Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2007, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 22.08.2007, Blaðsíða 23
23 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST Sæmundur Unnar Sæmundsson, Óðinn Þorsteinsson, Heiðar Geirmundsson, Orri Geirsson o.fl. keppa um Íslandsmeistaratitilinn. Veitingar í boði - 3 mánaða áskrift að Sýn fyrir heppna áhorfendur - Leiktæki fyrir börnin - Monstertrukkur og kraftmesti jeppi landsins mæta á svæðið. Frábær fjölskylduskemmtun, frítt inn á svæðið. Nánari upplýsingar: www.kraftsport.is Íslandsmótið Hinir árlegu Hálandaleikar verða haldnir við Skógræktina á Akranesi laugardaginn 25. ágúst n.k. og hefst keppnin kl. 14:00. “Highland Games” í Hálandaleikum á Akranesi Nýlega voru afhent útboðsgögn vegna síðari áfanga uppbyggingar G S M - f a r s í m a þ j ó n u s t u n n a r á þjóðvegum landsins. Hafa bjóðendur sem uppfylltu skilyrði forvals frest til að skila tilboðum til 16. október nk. Í tilkynningu sem samgönguráðuneytið sendi frá sér sl. föstudag kemur fram að þess sé nú vænst að vinna við síðari áfangann geti hafist um áramót. Fjarskiptasjóður vinnur að því markmiði fjarskiptaáætlunar að GSM-farsímaþjónusta verði aðgengileg á hringveginum og öðrum helstu stofnvegum auk helstu ferðamannastaða. Meðal þeirra staða hér á Vesturlandi sem verulega hefur vantað upp á gott fjarskiptasamband má nefna Eiríksstaði í Haukadal og svæði í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Þar stefna nú stjórnvöld að úrbótum í síðari hluta útboðs fjarskiptasjóðs. Heiðarnar detta inn ein af annarri Eins og fram hefur komið í Skessuhorni ákvað stjórn fjarskiptasjóðs að skipta GSM- verkefninu í tvo áfanga. Vinna við fyrri áfanga er enn í fullum gangi og stefnt að því að uppbyggingu vegna GSM farsímaþjónustu á öllum hringveginum ljúki um næstu áramót í samræmi við markmið fjarskiptaáætlunar. Þá verður farsímanotkun einnig möguleg t.d. á Fróðárheiði á Snæfellsnesi, Steingrímsfjarðarheiði, Þverár- fjallsvegi, Fagradal og Fjarðarheiði í lok ársins svo og á nokkrum ferðamannsvæðum. Meðal nýrra svæða á Hringveginum sem komið hafa inn í sumar má nefna Öxnadalsheiði, kafla í Húnavatnssýslum og kafla á sunnanverðum Austfjörðum. Önnur svæði í fyrri áfanga munu koma inn eitt af öðru á þriðja og fjórða fjórðungi þessa árs. Skrifað var undir samning við Símann hf. í byrjun þessa árs og er samningsupphæðin 565 milljónir króna en við hana bætist kostnaður vegna lagningar rafmagns á allmarga staði þar sem sendar eru settir upp. Alls tekur þessi áfangi til um 450 km kafla og verða settir upp 38 sendar, byggð 29 hús og reist 31 mastur vegna þessarar bættu fjarskiptaþjónustu. Ástandið batnar m.a. á Eiríksstöðum og í þjóðgarðinum Síðari áfanginn snýst um að koma á GSM-sambandi á þá stofnvegi sem verða án þjónustu að loknum fyrri áfanganum sem nú er unnið að. Má þar nefna ýmsa fjallvegi svo sem Bröttubrekku, heiðar á Vestfjörðum svo sem Gemlufallsheiði, Dynjandisheiði og Kleifaheiði, einnig Öxarfjarðarheiði og Hellisheiði eystri. Í þessum áfanga verður einnig komið upp GSM-þjónustu á þeim ferðamannasvæðum sem eru í nágrenni þessara stofnvega, til dæmis Krýsuvík og við Eiríksstaði í Haukadal. Þá á að bæta GSM-samband á nokkrum ferðamannasvæðum í þjóð- görðunum við Snæfellsjökul og Jökulsárgljúfur. Uppbyggingu skal lokið á 22 mánuðum en þó skal ljúka 75% verksins á árinu 2008. Í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu segir að lögð verði sérstök áhersla á að flýta uppbyggingu svæða á Vestfjörðum og Norðausturlandi og tryggt að þeim svæðum verði lokið árið 2008. Í síðari áfanga verða settir upp 42 sendar, byggð 27 hús og reist 27 möstur. Mikilvægur öryggishlekkur „Með því að stuðla að aukinni útbreiðslu GSM-farsímanetsins á þeim svæðum sem ekki er líklegt að verði þjónað á markaðslegum forsendum er ætlunin að auka öryggi vegfarenda og bæta farsímaþjónustu á þjóðvegum landsins. Þrátt fyrir að farsímakerfið hafi ekki verið hannað sem öryggiskerfi er ljóst að almenn eign slíkra farsíma er mikilvægur liður í öryggi auk þess sem farsíminn gegnir mikilvægu hlutverki í samskiptum í nútímaþjóðfélagi,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins frá sl. föstudegi. Útboð vegna háhraðatenginga Fjarskiptasjóður vinnur einnig að undirbúningi útboðs sem snýst um að allir landsmenn sem þess óska hafi aðgang að háhraðatengingum. „Í sumar hefur verið unnið með markaðsaðilum að því að greina þau svæði á landinu sem marksaðilar telja sig ekki geta sinnt vegna fámennis án þess að fá til þess styrk úr fjarskiptasjóði. Stefnt er að því að sú vinna klárist um miðjan september. Vinna við gerð útboðsgagna er einnig langt komin en hún snýst að miklu leyti um að skilgreina þær kröfur sem gerðar verða til þjónustunnar. Áætlað er að útboðið verði auglýst í október næst komandi,“ segir að lokum. mm Seinni áfangi GSM verkefnis fjarskiptasjóðs í útboð 1.9a fi fi 1.21 1.18 1.17 1.16 1.15 1.14 1.13 1.12 1.10 1.11 1.9b 2.30 2.29 1.23 1.22 2.27 2.28 1.8 2.26 2.25 2.24 2.23 2.22 2.21 2.20 1.7 1.6 1.5 2.19 1.4 1.3 1.2 2.18 2.17 1.20a 1.20b 2.16 2.15 2.14 2.13 2.12 2.112.10 2.9 1.24 2.8 2.7 2.12.32.22.42.62.5 1.19a 1.19b 2.31 1.1 fi.2 fi.1

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.