Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2009, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 12.08.2009, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST Haf steinn Guð munds son er oft nefnd ur Flat eyj ar jarl. Hann hef ur búið í Flat ey, á samt konu sinni Ó línu Jóns dótt ur, sam fellt frá ár inu 1965. Þar hef ur hann stund að bú skap og sjó sókn auk þess sem hann var odd viti Flat- eyj ar hrepps í ára tugi. Nú er Haf- steinn 74 ára gam all, er með 60 kind ur og sér um að taka á móti flóa bátn um Baldri aðra hverja viku. Fisk veið ar eru ein göngu stund að ar til að eiga í soð ið en grá sleppu veið ar eru ár viss ar. Ó lína rek ur heimagist ingu fyr ir ferða menn í húsi þeirra í tveim- ur góð um her bergj um á samt litlu koti á sjáv ar bakk an um. Það er vin sælt að gista hjá þeim hjón- um enda við ur gjörn ing ur góð ur. Til skamms tíma sá Ó lína um póst hús í eyj unni, minnsta ís- lenska póst hús ið. Því var lok að í júní. Lag að ist þeg ar tog ar arn ir fóru „Ég er fædd ur á Höllu stöð um á Reykja nesi, sem er næsti bær við Reyk hóla. Þar ólst ég upp til tíu ára ald urs að við flutt um í Skál eyj ar,“ seg ir Haf steinn. Þar bjó hann þar til hann fór að sækja sjó inn sautján ára gam all en kom þó alltaf heim í Skál­ eyj ar á sumr um fyrstu árin. Fyrstu ver tíð ina var hann í Flat ey en síð an í Ó lafs vík, Stykk is hólmi og Grund­ ar firði. Þá voru gerð ir út tveir stór ir bát ar frá Flat ey á línu, fimm tíu og sex tíu tonna. „Neta veið arn ar voru ekki byrj að ar í Breiða firð in um þá. Það var talið að fisk ur inn hér væri of smár til að veið ast í net. Fiskirí ið var lé legt á þess um árum þeg ar ég var að byrja til sjós. Þetta var áður en far ið var að færa út land helg­ ina. Út lendu tog ar arn ir og jafn vel þeir ís lensku líka eltu fisk inn hér inn um allt og þá var ekki hægt að leggja nein veið ar færi því tog ar arn­ ir fóru bara yfir þetta allt. Svo var land helg in færð út í fjór ar míl ur 14. maí 1952 og öll um fló um og fjörð­ um lok að fyr ir tog veið um og þá fór að ræt ast úr þessu.“ Vænt fé og góð beit Haf steinn og Ó lína hófu sinn bú­ skap í Grund ar firði og þau bjuggu þar þang að til þau fluttu út í Flat­ ey 1965. „Við þekkt umst nú fyr­ ir enda erum við bæði héð an úr eyj un um. Ó lína er frá Hval látr­ um,“ seg ir Haf steinn. Hann fór í Stýri manna skól ann árið 1959 og tók fiski manna próf. Hann var síð­ an skip stjóri á bát um frá Grund­ ar firði og síð an var fal ast eft ir því við hann að taka að sér skip stjórn á tutt ugu tonna báti, Krist jáni, sem að mestu var not að ur til flutn inga milli Króks fjarð ar ness og Breiða­ fjarða eyja, nesj anna og fjarð anna í ná grenn inu. „ Þetta voru alls kon­ ar flutn ing ar, mest þó fóð ur bæt­ ir og vör ur til fólks ins, sem hérna bjó. Það er nokk uð löng sigl ing héð an til Króks fjarð ar ness eða um þrír tím ar. Þá voru nú veg irn ir lé­ leg ir og hvergi snjó mokst ur þannig að flutn ing arn ir voru að al lega á sjó, ekki bara til þeirra sem voru í eyj­ un um. Við stund uð um svo fisk veið­ ar á þess um báti líka. Ég var í þrjú eða fjög ur ár með þenn an bát. Svo breytt ust versl un ar hætt irn ir og far­ ið að moka veg ina meira.“ Haf­ steinn byrj aði með sauð fjár bú skap nokkrum árum eft ir að hann flutt­ ist til Flat eyj ar. Þeg ar mest var voru kind urn ar um 120 tals ins. Gras­ gef in tún eru í Flat ey en fé er lát ið ganga úti fram yfir miðj an vet ur oft fram í mars enda snjó létt í eyj unni. Haf steinn var ekki byrj að ur að slá um mán aða mót in en hann seg­ ir vel sprott ið. Féð er á sumr um í næstu eyj um og er flutt þang að á sér stök um flutn inga báti. „Yf ir­ leitt er féð vænt hérna og það hef­ ur það gott í eyj un um, enda bæði fjöru beit og mik ið gras líka. Það er lít il á níðsla á þessu núna enda féð svo fátt. Það eru bara þess ar hund­ rað roll ur eða svo, sem við Magn­ ús í Kráku vör, hinn bónd inn hér í Flat ey, erum með. Sam ein ing inn an sýslu marka Í Flat ey hafa fimm manns fasta bú setu allt árið en auk Haf steins og Ó línu býr Haf þór son ur þeirra hjá þeim og svo þau Magn ús Jóns­ son og Svan hild ur kona hans sem búa í Kráku vör. Í byrj un síð ustu ald ar bjuggu um 300 manns í Flat­ ey. Þó voru ekki all ir með fasta bú­ setu þar því marg ir voru þar ein­ göngu ver tíð ar bund ið við vinnu. Haf steinn seg ir íbúa með fasta bú­ setu þá hafa ver ið 220. Svo hafi ver­ ið fram und ir stríð en þeim hafi fækk að hratt eft ir það. Þeg ar Haf­ steinn og Ó lína sett ust að í Flat­ ey bjuggu þar um þrjá tíu manns en næstu fimm árin fækk aði í bú um mik ið. Fram til 1975 var einnig föst bú seta í fleiri eyj um á Breiða firði eins og í Hval látr um og í Svefn­ eyj um. Haf steinn átti sæti í sveit­ ar stjórn Flat eyj ar hrepps í rúma tvo ára tugi. Hann var kjör inn í sveit ar­ stjórn nokkrum árum eft ir að hann flutt ist til Flat eyj ar og var lengst af odd viti eða þar til Flat eyj ar hrepp­ ur sam ein að ist Reyk hóla hreppi upp úr 1990. Hann seg ir ekki hafa ver ið svo mik il sam skipti á milli sveit ar­ stjórna á þess um tíma. Sam skipt in hafi meira ver ið beint við ráðu neyt­ in. Sam starf ið hafi þó ver ið einna mest við Stykk is hólm en Flatey ing­ ar voru þátt tak end ur í sam starfi um heilsu gæslu stöð ina í Stykk is hólmi. „Sam göng ur voru nú ekki góð ar í Aust ur Barða strand ar sýslu og eng­ ar op in ber ar sam göng ur hérna á milli. Menn fóru bara á sín um bát­ um.“ Hann seg ir að eðli legra hefði kannski ver ið að Flat eyj ar hrepp ur sam ein að ist Stykk is hólmi því sam­ skipt in þang að hafi alla tíð ver ið meiri en við Reyk hóla hrepp. „Það var ekki mögu legt á þeim tíma því þá mátt um við ekki sam ein ast út fyr ir sýslu mörk og kjör dæma mörk. Þetta kom til tals en lög in þá komu í veg fyr ir það. Nú er búið að breyta lög um og dæmi um slík ar sam ein­ ingar núna.“ Bald ur kem ur með vatn ið Haf steinn sér um að taka á móti flóa bátn um Baldri aðra hverja viku á móti Magn úsi í Kráku vör. Áður fyrr sá hann um af greiðsl una en þá var skemma fyr ir vör urn ar í Flat ey en nú er varn ing ur til Flat eyj ar sett­ ur í gám í Stykk is hólmi og Brjáns­ læk og sama er gert við far ang ur og vör ur sem flytja á frá eyj unni. Yfir sum ar ið kem ur Bald ur fjór um sinn­ um á dag til Flat eyj ar. Auk fólks og varn ings flyt ur hann eyja skeggj um vatn sem dælt er í tank við höfn ina. Af köstin eru mik il því dæla Bald urs nær að dæla 500 lítr um á mín útu í tank inn. Vatns skort ur hef ur ver ið í Flat ey í sum ar hjá þeim sem ein­ göngu eru með heima brunna enda mik ið þurrka sum ar en vatns veit­ an úr tank in um er al far ið kost uð af hús eig end um í Flat ey, sveit ar fé­ lag ið kem ur þar hvergi nærri. Haf­ steinn seg ir vatns skort ekki hafa ver ið al geng an áður fyrr en vatns­ notk un sé nú mun meiri í eyj unni en áður var. Sem dæmi má nefna að ekki er hægt að fá ó keyp is vatn með mat á hót el inu í Flat ey vegna vatns­ skorts ins. Ó lína seg ist vera far in að segja fólki sem panti gist ingu hjá sér að baða sig vel áður en það komi til Flat eyj ar því ekki sé víst að það kom ist í bað þar. Póst hús ið lagt af vegna ald urs póst meist ar ans Tal okk ar Haf steins berst að póst hús inu í Flat ey, sem Ó lína sá um, minnsta póst húsi lands ins sem hýst var í af lögð um vega vinnu skúr. Ó lína seg ist hafa les ið það í Mogg­ an um að póst hús ið hafi ver ið lagt af vegna ald urs póst meist ar ans en það sé auð vit að ekki rétt. Póst ur inn hafi bara ver ið að hag ræða og víða ann­ ars stað ar hafi póst hús in ver ið flutt í banka eða spari sjóði. Haf steinn hlær og seg ir það án efa eins dæmi að heilt póst hús sé lagt af vegna ald urs póst­ meist ara. „Nei. Það er svo margt í okk ar þjóð fé lagi núna sem á að hag­ ræða og bæta. Hag ræð ing in, sem gerð var í póst þjón ustu fyr ir tveim­ ur til þrem ur árum, var að al lega fólg in í því að póst ur inn varð tveim­ ur dög um leng ur á ferð inni. Það var öll hag ræð ing in og al veg eins hef ur það ver ið í svo mörgu öðru. Í fisk­ veiði stjórn un inni var hag ræð ing­ in upp haf lega fólg in í því að vernda fiski stofn ana en aldrei í sög unni hafa stofn arn ir ver ið eins lé leg ir, að mati fiski fræð ing anna, en síð an þessi stjórn un komst á. Svo finnst mér allt of lít ið gert úr skandal sem alltaf er að koma upp, sem er brott kast ið á fiski. Þeg ar mynd irn ar af brott kast­ inu komu á sín um tíma í sjón varp inu þá voru fyrstu við brögð Mathiesen sjáv ar út vegs ráð herra, sem þá var, að kæra mynda töku mann inn. Þetta eru oft við brögð in á fleiri svið um að hengja boð ber ann. Þetta lán ast oft vel því póli tíkusarn ir eru svo sam­ tvinn að ir þessu öllu.“ Lifi brauð ið hvarf með kvóta kerf inu Haf steinn hef ur stund að sjó inn í gegn um tíð ina með fram bú skapn­ um. Nú á hann tvo báta, gaml an op­ inn tré bát og sex tonna bát. Grá­ sleppu veið ar eru stund að ar ár lega en þær hófust ekki að marki í Flat­ ey fyrr en eft ir 1970. Haf steinn seg­ ir að þótt verð fyr ir grá sleppu hrogn hafi ver ið hátt í vor og far ið upp í um 120 þús und krón ur fyr ir tunn­ una hafi það ekki fylgt geng is þró un. „Til þess eins að standa í stað hefðu átt að fást 140 þús und krón ur fyr ir tunn una því verð ið var 70 þús und krón ur fyr ir geng is hrun ið,“ seg­ ir hann. Flatey ing ar hafa ekki yfir nein um kvóta að ráða og Haf steinn er ó sátt ur við að eyja skeggj ar skuli ekki mega veiða fisk til að selja á mark að því auð velt sé að koma hon­ um frá eyj unni á mark að í Stykk is­ hólmi. „Það er hel víti hart á stað þar sem fólk hef ur í gegn um ald irn­ ar haft lifi brauð af því að veiða fisk að mega það ekki. Það hvarf með Há bölv að að mega ekki veiða fisk sér til fram færslu - seg ir Flat eyj ar jarl inn, sjó mað ur inn og bónd inn Haf steinn Guð munds son Haf steinn í eld hús inu heima hjá sér í Lækn is hús inu í Flat ey. Ó lína tek ur á móti gistipönt un í gegn um sím ann í garð in um heima. Haf steinn bú inn að taka við end an um hjá Baldri, tengja vatns slöng una og býr sig und ir að húkka í land gang inn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.