Skessuhorn


Skessuhorn - 08.08.2007, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 08.08.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST Óformlegt umhverfismat H VA L F J A R Ð A R S V E I T: Vegamálastjóri hefur sent sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar svar vegna beiðni um óformlegt umhverfismat vegstæðis yfir Grunnafjörð. Sveitarstjórn óskaði eftir því að óformlegt mat færi fram, en það var vegamálastjóri sjálfur sem orðaði þá hugmynd fyrstur í viðtali við Skessuhorn. Hann er nú að fara yfir hvort og þá með hvaða hætti unnt er að koma því í framkvæmd. - kóp Reykhólar ­ unaður augans Þann 4. júlí síðastliðinn auglýsti Reykhólahreppur eftir tillögum að slagorði fyrir hreppinn. Skilafrestur var til 16. júlí og bárust 68 tillögur. Dómnefnd var sammála um að „Reykhólar ­ unaður augans“ væri vinningsslagorðið. Eins og fram kemur á vef Reykhólahrepps bárust margar mjög frambærilegar tillögur sem erfitt var að velja á milli en dómnefnd kom sér saman um að ofantalið slagorð væri það besta og sá sem sendi það inn var Svavar Garðarsson frá Hríshóli. -bgk Náð í mat inn Kríu varp ið í Rifi er með því stærsta í heimi. Þar er nú nóg um að vera og kepp ast kríurn ar við að mata ung ana. Oft leit ar Krían út á haf til þess að ná í mat ar fang og er sand sílið vin sæl ast á mat ar borð ið. Þessi kría hafði heppn ina með sér og náði í þetta flotta sand síli og flaug með rak leið is heim í búið. af Að eins minni um ferð GÖNG IN: Bíla um ferð in um Hval fjarð ar göng var 4% minni um ný liðna Versl un ar manna­ helgi en um sömu helgi í fyrra. Nú fóru 37.400 bíl ar um göng in frá fimmtu degi til mánu dags en 39.000 á sama tíma í fyrra, sem er fækk un um 1600 bíla. Á heima­ síðu Spal ar seg ir, að um ferð í Hval fjarð ar göng um í júlí mán uði 2007 hafi auk ist um 9% mið að við sama tíma bil í fyrra og fyrstu 10 mán uði rekstr ar árs Spal ar (frá og með októ ber 2006 til og með júlí 2007) jókst um ferð in í göng un um um 9,4%. Alls hafa 1,6 millj ón ir bíla far ið um göng in á þess um tíu mán uð um, þar af 240.000 núna í júlí, sem er ríf lega tvö falt meiri um ferð en í jan ú ar. -mm Óska nýrra leiktækja H VA L F J A R Ð A R S V E I T: Börn og unglingar við Hlíðarbæ í Hvalfjarðarsveit hafa sent sveitarstjórn erindi um að leiktæki á útisvæði séu orðin léleg og jafnvel hættuleg. Óskað er eftir því að sveitarstjórn svari því hvort áætlað sé að gera eitthvað í málinu. Undir þetta skrifa börnin sjálf, það yngsta fætt 1999 og það elsta árið 1990. Óhætt er að fagna þessu framtaki barnanna og er ljóst að þarna er á ferð fólk sem mun í framtíðinni bera hag samfélags síns fyrir brjósti. -kóp Sjálfboðaliðar í Englendingavík BORGARNES: Hollvinasamtök Englendingavíkur óska eftir sjálfboðaliðum næstkomandi mánudags­, þriðjudags­ og miðvikudagseftirmiðdaga milli klukkan 17 og 21. Að sögn Ingibjargar Hargrave, hjá Hollvinasamtökunum stendur til að rífa gólfið úr Sævarborg, sem er gamla búðin, og moka jarðvegi út úr húsinu. Því er æskilegt að áhugasamir sjálfboðaliðar taki með sér handverkfæri eins og skóflur og kúbein til að verkið vinnist fljótt og vel. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg í síma 8621399 á mánudaginn. -mm Róleg helgi hjá lögreglunni SNÆFELLSNES: Lögreglan á Snæfellsnesi var með mikið eftirlit um Verslunarmannahelgina á vegum umdæmisins. Að sögn Ólafs Kr Ólafssonar, sýslumanns Snæfellinga gekk umferðin mjög vel um helgina og var enginn ökumaður tekinn vegna hraðaksturs eða ölvunar. Að sögn Ólafs er umferðin almennt orðin mun rólegri nú en áður var og telur hann að þakka megi það auknu eftirliti og þá telur hann að hraðamyndavélar við þjóðvegina geri mikið gagn sem og að sektir við umferðarlagabrotum hafa þyngst mikið. „Allt spilar þetta saman og svo hefur umferðaráróðurinn haft sín áhrif. Ökumenn eru einfaldlega farnir að aka hægar. Þessi helgi var bara eins og hver önnur helgi í umferðinni hjá okkur hér á Snæfellsnesi,“ sagði Ólafur að lokum. af Verkferlar við virkjanir skoðaðir LANDIÐ: Iðnaðar­, umhverfis­ og félagsmálaráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að gera rannsókn á verkferlum við virkjunarframkvæmdir. Tilefni þessa eru álitamál sem komið hafa upp í tengslum við Múlavirkjun á Snæfellsnesi og Fjarðarárvirkjun fyrir austan. Starfshópurinn á einnig að gera rannsókn á ákvörðunum og lögum tengdum leyfisveitingum og framkvæmdaeftirliti við virkjanaframkvæmdir. -kóp Rafmagnsleysi víða LANDIÐ: Rafmagnslaust var á stórum hluta landsins um tíma í gær, þriðjudag. Það tók starfsmenn Landsnets nokkurn tíma að finna út úr biluninni. Þá fór rafmagn einnig af á Akranesi og í Borgarnesi, sem og á höfuðborgarsvæðinu, í nokkrar sekúndur, en það er nóg til að ýmsum tækja­ og tölvubúnaði sló út með tilheyrandi töfum. ­mm Fram kvæmd ir við Sanda braut á Akra nesi hafa taf ist og hafa nokkr ir les end ur haft sam band við Skessu­ horn til að furða sig á þessu. Að­ gengi að hús um við göt una hef ur ver ið erfitt þar sem ekki hef ur ver ið hægt að aka að hús um. Um sam eig­ in lega fram kvæmd Akra nes kaup­ stað ar og Orku veitu Reykja vík ur er að ræða og sam kvæmt upp haf legri á ætl un átti end ur nýj un veitu lagna og slit lags í göt unni að vera lok­ ið 29. júní sl. Þor vald ur Vest mann, sviðs stjóri tækni­ og um hverf is­ sviðs sagði í sam tali við Skessu­ horn að verk þátt ur bæj ar ins væri ekki enn haf inn. Líkt og oft gerð ist við end ur nýj un lagna hefði kom ið í ljós við fram kvæmd ir að end ur nýja þyrfti meira en upp haf lega var gert ráð fyr ir. Sam kvæmt verk fundi sem hald inn var 24. júlí sl. er gert ráð fyr ir að ljúka fram kvæmd um í 34. viku, sem er frá 19.­25. á gúst. Að spurð ur sagði Þor vald ur að þess ar taf ir gætu átt sér eðli leg ar skýr ing ar og því væri ekki víst að um dag sekt ir yrði að ræða. Hlut ur bæj ar ins í verk inu tæki u.þ.b. hálf­ an mán uð. Ver ið væri að klára lagn­ ir og und ir bún ings vinna fyr ir slit­ lag gæti haf ist fljót lega. kóp Gisitn ótt um á hót el um í júní fjölg aði um 16% milli ára á land inu öllu mið að við sama mán uð í fyrra. Á sam an lögðu svæði Vest ur lands, Suð ur nesja og Vest fjarða fjölg aði þeim úr 12.700 í 14.000 eða um rúm 11%. Gistinæt ur á land inu öllu voru í júní 153.900, en á sama tíma í fyrra 132.800. Þetta þýð ir að að eins um 9% allra ferða manna í júní á Ís landi gisti á Suð ur nesj­ um, Vest ur landi eða Vest fjörð um. Gistin ótt um fjölg aði í öll um lands­ hlut um nema á Aust ur landi, en þar fækk aði þeim um 8%. Hlut falls lega fjölg aði þeim mest á höf uð borg ar­ svæð inu um tæp 22%, úr 83.300 í 101.600. Á Norð ur landi nam aukn­ ing in tæp um 17%, en gistinæt ur þar fóru úr 12.800 í 15.000 milli ára. Fjöldi gistin átta á Suð ur landi stóð nán ast í stað milli ára og voru um 16.500 bæði árin. kóp Í bú ar Þurs staða, Borg ar, Tungu­ lækjar og Litlu­ Brekku í Borg ar­ byggð hafa sent sveit ar stjórn Borg­ ar byggð ar bréf þess er ind is að hugs an legri Go­kart braut verði fund inn ann ar stað ur en í þeirra ná grenni. Skipu lags­ og bygg inga­ nefnd sveit ar fé lags ins fjall aði um er indi frá byggða ráði varð andi um­ sókn Hlauparans ehf um svæði fyr­ ir risa tjald og Go­kart braut sunn­ an Háfs lækj ar við svo nefnd an Bárð­ arás í Borg ar landi. Einnig var fram­ lagt minn is blað frá fundi með land­ eig end um aðliggj andi jarða á samt bréfi frá á bú end um og eig end um jarð anna þar sem fram kem ur að þeir leggj ast ein dreg ið gegn þess um á form um. Því legg ur nefnd in til að fall ið verði frá þess ari hug mynd og bein ir því til byggða ráðs að á fram verði unn ið að því að finna starf­ sem inni stað. Á fundi sveit ar stjórn ar degi síð­ ar var sam þykkt með tveim ur at­ kvæð um gegn einu að Borg ar­ byggð leggi ekki til spildu úr landi Borg ar byggð ar í landi Borg ar und­ ir svæði fyr ir akst urs í þrótt ir. Páll S. Brynjars son sveit ar stjóri sagði í sam tali við Skessu horn að segja mætti að þetta mál væri búið að velt ast í kerf inu um tíma. Þeir að­ il ar sem leit að hefði ver ið til hefðu ekki ver ið til bún ir til að hafa þessa starf semi í sínu ná grenni, eink um vegna há vaða. „Sveit ar fé lag ið hef­ ur leit að ým issa leiða til að finna land und ir starf semi sem þarna um ræð ir en ekki orð ið á gengt. Stað­ reynd in er því mið ur sú að sveit ar­ fé lag ið á ekki land und ir þessa starf­ semi en ef ein hverj ir land eig end ur gætu séð af spildu und ir þetta væri gott að frétta af því,“ sagði Páll S. Brynjars son. bgk Búið er að rífa gömlu slökkvi stöð ina í Stykk is hólmi sem stað sett var við Gamla róló svo kall aða. Hús ið, sem hlað ið var út hol steini, var byggt í kring um árið 1960. Það var not að sem slökkvi stöð í um 42 ár eða frá ár inu 1960 til árs ins 2002. Ekki hef ur ver ið á kveð ið hvað verð ur gert við lóð ina, að sögn Erlu Frið riks dótt ur bæj- ar stjóra. af/ljósm. ef. Það hef ur vak ið at hygli gesta í Snæ fells bæ í sum ar hversu mik ið er um gervi hnatta diska í bæj ar fé lag­ inu. „Marg ir þeirra sem hafa slík an bún að hjá sér, hafa ekki sótt um leyfi hjá bæj ar yf ir völd um til að setja upp þessi tæki,“ sagði Krist inn Jón as son bæj ar stjóri í sam tali við Skessu horn. „Bær inn hef ur aug lýst mik ið í vor og bent fólki sem væri í þeim hug­ leið ing um eða hefðu þeg ar sett upp gervi hnatta bún að, að sækja um leyfi til um hverf is­ og skipu lags nefnd ar. Í fram haldi af því hef ur fólk að eins tek ið við sér og sótt um leyfi, en þó ekki all ir og mun um við tala við þá sem hafa ekki sótt um leyfi. Sum ir gera sér ekki grein fyr ir því að það þurfi leyfi til þess að setja upp slík­ an bún að, en þetta eru breyt ing ar á hús næði sam bæri leg ar við að það þarf leyfi til að skipta um glugga og ann að sem kem ur að breyt ing um á út liti. Við reyn um um leið og leyf­ in eru veitt að passa að upp setn ing­ ar diskanna sé ekki út í hött,“ seg­ ir Krist inn. Að spurð ur seg ir hann að mest sé um að er lent fólk í bæj ar fé lag­ inu setji upp gervi hnatta bún að til þess að sjá frétt ir og ann að frá sínu heima landi. „En ég vil ít reka það enn frek ar að það þarf að sækja um leyfi hjá okk ur áður,“ sagði Krist­ inn að lok um. af Taf ir á fram kvæmd um við Sanda braut Mik ið um gervi hnatta diska í Snæ fells bæ Þessi disk ur er sett ur fyr ir einn glugg ann á hús næði í Ó lafs vík. Seg ir bæj ar stjór inn að slíkt eigi ekki að sjást. Gamla slökkvi stöð in rif in Í bú ar vilja ekki Go­kart braut í ná grenni sitt Gistin ótt um fjölg ar enn á milli ára

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.