og Sjó vá hafa haft sam vinnu um gerð nýrra upp lýs­ inga skilta á ensku sem ætl uð eru er lend um öku mönn um á Ís landi. Skilt in verða sett upp á all mörg­ um stöð um á þjóð vega kerf inu þar sem mal bik end ar. Er þar vak in at­ hygli á að framund an sé mal ar veg ur og að há marks hraði þar sé 80 km á klukku stund, en ráð gert er að setja upp í kring um 20 skilti á næstu vik­ um. Þá voru kynnt ný upp lýs inga­ blöð á ensku sem ætl uð eru er lend­ um öku mönn um sem Lög regl an á Hvols velli hef ur haft frum kvæði að því að láta út búa. Kom fram að hlut fall er lendra öku manna með­ al þeirra sem tekn ir eru fyr ir hrað­ akst ur færi sí fellt hækk andi. kóp/ Ljósm. mm Hrein dýr skýr með kálf sást í lið­ inni viku á ferð um Arn ar vatns­ heiði. Heim ilda menn Skessu horns telja að ekki hafi áður sést hrein dýr á þess um slóð um. Ýms ir hafa velt því fyr ir sér hvort skert bú setu svæði fyr ir aust an vegna fram kvæmda þar hafi orð ið til þess að kýr in leit aði svo vest ar lega en það eru ein ung­ is get gát ur. Snorri Jó hann es son, bóndi á Auga stöð um og veiði vörð­ ur á Arn ar vatns heiði sagði í sam tali við Skessu horn að hann gæti stað­ fest það að sést hefði til kýr inn ar með kálfinn. Hann myndi hins veg­ ar eng ar frek ari upp lýs ing ar gefa um stað setn ingu dýr anna, það yrði til þess að menn færu í að fella þau. „Tvö síð ustu ár hafa menn reynt að fella svona flökku dýr með ærn um til kostn aði, norð an við Hofs jök ul í fyrra og við Þór is vatn í hitteð fyrra. Mér finnst þetta auka á líf fræði­ leg an fjöl breyti leika svæð is ins og mun ekki gefa frek ari upp lýs ing ar um dýr in nema úr þessu verði lög­ reglu mál.“ kóp Mikl ar hafn ar fram kvæmd ir eru fyr ir hug að ar í Snæ fells bæ nú í sum­ ar og á næsta ári. Þeg ar er byrj að í Rifs höfn að byggja fyr ir stöðu garð við aut ur þil hafn ar inn ar. Á ætl að er að því verki ver ið lok ið um miðja vik una. Þar verð ur hluti af dýpk un­ ar efn inu dælt inn og verð ur rek ið nið ur 82 metra langt stál þil. Einnig verð ur far ið í fram kvæmd ir á flot­ bryggju og land gangi fyr ir björg­ un ar skip ið Björgu, leng ingu stál­ þila við Norð ur garð í Ó lafs vík og bygg ingu tré bryggju við gafl Norð­ ur tanga auk dýpk un ar fram kvæmda í Rifs­ og Ó lafs vík ur höfn. af Starfs menn Skipa vík ur eru þessa dag ana að setja vél ar í vík inga skip­ ið sem er ver ið að smíða í Stykk­ is hólmi. Um borð í skip inu verða tvær Yan mar 75 hest afla vél ar auk ljósa vél ar. Sig ur jón Jóns son eig andi skips ins seg ir að það verði vænt­ an lega sjó sett í lok þessa mán að ar, ef vel geng ur, en smá frá gang ur er enn eft ir. T.d. er eft ir að setja kjöl­ inn sem veg ur um 5 tonn á skip ið en þyngd skips ins með kjöln um er um 15 tonn. af Út lit fyr ir góða berja­ sprettu Þrátt fyr ir þurr viðra samt sum­ ar stefn ir í að berja spretta á Vest­ ur landi verði með besta móti að þessu sinni. Eng in al var leg vor hret gerði og svo virð ist sem berja lyngj­ un um líki vel við þurrka og mikla sól. Í Borg ar firði og Döl um eru ber nú orð in þokka lega þroskuð og því ekki eft ir neinu að bíða með að fara á berja mó og njóta úti ver unn ar. mm Geng ur vel með vík ing skip ið Sig ur jón og hans menn að vinna við frá gang skips ins. Mikl ar hafn ar fram kvæmd ir fyr ir­ hug að ar í Snæ fells bæ Fyr ir stöðu garð ur í Rifi sem ver ið er að legga loka hönd á. Fyrstu hrein dýr Vest ur lands sjást á Arn ar vatns heiði Hert við ur lög við um ferð ar laga brot um Um ferð skammt frá Hval fjarð ar göng un um. Ný stár legt daga tal FVA

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.