Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2009, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 02.12.2009, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER Mennta skóli Borg ar fjarð ar, Fjöl­ brauta skóli Snæ fell inga og Sím­ inn hafa gert með sér sam komu­ lag um sam vinnu og sam starf við að þróa notk un far síma í námi og kennslu. Vinnu heit ið á verk efn­ inu er „Nám á ferð og flugi.“ Skrif­ að var und ir sam komu lag ið föstu­ dag inn 27. nóv em ber í Mennta­ skóla Borg ar fjarð ar. Meg in til gang­ ur með sam starfs verk efn inu er að kanna með hvaða hætti hag kvæmt sé að nýta sér nú tíma far síma tækni í námi og kennslu. Leit ast verði við að kanna leið ir og þróa að ferð­ ir, bæði kennslu fræði lega og við­ skipta fræði lega. Gert er ráð fyr ir að verk efn ið taki þrjú ár. Að sögn Ósk ars Birg is son ar kenn ara við Mennta skóla Borg ar­ fjarð ar munu skól arn ir nýta sér far­ síma tækni við kennslu t.d. við úti­ kennslu og söfn un gagna í raun vís­ inda grein um, svo sem nátt úru fræði, landa fræði og jarð fræði en einnig á nýj um náms braut um, til að mynda ferða mála fræð um. Þá verði kann­ að ir mögu leik ar á notk un far síma í ýms um grein um. Stefnt verð ur að nýt ingu far síma í námi nem enda með fötl un og skerta náms getu. Þetta verð ur gert þannig að afl að verði gagna með hjálp far síma tækni á vett vangi og þeim síð an kom ið fyr ir í tölv um og á net inu. Tekn­ ar verða ljós mynd ir, mynd bönd og hljóð með far símun um. Hug mynd­ in er síð an sú að hægt verði að nálg­ ast þetta efni á net inu og í far sím­ um. Til dæm is geti ferða menn eða aðr ir sem vilja fræð ast um svæð­ ið feng ið upp lýs ing ar um staði og nátt úru þar sem þeir eru stadd ir í gegn um far sím ann sinn. Einnig er hug mynd in að þróa ým iss for rit fyr ir far síma og nota GPS tækn ina til stað setn ing ar og setja upp orða­ bæk ur, glósu bæk ur og náms efni fyr ir far sím ana. Mögu leik arn ir eru því nær ó þrjót andi að sögn Ósk ars Birg is son ar. þá Helga Guð munds dótt ir er búin að ganga 41.949 kíló metra með póst pok ann á öxl un um heim að dyr um Ak ur nes inga á síð ustu 33 árum. Hún lét af störf um hjá Ís­ lands pósti um mán aða mót in. Ingi Stein ar Gunn laugs son, eig in mað­ ur henn ar, fyrr ver andi kenn ari og skóla stjóri, hef ur reikn að þetta út og tek ið mið af sum ar fr í um Helgu og af leys ing um henn ar vegna for­ falla ann arra. Vega lengd in kring­ um hnött inn um mið baug er um 40.800 kíló metr ar svo Helga hef­ ur geng ið ríf lega þá vega lengd. Þetta sam svar ar þrjá tíu og tveim ur hringj um um land ið eft ir hring veg­ in um. Helga hef ur þó aldrei ver­ ið í fullu starfi við póst burð inn en yf ir leitt hef ur starfs hlut fall ið ver ið hálft og kannski rúm lega það. Tók aldrei bíl próf „Ég hef alltaf geng ið með póst inn frá póst hús inu því ég keyri ekki bíl, ég hef reynd ar aldrei tek ið bíl próf og það þrátt fyr ir að pabbi kenndi á bíl hér áður. Ein hverra hluta vegna lét ég aldrei verða af því að taka bíl­ próf og kannski var tíð ar and inn þá þannig að stelp ur voru ekki mik­ ið að hugsa um bíl próf ið. Bræð­ ur mín ir tóku hins veg ar bíl próf um leið og þeir höfðu ald ur til. Ég hef lengst af bor ið út í sömu hús in. Síð ustu árin þannig að ég hef far ið frá nýja póst hús inu og um Smiðju­ velli, Esju braut, nið ur á Prest húsa­ braut og um Vall holt, Voga braut, Hjarð ar holt og ná grenni. Þetta eiga að vera um fimm kíló metr ar á dag en ég held jafn vel að það sé meira. Hér áður fyrr mældi póst ur­ inn ná kvæm lega vega lengd ina sem við fór um al veg heim að dyr um og meira að segja var til lit tek ið til þess hvort háar tröpp ur voru við hús in eða ekki en þetta er ekki mælt leng­ ur.“ Helga seg ist alla tíð, frá ár inu 1976, hafa haft mikla á nægju af starf inu, þótt á stund um hafi það ver ið erfitt. „Fólk ið er svo æð is legt og mað ur var að hitta svo marga. Suma hef ég hitt í póst ferð un um all an tím ann. Þetta er ynd is legt á sumr in, til dæm is var síð asta sum ar mjög gott og reynd ar hafa veturn­ ir ver ið að létt ast þenn an tíma þótt vet ur inn í hitteð fyrra hafi ver ið erf­ ið ur.“ Helga hef ur slopp ið án slysa í starf inu all an tím ann. Hún hef ur aldrei lent í hálku slys um eða nein­ um ó höpp um og aldrei hef ur hún ver ið bit in af hundi, eins og kannski marg ir bréf ber ar ótt ast. „Ég ein­ fald lega fór aldrei heim að hús um þar sem hund ar voru bundn ir við úti dyrn ar. Okk ur er það heim ilt að sleppa þeim hús um og fólk hef ur lent í að vera bit ið við störf.“ Hætti á annarri löpp inni Póst burð ar störf in verða seint tal in til há launa starfa. Helga hef­ ur þó aldrei sett laun in fyr ir sig enda met ur hún frels ið sem fylg­ ir starf inu mik ils. „Ég hefði aldrei get að hugs að mér að vinna ein­ hverja inni vinnu frá níu til fimm. Það hent ar mér ekki. Úti ver an á vel við og vinnu dag ur inn mið að ist við hve lengi ég gat ver ið að bera út póst inn. Það gat dreg ist á vet­ urna en oft ast var ég búin um há­ degi.“ Helga seg ist helst sakna þess að hafa ekki ver ið við póst burð inn sjálf an síð ustu dag ana í starfi. „Ég kenndi eymsla í fæti í haust sem síð­ an á gerð ust þannig að síð asta mán­ uð inn var ég nær ein göngu í vinnu inni á póst hús inu. Ég hefði gjarn an vilj að kveðja eitt hvað af þessu fólki sem ég var búin að bera út póst­ inn til í mörg ár,“ seg ir hún og bæt­ ir við; „það má eig in lega segja að ég hafi hætt þarna á annarri löpp­ inni.“ List ræn ar ljós mynd ir taka við Helga seg ist ekki ótt ast að gerða­ leysi. Á hug mál in sjái til þess að hún hafi nóg að gera enda er hún ekki kom in á þenn an eig in lega eft ir­ launa ald ur. „Ég hætti sam kvæmt 95 ára regl unni svoköll uðu þeg ar sam an lagð ur starfs ald ur og lífald­ ur hef ur náð 95 árum. Ingi Stein­ ar náði þessu fyr ir tveim ur árum og ég er eig in lega búin að bíða eft­ ir þessu síð an. Ég býst við að ein­ beita mér að ljós mynd un inni núna en hún hef ur ver ið á huga mál hjá mér í nokk ur ár,“ seg ir hún og bend ir á stofu vegg inn hjá sér þar sem sjá má list ræn ar mynd ir sem í fyrstu líkj ast graf ísk um mynd um. „Ég tek mynd ir í sterk um lit um og vinn svo með þær á þenn an hátt. Þá hafa fugla mynda tök ur ver ið í miklu upp á haldi hjá mér og reynd ar Inga Stein ari líka en hann var byrj að ur að taka mynd ir löngu á und an mér. Við keypt um okk ur góða staf ræna vél og erum með öfl uga linsu svo auð veld ara er að nálg ast fugl ana.“ Helga bend ir á mynd af þrem­ ur mús arr ind ils ung um sitj andi á trjá grein um. Mús arr indl ar eru ekki stór ir full vaxn ir og var ir um sig þannig að sjald gæft hlýt ur að vera að ná mynd af þrem ur ung­ um í einu. „Ég tók þessa mynd við Þing valla vatn. Ingi Stein ar fer mik­ ið þang að að veiða og ég hef var­ ið tím an um með an hann veið ir í að ganga um með mynda vél ina. Oft á tím um gleymi ég mér al veg við þessi verk efni.“ Hún seg ir aðra Skaga konu vera í sam starfi við sig um ljós mynd un ina. „Það er Þór­ dís Björns dótt ir. Við hitt umst alltaf ann an hvern fimmtu dag og ber­ um sam an bæk ur okk ar. Við setj um svo hvor annarri fyr ir verk efni fyr ir næsta skipti. Þá hef ég ver ið að taka mynd ir af ein hverju sem ég ann ars myndi ekki gera. Það er bara æð­ is legt að geta ein beitt sér að þessu á huga máli á næst unni,“ seg ir Helga Guð munds dótt ir. hb Hulda Gests dótt ir á Akra nesi hef ur rek ið söng skóla í sínu nafni í nokk ur ár. Að venju við lok hverr ar ann ar er hald in há tíð þar sem ung ir og upp­ renn andi söngv ar ar syngja fyr ir for­ eldra sína, systk ini, afa og ömm ur. Slík há tíð var í Akra nes kirkju síð deg is á fimmtu dag inn. Á mynd inni er hluti nem enda Huldu, sem sam an tóku lag ið ­ Ég sá mömmu kyssa jóla svein. Nokkra vant ar þó á mynd ina þar sem þeir þurftu að syngja á fleiri stöð um sama kvöld. mm Nóg að gera og er ekki að hætta „Það er ekk ert lát á okk ur. Við erum fimm að vinna hér og ekk­ ert út lit fyr ir að breyt ing verði þar á. Í októ ber hætt um við að vinna yf ir vinnu vegna minni verk efna en byrj uð um strax í nóv em ber að vinna yf ir vinnu aft ur enda veitti ekki af til að geta lok ið þeim verk­ efn um sem þarf að ljúka fyr ir jól,“ seg ir Krist ján Ein ars son eig andi Tré smiðju Akra ness ehf. Uppi hef­ ur ver ið orðróm ur um að ver ið væri að loka tré smiðj unni og segja upp starfs mönn um. Það er sem sagt al­ rangt. Krist ján seg ist ekki geta sagt með neinni vissu hvers vegna sögu sagn­ ir af þessu tagi hafi far ið af stað en þær séu leið in leg ar. „Hér erum við að smíða inn rétt ing ar af öll um gerð um. Til dæm is erum við núna að smíða um 50 inni hurð ir í nýja skóla bygg ingu í Reykja vík, á samt, eld húss,­ þvotta húss­ og bað inn­ rétt ing um fyr ir ein stak linga.“ Krist­ ján seg ir að auð vit að hafi verk efni minnk að og breyst frá því krepp an skall á. Inn flutn ing ur inn rétt inga sé varla til leng ur og hrá efni til smíð­ inn ar hafi hækk að í verði. Hann seg ir þó að nú sé verk efna stað­ an góð næstu tvo mán uði. „Með an góð ær ið ríkti þá gát um við yf ir leitt séð fyr ir um verk efni hálft ár fram í tím ann. Þá pönt uðu við skipta vin­ irn ir fyrr þar sem þeir vissu að af­ greiðslu frest ur inn var lang ur. Nú vita þeir hins veg ar að hægt er að fá vinn una með stutt um fyr ir vara þannig að það er gott að sjá tvo mán uði fram í tím ann núna.“ Krist­ ján seg ist á gæt lega bú inn tækj um á verk stæð inu og með góð um mann­ skap sé hann fær í flest an sjó í inn­ rétt inga smíð inni. Það má því segja um Tré smiðju Akra ness ehf. sem sagt var forð um; „frétt ir af and láti mínu eru stór lega ýkt ar.“ hb Krist ján Ein ars son og Ei rík ur Karls son sam starfs mað ur hans á verk stæð inu. Há tíð söng skól ans Und ir samn ing inn rit uðu Elín Þór unn Ei ríks dótt ir fram kvæmda stjóri fyr ir tækja­ sviðs Sím ans, Ár sæll Guð munds son skóla meist ari MB og Skúl ína Hlíf Kjart ans­ dótt ir skóla meist ari FSN. Nám á ferð og flugi með Sím an um Helga Guð munds dótt ir og mús arr ind ils ung arn ir þrír á ljós mynd henn ar á veggn um. Hef ur geng ið sem sam svar ar rúm um hring um hnött inn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.