Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2009, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 02.12.2009, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER Íþróttir í 100 ár Ljósmyndasýningin Íþróttir í 100 ár á vegum Haraldar Sturlaugssonar og Friðþjófs Helgasonar verður opin og aðgengileg á fyrstu hæð í suðurhluta Stjórnsýsluhússins að Stillholti 16-18, Akranesi, föstudaginn 4. desember frá kl. 18-20 og á laugardag og sunnudag frá kl. 16-20. Frekari opnunartímar auglýstir síðar. Hressir keppnismenn fæddir 1916 og 1917 munu opna sýninguna formlega á föstudag með dyggri aðstoð fyrsta methafa af Akranesi í frjálsum íþróttum frá árinu 1945 og Helga Dan sem á mikið efni á sýningunni. Við lofum að engar ræður verði fluttar en áhersla frekar lögð á samveru, áhorf og vegglestur. Tónlist í bakgrunni að hætti Flosa Einarssonar. ALLIR þeir sem kunna að hafa áhuga á sýningunni eru hjartanlega velkomnir ALLA dagana. Jón Helgason varð fyrstur Skagamanna 1953 til að setja Íslandsmet í sundi. Myndin er frá 1954 þegar Skagamenn léku gegn Hamborgarúrvalinu. 4000 mann mættu á völlinn en þá var íbúafjöldinn á Akranesi 3000. Fólkið á leið heim af leiknum ...gengur Garðabrautina. Í vagninum mun vera Erling Þór Pálsson sjö mánaða. Jól í Álfhól Bjarteyjarsandi í Hvalfirði Um helgina verður árlegur jólamarkaður í Álfhól. Handverk, listmunir, heitt súkkulaði, lifandi tónlist og upplestur. Bragi Þórðarson les úr bók sinni Sporaslóð laugardaginn 5. desember kl. 13.30. Steinar Berg les úr barnabók sinni Tröllagleði sunnudaginn 6. desember kl. 13.30. Ýmsar nýjungar á boðstólnum, m.a. súrt hvalrengi! Opið milli klukkan 13 og 17 báða dagana. Komið og upplifið einstaka jólastemningu í sveitinni fjarri ys og þys hversdagsins. www.bjarteyjarsandur.is Sæk ir um for ræði yfir bræðr um sín um Borg firð ing ar og nær sveita menn geta nú lagt styrkt ar fé lag inu Hönd í Hönd lið, en barm merki verða seld á veg um fé lags ins í Borg ar nesi við Bón us og Sam kaup frá klukk­ an 13­19 föstu dag inn 4. des em ber og 11­15 laug ar dag inn 5. des em­ ber. Sal an er til styrkt ar Rebekku Mar íu Jó hann es dótt ur, 22 ára gam­ alli konu úr Hafn ar firði, sem berst nú fyr ir for ræði sjö ára og tæp lega tveggja ára gam alla bræðra sinna eft ir að móð ir þeirra féll frá í á gúst sl. Í á gúst 2007 lést fað ir Rebekku Mar íu í bílslysi. Í sum ar þeg ar Rebekku Mar íu var það ljóst að móð ir henn ar ætti stutt eft ir ó lif að fór hún að gera ráð staf­ an ir til að þau systk in in verði ekki að skil in eft ir and lát móð ur þeirra. Móð ir henn ar hafi lát ið lög fræð ing þing lýsa papp ír þar sem fram komu ósk ir henn ar um að Rebekka fengi for ræði yfir strák un um og þeir myndu al ast upp sam an. Styrkt ar fé lag ið Hönd í Hönd hóf söfn un í októ ber með sölu barm­ merkja. Söfn un in hófst 16. októ ber sl. á fer tugs af mæli Soff íu heit inn ar, móð ur Rebekku Mar íu og bræðra henn ar. Ætl un in var að selja merk in bara í Hafn ar firði og Garða bæ. Við­ tök ur voru fram ar von um og hef­ ur fyrsta send ing af merkj un um selst upp. Fólk víða af land inu hafði sam band við Styrkt ar fé lag ið í októ­ ber og óskaði eft ir að fá að taka þátt í þessu verk efni. Þá voru ekki til merki til að senda um land ið. Nú hef ur ver ið bætt úr því og eru fleiri merki að koma til lands ins. Styrkt­ ar fé lag ið Hönd í Hönd hef ur haf­ ið fram halds söfn un um allt land til styrkt ar þeim systk in um. Merk ið kost ar 500 kr. Tek ið skal fram að það er eng inn að ganga í hús og safna pen ing um fyr ir þau systk ini án þess að vera merkt ur söfn unni. Ef geng ið er í hús þá er sölu fólk með merki með sér til að selja. Merk ið er blátt hús með skor­ steini. Inni í hús inu eru þrír mis­ stór ir hvít ir hring ir sem tákna þau systk ini. Merk ið tákn ar þá ósk að þau systk ini eiga að vera sam an und ir sama þaki í fram tíð inni. Það er von okk ar að lands menn taki vel á móti sölu fólki um helg­ ina og kaupi merki. Hver króna tel­ ur. Þess skal sér stak lega get ið að allt and virð ið fer ó skipt til Rebekku Mar íu og bræðra henn ar. Birt ar verða upp lýs ing ar um söl una í lok henn ar. Öll vinna við þetta verk efni er unn in í sjálf boða vinnu. Söfn un ar­ reikn ing ur er: Kt. 431105 2090 (Hönd í Hönd styrkt ar fé lag) banki: 0140 26 161009 Blogg síð an henn ar Rebekku Mar íu er: http://mai stjarn an­okkar. blogcentral.is/ Frétta til kynn ing frá styrkt ar fé lag- inu Hönd í hönd. Arth úr Lúk as tveggja ára, Örn Ísak sjö ára, Soff ía og Rebekka Mar ía 22ja ára. Starf íþróttakennara Laust er til umsóknar 50% starf íþróttakennara við Laugargerðisskóla. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 4356601 eða á netfangi laugarg@ismennt.is Skólastjóri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.