Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2007, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 22.08.2007, Blaðsíða 31
31 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST www.skessuhorn.is Hefur þú farið nýlega á: www.skessuhorn.is? Sæmundur við planka úr Skeiðarárbrúnni sem rak í Beruvík eftir hlaupið 1996. Ljósm. Guðrún Lára Pálmadóttir. Landbrot í Melabökkum Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur orðið ansi mikið landbrot í Melabökkum í Melasveit. Sigrún Sólmundardóttir, húsfreyja í Belgsholti sagði í samtali við Skessuhorn að brotið hefði gríðarlega mikið á þessu horni og miklar breytingar hefðu orðið á ásýnd svæðisins vegna ágangs sjávar. Sé gengið fyrir hornið blasir við hellir sem sjórinn hefur myndað tiltölulega nýlega. „Það er ótrúlegt að sjá hvað sjórinn er öflugur og vel þess virði að gagna þarna niður og fylgjast með þessu,“ segir Sigrún. Bóndi hennar, Haraldur Magnússon, er alinn upp í Belgsholti og staðfestir hann hve sjórinn hefur breytt landslaginu. „Hann Jón Magnússon í Melaleiti sagði mér frá því fyrir mörgum árum að þegar byggt var íbúðarhús þar fyrir 1960 hafi hann mælt vegalengdina frá húsi og fram á bakkann. Fimmtán til tuttugu árum síðar hafi hann fundið miðann sem hann hafði hripað töluna niður á og mælt aftur. Þá hafi komið í ljós að hrunið hafði fram af bakkanum um 56 cm. á ári. Hann hefur ekki gert nákvæmar mælingar á því síðan en hann heldur að það hafi ekkert minnkað.“ kóp Hellirinn sem sjórinn hefur myndað í bergið. Ljósm. Sigrún Sólmundardóttir. Þriðja strandgangan á Snæfellsnesi Á laugardaginn var genginn þriðji áfanginn af sex í strandgöngu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og var það jafnframt síðasta skipulagða ganga sumarsins á vegum hans. Gengið var frá Skálasnaga að Beruvík og tók gangan rúmlega fimm klukkustundir. Sæmundur Kristjánsson landvörður og leiðsögumaður frá Rifi leiddi gesti um sögusvæði vitavörslu, bjargnytja, skipsstranda og búskapar ásamt því að fugla-, plöntu- og dýralífinu voru gerð góð skil. Rákust göngumenn m.a. tófu sem þeim erlendu þótti sérlega gaman að sjá. Einnig rakst hópurinn á rjúpnahreiður með eggjum en ólíklegt er að rjúpan sú komi ungum á legg svona seint. Kíkt var í hverja gjótu eftir ferlaufungi sem vex á þessu svæði en hann fannst þó ekki í þetta skiptið enda er ferlaufungur ein af sjaldgæfustu plöntum landsins og friðlýst tegund. Í Beruvíkinni fannst planki úr Skeiðarárbrúnni sálugu sem rak vestur með suðurströnd landsins og allt á Rauðasand á örfáum dögum eftir hlaupið 1996. Þáttaka í sumardagskrá þjóðgarðsins hefur verið mjög góð og þakka þjóðgarðsvörður og landverðir gestum fyrir þátttökuna og ánægjulega samveru í viðburðum sumarsins. Þess má geta að Gestastofa þjóðgarðsins á Hellnum verður opin alla daga frá 10-18 til og með 10. september. glp Fuglalífið í Saxhólsbjargi skoðað. Ljósm. Guðrún Lára Pálmadóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.