Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2010, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 03.02.2010, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR Hjúkrunarfræðingur óskast við Dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík Snæfellsbær Dvalar - og hjúkrunarheimilið Jaðar auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi til starfa. Um er að ræða 60% starfshlutfall. Jaðar er lítið og notalegt heimili 15 vistmanna. Þar ríkir góður starfsandi og heimilisbragur góður. Nú í sumar verður tekið í notkun nýtt hjúkrunarheimili í kjölfar verulegrar stækkunar heimilisins þar sem aðstaða vistmanna og starfsmanna verður mjög góð. Spennandi tímar eru því framundan í þjónustu, aðbúnaði og umönnun heimilisfólks auk stórbættrar vinnuaðstöðu starfsfólks. Umsóknir berist forstöðumanni sem jafnframt veitir allar frekari upplýsingar í síma 433 6931 eða 857 6605. Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar n.k. Ólafsvík er stærstur þriggja þéttbýliskjarna sem mynda sveitarfélagið Snæfellsbæ. Snæfellsbær er ungt sveitarfélag sem vefur sig utan um Snæfellsjökul: Staðarsveit, Búðir, Breiðuvík, Arnarstapi, Hellnar, Hellissandur, Rif, Ólafsvík og Fróðárhreppur. Í góðu veðri er Ólafsvík í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík – og veðrið er að sjálfsögðu alltaf gott undir Jökli! Hér býr gott fólk sem er alltaf tilbúið til að bjóða nýja Snæfellsbæinga velkomna. Í Snæfellsbæ er sérstaklega fallegt umhverfi þar sem Snæfellsjökul ber hæst, enda býður bæjarfélagið upp á alla flóru landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi. Útivist og íþróttir er hægt að stunda hvenær sem er ársins, skíði og snjóbretti, gönguferðir, golf, hestamennsku, sund og margt fleira. Nýtt, glæsilegt íþróttahús er í Ólafsvík. Öflugt tónlistarlíf er í sveitarfélaginu og félagastarfsemi með miklum blóma. Þjóðaratkvæðagreiðsla - atkvæðagreiðsla utan kjörfundar Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram laugardaginn 6. mars 2010. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin og fer hún fram á skrifstofu sýslumanns að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, virka daga frá kl. 9.00 til 15.00. Hægt er að kjósa aðra daga samkvæmt nánara samkomulagi við kjörstjóra. Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað. Sýslumaðurinn í Borgarnesi. Ágætu bæjarbúar Ykkur er boðið á frumsýningu myndarinnar ,,Gaman-Saman” í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness, miðvikudaginn 10.febrúar kl. 18.30. Hlökkum til að sjá ykkur. Frístundaklúbburinn Fjörfiskar Tíma rit ið Vís bend ing, viku­ rit um við skipti og efna hags mál, hef ur nú gef ið út sitt ár lega mat á stöðu sveit ar fé laga á Ís landi. Þar trón ir Snæ fells bær nú í topp sæt­ inu með ein kun nina 6,7, einu sæti ofar en í fyrra. Fast á hæla Snæ­ fells bæj ar koma Horna fjörð ur og Garða bær. Bene dikt Jó hann es son rit stjóri Vís bend ing ar seg ir í sam­ tali við Skessu horn að mat ið byggi eink um á fimm mæli kvörð um um fjár hags legt hæfi. Nú sé ár ferði erfitt og af þeim sök um lækki ein­ kunn flestra sveit ar fé laga. „Til að skora hátt í þess ari út tekt þarf út­ svar í fyrsta lagi að vera hóf legt, en þar fá reynd ar flest öll sveit ar fé lög lands ins núll þar sem út svar er víð­ ast hvar í há marki. Þá þarf fjölg un íbúa að vera hóf leg, eða 1,6 ­ 3,6%, af koma sem hlut fall af tekj um þarf að vera um 10%, hlut fall skulda af tekj um sem næst 1,0 í árs lok 2008 og veltu fjár hlut fall sem næst 1,0.“ List inn hef ur að geyma 38 sveit­ ar fé lög sem hafa 900 íbúa eða fleiri. Flest sveit ar fé lög taka tölu verða dýfu í ein kunna gjöf frá fyrra ári, ef frá er tal inn Horna fjörð ur sem er há stökkvari árs ins. Bene dikt seg­ ir á stæðu þess vera að Horna fjörð­ ur hef ur á gæta af komu, skuld ir séu hóf leg ar, veltu fjár hlut fall gott en fækk un íbúa hafi ver ið lít ils hátt ar. Stykk is hólm ur er í 15. sæti list­ ans, Akra nes í 21. sæti, Grund ar­ fjörð ur hækk ar nokk uð frá fyrra ári, er nú í 30. sæti en Borg ar byggð hef ur tek ið stöðu Grund firð inga á botni list ans núm er 38 í röð inni, tveim ur sæt um neð ar en Álfta nes sem svo mjög hef ur ver ið í um ræð­ unni und an farn ar vik ur. Erum í halds söm og jafn vel „leið in leg“ „Það er nú bara þannig að okk­ ar sveit ar fé lag pass aði inn í þetta mód el Vís bend ing ar. Þarna er ver ið að mæla rekst ur sveit ar fé­ laga út frá á kveðn um for send um en það er ekki þar með sagt að all­ ir myndu setja þessa hluti fram til að fá út sitt drauma sveit ar fé lag,“ seg ir Krist inn Jón as son bæj ar­ stjóri í Snæ fells bæ. Hann svar ar því engu að síð ur ját andi þeg ar blaða­ mað ur spyr hvort hann sé þá ekki draumabæjarstjórinn.“Verður mað­ ur ekki að segja það,“ seg ir hann og hlær. „Ann ars meg um við ekki gleyma því að þarna er ver ið að mæla stöð­ una árið 2008 en þá í októ ber kom hrun ið. Það er okk ar gæfa að hafa ekki ver ið með nein er lend lán og því er stað an þessi. Það er líka at­ hygl is vert við þessa út tekt að okk ar sveit ar fé lag stend ur í stað en önn ur hrapa. Þó mað ur eigi ekki að fagna ó för um ann arra þá get um við ver ið á nægð með okk ar stöðu.“ At hygli vek ur að of ar lega á lista yfir drauma sveit ar fé lög in eru sveit­ ar fé lög sem nú eru und ir sér stöku eft iliti hjá Eft ir lits nefnd um fjár mál sveit ar fé laga. Krist inn seg ir það eiga sín ar skýr ing ar. „Gall inn er sá að allt eft ir lits kerfi sveit ar fé laga er að skoða vanda mál gær dags ins en ekki dags ins í dag en því stend ur til að breyta. Það verð ur að gera svo hægt sé að grípa í taumana í tíma og þar höf um við glöggt dæmi sem Álfta nes er.“ Krist inn seg ir það hluta af góðri stöðu Snæ fells bæj ar að bæj ar stjórn­ in sé mjög í halds söm. „Við þurf um stund um að vera leið in leg. Auð­ vit að vilja all ir í bú ar fá góða þjón­ ustu og hana reyn um við að veita. Það er hins veg ar svo að allt kost­ ar þetta pen inga og þeg ar þeir eru ekki til þarf að neita sér um eitt­ hvað. Það er mik ill á byrgð ar hluti að fara með al manna fé. Ein stak­ ling ar geta sólund að sín um pen­ ing um eins og þeir vilja en það get­ um við ekki sem treyst er fyr ir al­ manna fé,“ seg ir Krist inn Jón as son bæj ar stjóri Snæ fells bæj ar. mm/hb Snæ fells bær er „Drauma sveit ar fé lag ið“ „Drauma bæj ar stjór inn“ Krist inn Jón as son.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.