Skessuhorn


Skessuhorn - 08.08.2007, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 08.08.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST S i g u r ð u r Breið fjörð naut um ára bil mik illa vin sælda hér lend­ is sem skáld því vissu lega mátti hann heita skáld þó ekki væru ein­ tóm gull korn sem frá hon um hrutu. Lífs hlaup hans var líka á ýms an hátt merki legt þó ég treysti mér ekki til að fjalla þar um án nokk urr ar heim­ ilda vinnu sem ég hef ekki að stæð­ ur til að vinna eins og er enda hafa líka aðr ir gert þeim mál um skil bet­ ur en ég verð nokk urn tím an fær um. Kannski reyni ég að grúska í því síð ar. Með al ann ars mun hann hafa hlot ið dóm fyr ir tví kvæni og gott ef ekki voru fleiri úti stöð ur hans við yf ir völd in, bæði geist leg og ver ald­ leg. Um presta stétt ina kvað Sig urð­ ur: Prest ar hin um heimi frá hulda dóma segja, en skyldi þeim eng um bregða í brá blessuð um, nær þeir deyja. Mund um vér ei þora þá í þeirra húspostill um auð mjúk lega að eft ir sjá ýms um penna vill um. Svo sem nærri má geta orti Sig­ urð ur einnig um ást ina enda læt ur að lík um að mað ur sem hef ur hlot­ ið dóm fyr ir tví kvæni hafi haft af henni nokk ur kynni: Ást in hef ur hýr ar brár en hend ur sund ur leit ar, ein er mjúk en önn ur sár en þó báð ar heit ar. Við kvæmn in er vanda kind, veik og kvik sem skar ið, veld ur bæði sælu og synd svo sem með er far ið. Mik ill sann leik ur er líka fal inn í þess ari vísu Sig urð ar: Það er vandi að velja sér víf í standi þrifa en ó láns fjandi ef illa fer í því bandi að lifa. Jónas Hall gríms son veitt ist á tíma bili mjög að Sig urði Breið­ fjörð og rímna kveð skap Ís lend inga sem hon um þótti skelfi legt holta­ þoku væl. Má vera að hon um hafi of boð ið rímna dýrk un landa sinna og Sig urð ur orð ið fyr ir högg inu sem einn hinn fremsti af rímna­ skáld um lands ins en þó að nokkru að ósekju. Einnig má velta fyr ir sér hvort dýrk un þjóð ar inn ar á Sig urði hafi ver ið meiri en hann átti skil­ ið og hægt hefði ver ið að heim færa upp á hann vísu Stein gríms Thor­ steins son: Með of lofi teygð ur á eyr um var hann svo öll við það sann indi rengd ust, En ekki um einn þuml ung hann vaxa samt vann - það voru að eins eyr un sem lengd ust. Fyr ir margt löngu var mér sagt að Ein ar heit inn Bein teins son hefði ver ið á gangi með kunn ingja sín­ um á sunnu degi í mið bæ Reykja­ vík ur þeg ar kunn ing inn hét á hann brenni víns flösku ef hann gerði fal­ lega klám vísu um næstu konu sem þeir mættu. Fljót lega varð á vegi þeirra virðu leg mið aldra kona og vind ur Ein ar sér að henni, tek ur ofan hatt sinn og á varp ar hana með þess um orð um: Gæf ist næði væna víf, væri æði gam an að við bæði lít ið líf lét um fæð ast sam an. Verð ur ekki ann að sagt en sú þraut hafi ver ið snyrti lega af hendi leyst. Séra Pét ur Ingj alds son sem lengi var prest ur á Skaga strönd, held ég að ég fari rétt með, og var alla vega á þeim tíma ó gift ur, fór í ferða lag til Kaup manna hafn ar og kom það­ an jafn ó gift ur og hann fór af stað enda stóð víst ekki ann að til af hans hálfu. Við heim komu hans kvað Lúð vík Kemp: Hvergi finna vask ur vann við hlít andi svanna, var þó bú inn hart nær hann heima land ið kanna. Burt frá Hafn ar solli og seim svei aði gleði kon um. Lausríð andi lagði heim, lán ið fylgdi hon um. Um tíma voru þau sam kenn ar­ ar við Húna valla skóla, séra Hjálm­ ar Jóns son, Guð laug ur Ara son sem skrif aði þá á gætu bók Eld hús mell­ ur og Þur íð ur Baxt er. Um Guð laug orti séra Hjálm ar: Hans er brellið hug ar þel, haus af dellu bólg inn. Ann ars fell ur okk ur vel við Eld húsmellu dólg inn. Og um Þur íði kvað Guð laug ur: Þræl - er kona þessi - sver. Þur - hún heit ir - ríð ur. Bax - er mær in bor in - ter, bull - á henni - sýð ur Þannig hafa menn lengi leik ið sér að orð um og gjarn an skemmt sér og öðr um kon ung lega með hin­ um furðu leg ustu út kom um. Í þætti Sveins Ás geirs son ar, Já og Nei, fengu snill ing arn ir þenn an fyrripart til að botna: Sá ég bak við svarta kletta seli drepa kött. Ég held að það hafi ver ið Helgi sem botn aði og má segja það hafi ver ið orð að sönnu: Það er best að botna þetta bara út í hött. Í jólakross gátu DV 1983 var ráðn ing in fal in í eft ir far andi vísu: Þeg ar hund ur kyss ir kött og kett ling faðm ar mús in þá er eitt hvað út í hött uml aði færilús in. Það var ekki und ar legt að Flosi Ó lafs son setti fram eft ir far andi hug leið ingu: Skrít ið er að skálda þjóð skuli ekki vita það er eng inn vandi að yrkja ljóð ef menn bara geta það. Ís lensk mat væla fram leiðsla hef­ ur lengst af ver ið bless un ar lega laus við flesta þá sjúk dóma sem herja á búfé og nytja jurt ir er lend is enda virð ist ís lenskt búfé við kvæmara fyr ir sjúk dóm um þar sem eng­ in mótefn is mynd un er fyr ir hendi. Í Svein bjarn ar gerði í Eyja firði var um tíma rek ið nokk uð um fangs­ mik ið ali fugla bú en lenti í vand­ ræð um vegna salmon ellu og varð að hætta starf semi. Ein hvern tím an með an þessi mál voru í um ræð unni heyrði Gest ur Ó lafs son aug lýs ingu sem hann taldi á stæðu til að binda í stuðla með lít ils hátt ar við bót og út­ skýr ingu: Komn ir eru kjúkling ar á kynn ing ar verði. Salmon ellu sjúk ling ar frá Svein bjarn ar gerði. Leit um svo til Sig urð ar Breið­ fjörð með loka vís una: Lauf í vindi lífs er bið og lít ið ynd is sæti. Hvað er að binda hug ann við heims ins skyndi læti. Með þökk fyr ir lest ur inn. Dag bjart ur Dag bjarts son, Hrís um, 320 Reyk holt S 435 1489 og 849 2715 Hans er brellið hug ar þel - haus af dellu bólg inn Í sum ar verða haldn­ ir tvenn ir tón leik ar í org­ eltón leika röð Reyk holts­ kirkju, þeir fyrri þann 11. á gúst og þeir síð ari þann 25. á gúst. Tón leik arn­ ir eru haldn ir á veg um kirkj unn ar í sam vinnu við Fé lag ís lenskra org an leik ara til styrkt ar Org el­ og söng mála sjóði Bjarna Bjarna son ar frá Skán ey, en sjóð ur inn stóð straum af kostn aði við við gerð og upp setn ingu org­ els í Reyk holts kirkju. Að gangs eyr­ ir, 1.500 krón ur, renn ur ó skipt­ ur til sjóðs ins enda gefa lista menn og aðr ir að stand end ur tón leik anna vinnu sína til styrkt ar mál efn inu. Org el leik ari á tón leik unum laug­ ar dag inn 11. á gúst er Dou glas A. Brotchie, org anisti Há teigs kirkju, og laug ar dag inn 25. á gúst leik­ ur Mart einn H. Frið riks son, org­ anisti við dóm kirkj una í Reykja vík á hljóð fær ið. Báð ir tón leik arn ir hefj­ ast klukk an 16. Dou glas A. Brotchie er fædd­ ur í Ed in borg í Skotlandi en er orð inn ís lensk ur rík is borg ari eft­ ir 25 ára dvöl hér á landi. Hann hóf org el nám um ferm ing ar ald ur og sext án ára gam all var hann ráð­ inn org anisti og kór stjóri við Bal­ erno sókn ar kirkj una. Dou glas hef­ ur lok ið kantors prófi og org el ein­ leik ara prófi frá Tón skóla Þjóð­ kirkj unn ar. Hann var ann ar org­ anisti Dóm kirkju Krists Kon ungs (Landa kots kirkju) um ára bil og org anisti Hall gríms kirkju í Reykja­ vík í eitt ár í leyfi Harð ar Ás kels­ son ar. Frá ár inu 1999 hef ur Dou­ glas ver ið org anisti Há teigs kirkju í Reykja vík. Hann hef ur hald ið tón­ leika víða um Evr ópu, sem ein leik­ ari í Skotlandi, Ung verja landi og Þýzka landi og sem með leik ari, m.a. með Söngsveit inni Fíl harm ón íu, Mótettukór Hall gríms­ kirkju og Schola cantor­ um. Hann hef ur margoft kom ið fram sem org anisti í sjón varpi og út varpi og hef ur auk þess leik ið inn á fjölda geisla diska. Mart einn H. Frið riks­ son fædd ist árið 1939 í Meisen í þýska landi. Hann nam kirkju tón­ list í Dres den og Leipzig. Árið 1964 flutt ist hann til Ís lands og gerð ist skóla stjóri Tón list ar skól­ ans í Vest manna eyj um og org an­ leik ari við Landa kirkju. Frá 1970 hef ur Mart einn starf að í Reykja vík, fyrst við Há teigs kirkju og frá 1978 við Dóm kirkj una í Reykja vík. Auk org anista starfs ins hef ur hann m.a. ver ið kenn ari við Tón list ar skól ann í Reykja vík. Org el Reyk holts kirkju var smíð­ að fyr ir Dóm kirkj una í Reykja vík hjá Th. Fro beni us & Co í Kaup­ manna höfn árið 1934. Þeg ar skipt var um hljóð færi í Dóm kirkj unni árið 1985 var org el ið keypt af Reyk­ holts söfn uði og geymt til upp setn­ ing ar í hinni nýju kirkju, sem þá hafði ver ið á kveð ið að reisa í Reyk­ holti. Eft ir vígslu kirkj unn ar var org el ið gert upp í verk smiðj unni þar sem það var upp haf lega smíð­ að og að lok um sett upp og vígt í Reyk holts kirkju á pásk um 2002. Við gerð org els ins tókst vel og hinn sér staki tónn þess sem kem ur mörg um kunn ug lega fyr ir eyru frá fyrri tíð nýt ur sín vel í Reyk holts­ kirkju. Org el ið er ó breytt frá því sem var í Dóm kirkj unni að radd­ skip an og gerð. Röð un á innvið um þess var lít il lega breytt til að lög un­ ar að rými Reyk holts kirkju og um­ gjörð þess end ur nýj uð og lög uð að stíl kirkj unn ar. (frétta til kynn ing) Í bý gerð er við bygg ing við Hót el Ham ar í Borg ar nesi en hót el ið hef­ ur ver ið starf andi við golf völl inn að Hamri síð an um mitt sum ar 2005. Nú er svo kom ið að eig end urn ir, Hjört ur Árna son og Unn ur Hall­ dórs dótt ir, telja nú ver andi hús næði ekki anna eft ir spurn á á lags tím­ um. Ný bygg ing in mun auka fjölda gisti rýma um ríf lega helm ing, úr 30 her bergj um í 65. Að auki á að bæta við fund ar sal og veit inga sal sem stað sett ur verð ur í gler húsi á efstu hæð hinn ar nýju þriggja hæða bygg ing ar. Ný bygg ing in mun rísa við aust­ ur enda hót els ins og verð ur tengd nú ver andi hús næði með gler bygg­ ingu. Bygg ing in verð ur þannig upp byggð að séð frá bíla stæð um mun hún ein ung is líta út fyr ir að vera tveggja hæða en vegna nokk­ urs halla á lóð inni mun neðsta hæð­ in á suð ur hlið inni í raun bæta við einni hæð neð an við hin ar. Byggt verð ur í þrep um upp á við frá suðri. Í ný bygg ing unni munu her berg in verða sunn an meg in en þjón usta og þvotta hús norð an meg in. Að sögn Hjart ar Árna son ar hef ur hót el ið geng ið von um fram ar í ár og er á und an á ætl un í nýt ing ar töl­ um auk þess sem aukn ing frá því í fyrra er um tals verð. Hann seg ir að við skipta vin ir séu mik ið Ís lend ing­ ar sem komi í golf hjá Golf klúbbi Borg ar ness, borði síð an á hót el­ inu og gisti um nótt ina. Einnig séu mik ið af fyr ir tækj um sem nýti sér fund ar að stöðu hót els ins og taki þá jafn vel einn hring á gólf vell in um á milli funda til þess að slaka á. Hjört ur seg ir að mik ill vel vilji sé í garð verk efn iss ins bæði hjá Golf­ klúbbi Borg ar ness og hjá Borg ar byggð. Það þurfi að vísu að fara yfir deiliskipu­ lag því sam kvæmt nú ver­ andi teikn ingu muni ný­ bygg ing in fara lít ið eitt út fyr ir lóð hót els ins. Þessi at riði og fleiri munu hafa ver ið rædd á fundi þann 3. á gúst síð ast lið inn. Ný bygg ing in er teikn­ uð af danska arki tekt in­ um Pet er Ott osen en bygg­ ing ar tækn in sem not uð er verð ur sú sama og í Hót el Hamri, en það er ný tækni hönn uð af Guðna Jó­ hann essyni verk fræð ingi og pró­ fess or við Kungliga Tekniska Hög­ skol an í Stokk ólmi. Þessi hönn un bygg ir á stál grind og sam an þjapp­ aðri stein ull sem aðal bygg ing ar­ efn um og býð ur bygg ing ar að ferð in upp á mik inn bygg ing ar hraða. Til að mynda var nú ver andi bygg ing Ham ars ein ung is 110 daga í bygg­ ingu eft ir að botn plat an hafði ver ið steypt. Að sögn Hjart ar er stefnt að því að hefja fram kvæmd ir í haust. „Já, ef guð og Spari sjóð ur inn lofa þá byrj um við á þessu í sept em ber og opn um í maí,“ sagði Hjört ur. Bygg ing in verð ur boð in út á haust­ dög um og er á ætl að að verk ið verði í hönd um al verk taka. hög Org eltón leik ar í Reyk­ holts kirkju í sum ar Hót el Ham ar, fyr ir hug uð bygg ing mun rísa við aust- ur enda húss ins. Hót el Ham ar vex úr grasi Hjört ur Árna son ann ar eig enda Hót el Ham ars.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.