Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2009, Side 19

Skessuhorn - 09.09.2009, Side 19
19MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER Á dög un um var eldri manni sem nú býr í Borg ar nesi veitt sér stök við ur kenn ing um hverf is­ og land­ bún að ar nefnd ar Borg ar byggð ar fyr ir hreins un lóð ar inn ar við Dval­ ar heim ili aldr aðra. Mað ur þessi heit ir Þor steinn Pét urs son, oft ast kennd ur við Hamra í Reyk holts dal, en þar bjó hann í ára tugi á samt fjöl­ skyldu sinni og kenndi við grunn­ skól ann á Klepp járns reykj um. Þor­ steinn hafði ekki lengi búið á dval­ ar heim il inu þeg ar hann upp á sitt eins dæmi byrj aði að hreinsa lóð­ ina og næsta ná grenni henn ar. „Það er gott fyr ir svona gamla karla eins og mig að hafa eitt hvað að dunda við og helst eitt hvað til gagns. Svo fær mað ur líka þessa fínu hreyf ingu út úr þessu á hverj um degi,“ seg ir Þor steinn. Að vísu seg ist hann und­ an farna daga hafa ver ið at vinnu­ laus. Or sök in væri sú að ef vind­ ur hef ur blás ið þá hafi hann ver ið norð an stæð ur og úr þeirri átt ber­ ist lít ið rusl inn á lóð dval ar heim­ il is ins. Það beri ann að við þeg ar vind ur hef ur stað ið af Hyrn unni og hin um sjopp un um við brú ar­ sporð inn. „Það er með ó lík ind um sóða skap ur inn í fólki sem þarna fer um. Fólki virð ist vera al veg sama hverju það hend ir á jörð ina; sí gar­ ettu stubb um og stærra rusli; allt fær að fjúka.“ En Þor steini er ým is­ legt fleira til lista lagt. Hann hef ur í gegn um tíð ina haft ríka mál vit und og er hon um alls ekki sama hvern­ ig nýðst er á ís lensku máli, eins og hann seg ir sjálf ur. Með al ann ars hef ur hann ver ið öt ull við að vera blaða mönn um Skessu horns inn an hand ar að leið rétta ýmsa mis rit un og hik ar ekki við að setja ofan í við okk ur sem þar störf um þeg ar frek­ lega er geng ið á feg urð ís lenskr­ ar tungu. Í lið inni viku kom Þor­ steinn í heim sókn á rit stjórn ina og var sleg ið upp fundi þar sem blaða­ menn fengu lóð rétt í haus inn ýms ar am bög ur sem ratað höfðu alla leið á prent. Tæki fær ið var síð an not að til að taka stutt spjall við þenn an fyrr­ um barna skóla kenn ara, sjö barna föð ur og ís lensku mann frá Hömr­ um. Lát um ekki segja okk ur fyr ir verk um Talið berst fyrst að ís lensku máli og þeirri elju sem Þor steinn hef­ ur sýnt við að leið rétta það sem hon um hef ur fund ist leið rétt ing ar þurfi. „Senni lega hef ur mál vit und mín breyst á efri árum við að ég fór að tapa heyrn. Ef tal að er ó skýrt í kring um mig heyri ég ekki hvað fólk seg ir. Því reyni ég sjálf ur að vera skír mælt ur þannig að ég heyri í það minnsta hvað ég segi. Ann­ ars var það í æsku móð ir mín sem var fyr ir mynd in hvað ís lenskt mál snert ir. Hún tal aði gott og á ferð ar­ fal legt mál. Svo lærði ég líka af fólki sem kom við heima á bæn um. Samt var það ekki svo að með vit að færi ég að hlusta neitt sér stak lega eft ir ís lensku máli í æsku. Þetta þró að­ ist svona smám sam an lík lega af því að ég hafði vinnu við að vera fyr­ ir mynd sem kenn ari. Engu að síð­ ur fara í taug arn ar á mér ýms ar þær am bög ur sem fyr ir okk ur eru dags dag lega. Jafn vel er engu lík ara en búið sé að lög leiða ýmis orð sem bein lín is eru ó nefni og röng. Ég get nefnt sem dæmi orð ið „ráðu­ naut ur.“ Hvaða ráð ur er sá mað­ ur að veita? Þetta er að sjálf sögðu mað ur sem gef ur ráð og því væri miklu rétt ara að starfs heiti hans væri ráð gjafi. Að sama skapi er orð­ ið „ráðu neyti“ eitt af þess um rang­ nefn um sem orð in eru föst í mál­ inu og skemma það. Við þurf um ekki að fara eft ir ein hverj um vit­ leys ing um að sunn an og það skip­ ar mér eng inn að skrifa rangt mál,“ seg ir Þor steinn. Blaða mað ur hef ur þekkt til Þor­ steins í ára tugi og get ur stað fest að ó fá um ráð herr um mennta mála og mál fars fröm uð um hef ur Þor steinn á Hömr um skrif að í gegn um tíð ina og bent á ýms ar am bög ur máls ins sem beri að leið rétta, oft ast án þess þó að svar ber ist til baka. Þor steinn nefn ir fleiri dæmi um hvern ig far ið er illa með ís lensk­ una. „Það eru mörg auka orð í notk­ un sem ekki er þörf fyr ir. Við eig um ekki að hafa mál ið of flók ið. Ég get nefnt sem dæmi orð eins og „að ili,“ „tals ins“ og „síð an.“ Eða ein tölu orð­ ið „manns“ sem auð vit að á að skrifa „menn“ sé um fleiri en einn mann að ræða. Svo er búið að lög leiða allskyns vit leys ur. Við sjá um að bæði er ver ið að nota föð ur nafn ið „Sig­ urð ar son“ og „Sig urðs son“ jöfn um hönd um. Það fyrra er rétt, en lík­ lega verð ur Jón for seti seint sagð ur „Sig urð ar son“ þannig að stríð ið við að halda ís lensku máli hreinu verð ur seint unn ið,“ seg ir Þor steinn. Fram burð ar kennsl an gleymd ist En aft ur að Þor steini sjálf um. Hann var al inn upp á Mið foss um í Anda kíl. „Ég fór svo í skóla og varð stúd ent frá Mennta skól an um í Reykja vík. Fyrst hafði leið in reynd­ ar leg ið á Laug ar vatn í fram halds­ skóla deild sem þar var. Á Laug ar­ vatni lærði ég ekki neitt og var þar ein ung is í einn vet ur. Ég held að eng inn af okk ur sem vor um í skól­ an um þenn an vet ur hafi kom ið aft­ ur. Þar var þá allt á öðr um end an­ um, skóla stjór inn sjaldn ast heima og það var mik ið los á öllu. Náms­ lega séð var þetta því ó nýt ur vet ur. Ég var síð an í bú skap heima á Mið­ foss um og fór seinna í Kenn ara skóla Ís lands. Þar lærði mað ur eitt hvað af bók en í sjálfu sér ekki að kenna. Í bók inni var ekk ert um hvern ig átti að um gang ast nem end ur og ann að fólk. Mað ur lærði til dæm is dönsku í skóla en það gleymd ist að kenna okk ur fram burð inn. Í starfi mínu sem kenn ari síð ar reyndi ég oft að fara út fyr ir bók ina og ræða við nem end urna. Það má senni lega gera meira af því,“ seg ir fyrr um kenn ar­ inn Þor steinn. Tveir bíl ar frá upp hafi Eft ir að Þor steinn lauk námi í Kenn ara skól an um var hann einn vet ur við kennslu í Anda kíls skóla í sinni heima sveit. „Síð an fór ég að Klepp járns reykj um og kenndi eft­ ir það alla tíð við skól ann. Ég og Ásta Hans dótt ir kona mín bjugg­ um á Hömr um, sem er bær skammt fyr ir ofan Klepp járns reyki, en það an var Ásta. Eft ir að ég hætti kennslu flutt um við svo í íbúð í hverf inu og bjugg um þar í mörg ár þar til heilsu Ástu tók að bregða og við flutt um á Dval ar heim ili aldr aðra í Borg ar nesi. Þar vor um við sam an um tíma en Ásta dó á síð asta ári.“ Þau Ásta og Þor steinn áttu sam­ an sjö börn og hvöttu þau öll til mennta. Heim il ið var því mann­ margt en stóð vin um og vanda­ mönn um á valt opið og þar var gest­ kvæmt. Nægju semi var þeim hjón­ um eðl is læg og er bíla kost ur Þor­ steins vitn is burð ur um það. Hann fékk snemma bíl próf og hef ur ekið síð an, alltaf á bíl með núm er inu M­920. En bíl arn ir hafa ein ung is ver ið tveir frá upp hafi. Fyrstu 28 árin Land Rover eðal jeppi sem ekið var út al veg þang að til hægt var að horfa á fóst ur jörð ina nið ur um gólf ið. Síð­ asta 21 árið hef ur hins veg ar Ch evr­ o let Monsa þjón að hús bónda sín um vel og dyggi lega. Þrátt fyr ir að hafa náð hærri aldri en geng ur og ger ist með Monsu bíla hef ur Þor steinn þó ýmsa hild ina háð með bíln um. „Við vor um einu sinni á akstri í Borg ar­ hreppn um við Ásta þeg ar vöru bíls­ dekk kem ur fljúg andi ofan af palli á bíl sem við mæt um. Það skell ur nið ur á vél ar hlíf ina á bíln um, stór­ skemm ir hann og hend ist síð an eina 200 metra út í móa, slík var ferð in á því. Þá eins og oft ar fyrr og síð ar tók Þórð ur Stef áns son á Arn heið ar stöð­ um bíl inn til hand ar gagns og kom í rétta horf ið aft ur.“ Og er runn ið af þér? Fyr ir nokkrum árum voru Þor­ steinn og Ásta á leið heim af sam­ komu í Fossa túni, sem þá var nýr veit inga stað ur á bökk um Gríms ár. „Við vor um á heim leið þeg ar lög­ regla blikk ar okk ur og stopp ar síðla kvölds. Lög reglu þjónn inn snar­ ar sér út og spyr hvað an við séum að koma? „Af barn um í Fossa túni,“ svara ég að bragði. Það varð dá lít­ ið vand ræða leg þögn drykk langa stund svo ég bætti við; „En ég hef ekki drukk ið vín í 21 ár.“ Þá svar­ ar lög reglu þjónn inn um hæl: „Og held urðu að það sé ekki al veg runn­ ið af þér?“ Mér fannst þetta á gætt svar. Stað reynd in var sú að ég á kvað um fimm tugs ald ur inn að hætta að drekka vín. Ég held að ég hafi ekki versn að við það.“ Þor steinn seg ist una hag sín um vel á Dval ar heim ili aldr aðra í Borg­ ar nesi. „Það er ó trú lega vel hugs að um okk ur full orðna fólk ið. Þetta er fyr ir mynd ar heim ili.“ Fram á síð asta vet ur sinnti Þor­ steinn sínu helsta á huga máli, en það er að spila bridds. Reynd ar er hann einnig lið tæk ur lomber spil ari og ósjald an í gegn um tíð ina hef ur hann ver ið kall að ur að spila borð inu. „Það kem ur fyr ir að ég grípi í spil en það hef ur minnk að upp á síðkast ið. Ég kvaddi fé laga mína í Bridds fé lagi Borg ar fjarð ar form lega í fyrra vet­ ur, fannst vera kom ið nóg. Ég átti hins veg ar marg ar gleði stund ir með þeim í ára tugi.“ Við þökk um Þor steini Pét urs syni fyr ir kom una á rit stjórn Skessu­ horns. Það er gott að hafa menn eins og hann, líkt og Hauk í Horni, sem fús ir eru til að leið rétta vit leys­ urn ar og gefa yngri mönn um góð ráð. mm Á bágt með að sætta sig við að am bög ur fest ist í ís lensku máli Rætt við fyrr um kennar ann Þor stein á Hömr um Þor steinn er hér að þakka fyr ir sig eft ir að hon um hafði ver ið veitt sér stök við­ ur kenn ing um hverf is­ og land bún að­ ar nefnd ar Borg ar byggð ar fyr ir hreins­ un ar starf sitt. Ljósm. þt. Þor steinn við Mons una sína, M­920, arf taka Land Rovers ins. Þor steinn Pét urs son og Ásta Hans dótt ir á samt börn un um sjö. Í efri röð f.v. Kári, Pét ur, Jak ob, Á gúst og Skúli. Neðri röð f.v. Sig rún, Þor steinn, Ásta og Guð björg.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.