Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2010, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 03.02.2010, Blaðsíða 24
S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is ��������������������� �������������������������������� ������������ �������������������� ��������������������������������Íslenskir sokkar Nytjamarkaður Körfuknattleiksdeildar Skallagríms í Brákarey. Opið alla laugardaga kl. 12-16. Það hörmulega slys varð á vestanverðum Langjökli síðasliðinn laugardag að kona og sjö ára sonur hennar féllu niður í 20­30 metra djúpa sprungu í jöklinum. Talið er að konan hafi látist við fallið en drengurinn var með meðvitund þegar til hans náðist. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík og gekkst þar undir aðgerð. Hann er ekki í lífshættu og hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild. Björgunarsveitarmenn náðu til konunnar upp úr klukkan 15 en drengurinn hafði fallið dýpra í sprunguna og náðist hann ekki upp fyrr en um fimmleitið. Voru þá rúmlega fjórar klukkustundir liðnar frá slysinu. Fólkið var í stærri hópi og hafði stigið út úr bíl sínum þar sem einn bíll var fastur með framhjól í sprungunni. Jökullinn er að sögn kunnugra talsvert sprunginn og einungis þunnt snjólag yfir sprungunum, eða 10­20 cm þykkt, eftir langan hlýindakafla í janúar. Það var klukkan eitt sem björgunarsveitum Landsbjargar í Borgarfirði, Borgarnesi, Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að tvær manneskjur hefðu fallið í sprungu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var strax send á vettvang ásamt undanförum úr röðum björgunarsveitarmanna. Tvær þyrluferðir voru farnar milli höfuðborgarsvæðisins og Langjökuls, meðal annars með búnað frá rústabjörgunarsveitinni og lækna frá Reykjavík. Þá fór þónokkur fjöldi björgunar­ sveitarfólks landleiðina og upp á jökulinn á vélsleðum, bílum og snjóbílum. Veður var gott meðan á aðgerðum stóð. Unnu þrekvirki við erfiðar aðstæður Ásgeir Örn Kristinsson í Björgunarfélagi Akraness stjórnaði aðgerðum á jöklinum á laugardaginn í félagi við annan mann. Hann segir að á slysstað hafi verið um 50 manns en samtals á annað hundrað sem tók beinan eða óbeinan þátt í aðgerðunum. Ásgeir segir að í þessari erfiðu björgunaraðgerð hafi menn unnið mjög þétt saman. „Þetta var alvarlegur atburður við erfiðar aðstæður. Vissulega tekur svona á fólk eins og alltaf við þær aðstæður þegar alvarleg slys verða.“ Ásgeir segir að aðstæður í sprungunni hafi verið mjög erfiðar, en hún var tæpur metri þar sem hún var breiðust en mjókkaði niður í 18,5 sentimetra þangað sem neðri sigmaðurinn komst. „Hann gat þar brugðið línu utan um drenginn og náð honum þannig til sín og upp úr sprungunni. Þeir voru tveir björgunarmenn ofan í sprungunni í einu. Sá sem var fyrir ofan bar á milli skilaboð til manna á brúninni og sagði fyrir um hvort gefa ætti slaka eða hífa. Sá sem var fyrir neðan þurfti að fara með höfuðið á undan niður. Allir vissu að þetta yrði að ganga mjög hratt fyrir sig, þannig að segja má að aðstæður hafi á allan hátt verið mjög erfiðar. Þarna sýndu björgunarmenn harðfylgi við óvenjulega erfiðar aðstæður,“ sagði Ásgeir. mm Banaslys á Langjökli ­ Erfið björgunaraðgerð Frá björgunaraðgerðum á jöklinum á laugardaginn. Ljósm. Landsbjörg.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.