Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2007, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 22.08.2007, Blaðsíða 19
19 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST Í gámnum má sjá einn pokanna sem vatnið verður flutt út í. Kvöldganga UMSB var farin á Þúfufell sl. fimmtudagskvöld. Gengið var upp á Digrahnúk en fáir fóru á toppinn þar sem þeir töfðust á leiðinni við berjatínslu og nutu útiverunnar með þeim hætti. Leiðsögumaður var Arnheiður Hjörleifsdóttir á Bjarteyjarsandi og benti hún göngufólki á örnefni og álagajarðir. Þá sýndi hún ferðalöngum uppbyggingu sumarhúsabyggðar á jörð sinni. Eftir gönguna var boðið upp á ekta súkkulaði með rjóma og frönskum vöfflum á Bjarteyjarsandi. es Á mánudagskvöldið hélt Hörður Ó Helgason skólameistari FVA fund með forráðamönnum nemenda á sal skólans. Til umfjöllunar var skólaganga og skemmtanalíf nemenda undir 18 ára aldri. Yfir hundrað manns mættu á fundinn og í umræðum kom fram mjög almennur vilji til að sporna gegn áfengisneyslu unglinga og um 70 fundarmenn lýstu sig reiðubúna til þátttöku í foreldrarölti þau kvöld sem dansleikir eru hjá nemendafélagi FVA. Ný stjórn foreldrafélags skólans var kjörin á fundinum. Hana skipa Borghildur Jósúadóttir formaður, Guðrún S. Gísladóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Anney Ágústsdóttir, Andrea A. Guðjónsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Sigurjón Einarsson og Halldóra Gylfadóttir. kóp Framkvæmdir að hefjast í Rifi Starfsmenn Icelandic Glacier Product eru þessa dagana að skipta um jónatæki og síur í húsnæði Slægingarþjónustunnar. Þar hefur fyrirtækið aðstöðu til að pakka vatni í poka, sem flutt verður út í gámum, en hver gámur rúmar 24 tonn af vatni. Fyrirhugað er að fylla einn gám til prufu og selja erlendis, en þegar framleiðslan er komin í fullan gang er áætlað að setja vatn í 80 gáma á mánuði auk þess að tappa vatni á flöskur. Fyrirhugað er að byrja á lóðarframkvæmdum við nýtt húsnæði Icelandic Glacier Product í Rifi fyrir mánaðamót, en það hús verður 10 þúsund fermetrar að stærð og munu 40 til 50 manns vinna hjá fyrirtækinu til að byrja með, eins og fram kom í Skessuhorni í síðustu viku. af Fjölmennur fundur forráðamanna nemenda Afari röð: Brynhildur, Ragnheiður, Anney og Sigurjón. Fremri röð: Guðrún, Borghildur og Andrea. Gönguferð og berjatínsla á Þúfufelli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.