Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2007, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 22.08.2007, Blaðsíða 33
33 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST S K E S S U H O R N e h f. /© 2 0 0 7 Fornleifarannsóknir í Reykholti Fluttur verður fyrirlestur um stöðu fornleifarannsókna í Reykholti í Snorrastofu þriðjudaginn 28. ágúst kl. 20.30. Fyrirlesari verður Guðrún Sveinbjarnardóttir, fornleifafræðingur. Aðgangseyrir er 500 kr. og er boðið upp á veitingar. Fyr ir skömmu fannst rost ungs- tönn á Brim ils völl um í Snæ fells- bæ. Gunn ar Tryggva son sem rek ur ferða þjón ust una þar sagði í sam tali við Skessu horn að hann hafi ver ið í fjör unni að ná í efni. „Fað ir minn var bú inn að moka upp haug af efni þarna og þeg ar mig ber að garði er þýsk ur ferða mað ur að snigl ast í kring um haug inn. Hann rak aug un í tönn ina sem ég fór með til Leifs Á. Sím on ar son ar jarð fræð ings hjá Há skóla Ís lands sem skoð aði hana. Á ætl aði hann að tönn in gæti ver ið um 10 þús und ára göm ul. Það kom Leifi á ó vart hvað tönn in var heil- leg. Hún er 47 senti metr ar að lengd og veg ur um tvö kíló.“ Gunn ar bæt ir við að karl rost ung- ar og karl sel ir séu kall að ir brim l- ar og gæti gát an um nafn jað ar inn- ar ver ið leyst með þess um fundi. „ Kannski að hinn eini sanni Brim- ill sé fund inn,“ sagði Gunn ar glett- inn að lok um. af sem bet ur fer gat ég feng ið vinnu í Heið ar skóla við ræst ing ar, þar sem ég vann í tutt ugu ár, og ég held að það hafi al veg bjarg að mér. Að hafa nóg að gera leiddi hug ann að öðru og á þann hátt vann ég úr þessu tíma bili. Það hefði ver ið enn erf ið- ara að vera bara heima. Sem bet ur fer var eitt af því síð asta sem Njáll gerði áður en hann dó að selja syni okk ar sem hér býr, hálfa jörð ina. Ég var afar á nægð með að það var allt í höfn þeg ar hann lést. Síð ar þeg- ar ég var búin að fá nóg af fé lags- bú skap keyptu þau hjón in, son ur okk ar og tengda dótt ir af gang inn af jörð inni og búa hér nú með hross. En árið 1975 orti Njáll til mín ljóð sem skrif að var í gesta bók ina okk- ar. Mér þyk ir afar vænt um það og ljóð ið er svona: Hug ur inn reik ar hér og þar hugs uð æfi braut in enn eru störf in alls stað ar ó full ráð in þraut in. Margt er breytt frá bernsk unni bær inn, lind in, foss inn. búið litla í brekkunni og ber in út um kross inn. Mörg þá árin beygja bak best má hæg an rölta. Gleð ur hug ann hófatak á hesti góð um tölta. Að eins kíkt á fé lags mál in Víða í sveit um lands ins eru kon ur sem ekki hafa mik ið haft sig frammi á fund um en þó starf að að fé lags- mál um. Þær hafa ver ið í kven fé lög- um og lagt sam fé lag inu lið á þann hátt. Fríða er ein af þeim. Hún gekk í kven fé lag ið Grein árið 1952 og starfar þar enn, þótt hún segi það vera mun minna en var. Hún er sjálf bjarga að öllu leiti því enn keyr- ir hún á fundi, ef með þarf. Á veg- um kven fé lags ins sat hún oft í 17. júní nefnd og ferða nefnd og hef ur reynd ar oft far ið í ferða lög með or- lofi hús mæðra. En í 17. júní nefnd- inni, sem í voru full trú ar frá fleiri kven fé lög um á svæð inu, kynnt ist hún kon um sem hún hef ur oft ferð- ast með síð an. Þær eru fjór ar sem hald ið hafa hóp inn og reyna að fara eitt hvert ár lega, til að skoða land ið sitt. Fríða seg ir þess ar ferð ir ó met- an leg ar og hlakk ar alltaf jafn mik- ið til. Alltaf átt hesta „Eins og ég sagði fyrr þá höf um við alltaf átt hesta. Mér hef ur fund- ist afar gam an að bregða mér á bak á góð um hesti. Marga skemmti- lega reið túrana hef ég far ið hér um sveit ina og víð ar í góð um fé lags- skap. Fyr ir nokkrum árum keypti ég mér hesta fyr ir norð an sem son- ur minn sem býr á Akra nesi tamdi fyr ir mig. Nú er ég búin að fella síð asta reið hest inn. Ég vildi hætta á með an ég var enn sjálf bjarga með að kom ast á bak. Vildi ekki hafa það þannig að ég yrði að hætta af því að get an væri ekki leng ur til stað ar, það fannst mér ó mögu legt. Son ur okk ar sem býr hér er hrossa bóndi. Hann hef ur ver ið að ná á gæt ist ár- angri í sinni rækt un. Mér finnst gam an að fylgj ast með því. Pabbi var nat inn við hross og ég held að kannski liggi það í ætt um að hafa gam an af hest um.“ Hætti að vinna ríf lega sjö tug Fríða er afar ern þótt kom in sé á ní ræð is ald ur. Eins og fram hef- ur kom ið fór hún að vinna við ræst- ing ar í Heið ar skóla þeg ar hún varð ekkja. „Ég hætti um ára mót in eft ir að ég var sjö tug. Ég hefði al veg treyst mér til að vinna leng ur, ein hverja tíma á dag, en það borg ar sig ekki. Ef elli- líf eyr is þegi vinn ur eft ir að byrj að er að borga út líf eyr inn þá skerð- ast bæt urn ar veru lega. Eins vildi ég hleypa yngra fólki að þótt mér finn- ist að fólk sé ekk ert skyldugt til að vera í ein hverju fyr ir fram á kveðnu munstri. Mér finnst sem dæmi að leyfa ætti þeim sem til þess hafa heilsu og getu að vinna leng ur án þess að þeim sé refs að fyr ir það. Það hafa auð vit að ekki all ir heilsu til þess og þá eiga þeir að njóta þess að fá að hvíla lúin bein, ef svo má að orði kom ast. Hin ir sem vilja, eiga líka að fá tæki færi til að nýta krafta sína á fram. Það er auð velt að upp- lifa það sem höfn un þeg ar að ein- hverj um aldri er náð að þá sé ekki þörf fyr ir mann. Reynd ar gerði ég það ekki, en það er auð velt að sjá að svo geti ver ið.“ Aldrei búið við ríki dæmi „Ég veit ekki hvað ríki dæmi er, í fjár mun um talið, býst ekki við að kynn ast því úr því sem kom- ið er og verð að við ur kenna að ég sakna þess ekk ert. Hins veg ar hef ég not ið þeirra for rétt inda að kynn- ast góðu fólki og það hef ur sann- ar lega gef ið líf inu gildi. Ég lærði það snemma að reyna að nýta það sem til tækt er. Við það hef ég hald- ið mig og ekk ert gert mér rellu út af öðru. Sem dæmi þá keypti ég mér fyrstu mublurn ar mín ar, al veg nýj- ar þeg ar ég varð átt ræð. Við átt- um auð vit að eitt og ann að áður en það hafði aldrei ver ið keypt nýtt. Ekki tek ég með mér þetta dót þeg- ar ég fer svo til gang ur inn með því að safna því er kannski ekki mik- ill, sér stak lega ekki þeg ar mað ur er kom inn á minn ald ur. Ég hef eins og aðr ir reynt sitt hvað í líf inu en flest af því hef ur þrosk að mig. Ég get ekki kvart að. Ég á níu börn á lífi, 28 barna börn, 20 langömmu- börn og eitt langa langömmu barn er á leið inni. Svo auð vit að er ég gíf- ur lega rík, það ligg ur bara ekki og verð ur mölét ið inni á banka,“ sagði Fríða bros andi. Það hef ur ver ið ynd is legt að koma í litla hús ið henn ar Fríðu. Auð vit að var tek ið á móti blaða- manni með kost um og kynj um þótt Fríða seg ist ekk ert kunna að taka á móti „ svona“ fólki. Heima bak aða hafra kex ið með sal at inu rann ljúf- lega ofan í blaða mann og það eina sem hann sá eft ir þeg ar kvatt var, að hafa etið sér til ó bóta, einu sinni enn. bgk Fríða á ein um af gæð ing un um sín um. Tíu þús und ára rost ungs tönn finnst Gunn ar Tryggva son á samt syni sín um Bene dikt með tönn ina góðu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.