Skessuhorn


Skessuhorn - 08.08.2007, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 08.08.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1400 krónur með vsk á mánuði en krónur 1300 sé greitt með greiðslukorti. Elli­ og örorkulíf.þ. greiða kr. 1050. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. ­ 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Alfons Finnsson, Snæfellsnesi 893 4239 Birna G Konráðsdóttir 864­5404 birna@skessuhorn.is Halldór Örn Gunnarsson 822 5661 hog@skessuhorn.is Kolbeinn Ó. Proppé 659­0860 kolbeinn@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Augl. og dreifing: Hekla Gunnarsd. 821 5669 hekla@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson augl@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Leiðarinn Árlega síðla sumars sprettur upp mikil umræða um skattamál Íslendinga enda eru skattskrár þá lagðar fram í umdæmum landsins öllum til skoðunar. Menn velta sér óspart upp úr þessum upplýsingum þá tíu daga sem skattskráin liggur frammi; hverjir borga háa skatta og hverjir virðast svíkjast undan skyldum sínum við að greiða samfélaginu sitt. Ungir hægri sinnaðir menn telja það vanvirðu við frelsi einstaklingsins að forvitnir aðilar og fjölmiðlar geti kafað ofan í þessar upplýsingar, meðan þeim vinstri sinnuðu finnst það meira en sjálfsagt að einu sinni á ári liggi það fyrir hverjar tekjur einstaklinga eru. Ég hef lengi haft þá skoðun að menn eigi að vera stoltir af því að greiða skatta, því hærri því betra. Þá hef ég einnig haldið því fram að ef allir, ekki bara sumir, greiddu skatta í réttu hlutfalli við tekjur, þá myndu þeir með hreinu samviskuna á endanum borga minna. Því er opinberun þessara upplýsinga til góðs tíu daga á ári. Skattalögin eiga að vera einföld og gegnsæ og ég tala nú ekki um réttlát. Þannig á lágtekjufólk ekki að greiða skatta, þar sem lágmarkstekjur nægja vart til framfærslu, hvað þá til að leggja eitthvað af mörkum til samneyslunnar. Þá eiga ýmsir jaðarskattar, eins og t.d. barnabætur, vaxtabætur og niðurgreiðsla námslána, ekki að vera það háir að unga fólkinu sé refsað fyrir að fylgja því „normi“ sem því er ætlað. Að sama skapi eiga þeir sem hafa ofurlaun, hvernig svo sem þau myndast, að greiða feita skatta, af því einfaldlega þeir eru aflögufærir. Ég held hinsvegar að íslensk skattalög séu að mörgu leyti meingölluð og snýr það bæði að einstaklingum sem og tekjuskiptingu í opinbera geiranum. Þá tel ég stóran galla í skattakerfinu felast í ráðstöfun fjármagnstekjuskattsins. Þetta er skattur af arði sem menn fá út úr fyrirtækjum sem þeir eiga hluti í eða skattur af vaxtatekjum hvers konar. Einyrkjar í atvinnurekstri hafa nýtt sér þessa nýlegu glufu og ótrúlega margir háeffarar fyrirfinnast. Þegar grannt er skoðað borga margir þeirra ekkert til sveitarfélaganna sem þeir búa í og þau hafa því tapað tekjum án þess að nokkuð kæmi á móti. Hér á landi eru nú um 2200 manns sem einungis greiða fjármagnstekjuskatt til ríkisins, en ekkert útsvar til sveitarfélaganna sem þeir búa í. Þeir lifa semsagt eingöngu á tekjum af peningum eða hlutabréfum sem þeir hafa væntanlega áður greitt af skatta til að eignast. Að öðru leyti gera þeir ekki neitt, samkvæmt skattskrám. Þetta er eitthvað brogað í meira lagi. Fjármagnstekjuskattur er 10% og á síðasta ári greiddu Íslendingar 16,3 milljarða króna í slíkan skatt og hafði sú tala tvöfaldast frá árinu 2005. Það er að mínu viti ekki annað en eðlilegt að sveitarstjórnarmenn kvarti sáran í ljósi þess að þeir sem einungis hafa fjármagnstekjur greiða ekki krónu til síns nærsamfélags. Þó að þeir eigi börn sem gangi í skóla, aki á götum sem sveitarfélögin láta gera og njóti annarrar þjónustu sem lögbundið er að sveitarfélög veiti, þá greiða þeir ekkert fyrir þessa þjónustu. Ég get ekki annað en tekið undir með þeim sveitarstjórnarmönnum sem telja að það sé vitlaust gefið. Ég er sannfærður um að það myndi nýtast íbúum þessa lands betur að hlutfall tekna sveitarfélaga ykist á kostnað þess sem ríkið hefur úr að moða. Þó ekki væri nema fyrir þær sakir að ég tel að sukk og svínarí í opinbera geiranum sé almennara á vegum ríkisins en í rekstri sveitarfélaga. Til að útskýra sukk og svínarí nefni ég sem dæmi utanríkisþjónustu sem vex í röngu hlutfalli við bættar samgöngur milli landa og batnandi fjarskipti. Þá tel ég fullvíst að í rekstri margra ríkisrekinna stofnana þrífist vinnusvik, óeðlilegar sporslur og annar sóðaskapur með almannafé. Slíkur sóðaskapur þrífst betur ef ríkið fær stöðugt til sín auknar tekjur, þ.e. græðir óeðlilega mikið. Sveitarfélögin mættu því mín vegna fá alla 16 milljarðana sem ríkið hirðir nú í fjármagnstekjur. Það er nefnilega betra eftirlit með ráðstöfun opinbers fjár eftir því sem eyðsla þess er nær almenningi. Af þeim sökum eiga sveitarfélög að taka að sér fleiri verkefni en þau hafa í dag og ríkið að fækka sínum á móti. Þá væri um að ræða skilvirkan flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga og á því myndi landsbyggðin græða sérstaklega því opinbera apparatið er jú í dag nánast allt á höfuðborgarsvæðinu. Magnús Magnússon. Er vitlaust gefið? Viðbygging við leikskólann Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit var afhent sl. miðvikudag. Það var fyrirtækið ART sérsmíði sem sá um framkvæmdina. Með nýju byggingunni fjölgar plássum á leikskólanum úr 30 í 48 og lýsti Sigurður Sigurjónsson leikskólastjóri yfir sérstakri ánægju sinni með framkvæmdina. Hann segir að viðbyggingin muni gerbreyta allri aðstöðu í skólanum, leikrými mun aukast og aðstaða starfsfólks mun batna til muna. Hann segir bygginguna mjög vel hannaða og ekki sjáist að um viðbyggingu sé að ræða. Hún henti mjög litlu sveitarfélagi þar sem hægt er að bæta við hana eftir þörfum. Sigurður sagði einungis eitt ár liðið frá því hann vakti athygli sveitarstjórnar á því að leikskólinn væri sprunginn og hrósaði þessum skjótu viðbrögðum. Það var Hlynur M. Sigurbjörnsson varaoddviti sem tók við lyklunum úr höndum Hjalta Hafþórssonar framkvæmdastjóra ART sérsmíði, en Hlynur var formaður framkvæmdanefndar. Hlynur hrósaði verktakanum fyrir góð vinnubrögð og að standast allar áætlanir. Leikskólinn verður opinn öllum íbúum Hvalfjarðarsveitar til sýningar laugardaginn 11. ágúst frá kl. 14 til 16. kóp Jóhanna Halldóra Sigurðardóttir, skólastjóri Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi síðastliðin sex ár hefur sagt starfi sínu lausu. Byggðasamlag skólans, sem Eyja­ og Miklaholtshreppur og Borgarbyggð standa að, hefur auglýst starf skólastjóra laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 10. ágúst nk. „Eins og gefur að skilja þarf viðkomandi að hefja störf sem allra fyrst og umsóknafrestur stuttur, eða til föstudagsins 10. ágúst n.k. Laugargerðisskólinn er staðsettur á Snæfellsnesi. Í skólanum eru um 50 börn úr Eyja­ og Miklaholtshreppi og fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og er þeim að mestu kennt í 4 bekkjardeildum. Við skólann er starfræktur tónlistarskóli. Starfsmenn eru alls um 15,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá byggðasamlaginu. Skriflegar umsóknir um stöðuna skulu berast til Ásbjörns Pálssonar formanns byggðasamlagsins, Haukatungu, 311 Borgarnesi. Umsóknarfrestur er, eins og áður segir, til föstudagsins 10. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Ásbjörn í síma 435­6762 og 893­6762 og á netfangið asbjorn­helga@simnet.is. mm Ríkisstjórnin mun leggja alls 1.400 milljónir aukalega í Byggðastofnun á næstu tveimur árum. Þar af fara 1.200 milljónir til að laga skuldastöðu stofnunarinnar og á hún þá að vera betur í stakk búin að bregðast við vanda fyrirtækja, ekki síst í sjávarútvegi. Þá fara 200 milljónir til sérstakra átaksverkefna atvinnuþróunarfélaga til að sinna nýsköpunarverkefnum. Þetta kom fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar byggðamálaráðherra sem hann hélt við opnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í máli hans kom fram að þessar aðgerðir séu fyrst og fremst til að stofnunin geti aðstoðað fyrirtæki sem verða illa úti vegna niðurskurðar í þorskveiðum og verði fjármunirnir merktir þeim svæðum sem verst verða fara úti vegna hans. Ráðherra sagði að bankar og fjármálastofnanir hefðu tekið vel í að aðstoða fyrirtæki í sjávarútvegi, en líkt og fram hefur komið höfðaði ríkisstjórnin til velvilja þeirra vegna niðurskurðar þorksveiðikvóta. kóp Frá örófi alda hafa trébátar verið gerðir út á Íslandi en á undanförnum árum hefur þeim farið mjög svo fækkandi. Sumir hafa verið rifnir niður og aðrir verið notaðir í áramótabrennur. Til eru félög sem hafa einungis trébáta á sínum snærum eins og Norðursigling á Húsavík sem er einungis með trébáta í hvalaskoðun. Þeir eru því afar fáir eftir sem gera út til veiða á trébátum hér á landi, plast­ eða stálbátar hafa tekið við. Sjómenn eru sammála um að gömlu eikarbátarnir hafi sálir og eiga margir góðar minningar af þeim og því er um ákveðinn söknuð að ræða í huga þeirra. Í Ólafsvík er aðeins einn trébátur eftir; Jórunn ÍS 140. Báturinn hefur verið bundinn við bryggju í eitt ár en nú hefur eigandi hans, Magnús Snorrason, ákveðið að taka bátinn í klössun og fá á hann haffærnisskírteini og gera bátinn út á skötusel í sumar, en allgóð veiði hefur verið á skötusel í Breiðarfirði það sem af er sumri. Jórunn er skráð 33 brúttótonn að stærð og er smíðuð í Hafnarfirði árið 1976. Báturinn hefur borið mörg nöfn: Kitti BA, Hafsúla BA, Hafsúla ÍS, Hafsúla ST, Haförn ÍS, Haförn HU, Dagbjört SU, Már NS, Hafsúlan RE, Hafsúlan SH og nú Jórunn ÍS. af Það lá vel á útgerðamanninum Magnúsi Snorrasyni þegar hann var að mála um borð í Jórunni ÍS í síðustu viku. Síðasti trébáturinn í Ólafsvík Jórunn í uppsátrinu í Ólafsvík stærsti báturinn sem hefur lagst þar að. Starf skólastjóra Laugargerðisskóla auglýst Laugargerðisskóli. Ljósm. Sigurður Jónsson. Byggðastofnun fær 1.400 milljónir aukalega Sigurður Sigurjónsson leikskólastjóri var ánægður með framkvæmdina. Viðbygging við Skýjaborg tilbúin Nýja viðbyggingin fellur mjög vel að eldra húsnæði leikskólans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.