Skessuhorn - 03.02.2010, Blaðsíða 24
S m á a u g l ý s i n g a r -
a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r
www.skessuhorn.is
���������������������
��������������������������������
������������ ��������������������
��������������������������������Íslenskir sokkar
Nytjamarkaður Körfuknattleiksdeildar
Skallagríms í Brákarey.
Opið alla laugardaga kl. 12-16.
Það hörmulega slys varð
á vestanverðum Langjökli
síðasliðinn laugardag að kona og
sjö ára sonur hennar féllu niður
í 2030 metra djúpa sprungu í
jöklinum. Talið er að konan hafi
látist við fallið en drengurinn var
með meðvitund þegar til hans
náðist. Hann var fluttur með
þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík og
gekkst þar undir aðgerð. Hann
er ekki í lífshættu og hefur verið
útskrifaður af gjörgæsludeild.
Björgunarsveitarmenn náðu til
konunnar upp úr klukkan 15 en
drengurinn hafði fallið dýpra í
sprunguna og náðist hann ekki
upp fyrr en um fimmleitið. Voru
þá rúmlega fjórar klukkustundir
liðnar frá slysinu. Fólkið var í
stærri hópi og hafði stigið út úr
bíl sínum þar sem einn bíll var
fastur með framhjól í sprungunni.
Jökullinn er að sögn kunnugra
talsvert sprunginn og einungis
þunnt snjólag yfir sprungunum,
eða 1020 cm þykkt, eftir langan
hlýindakafla í janúar.
Það var klukkan eitt sem
björgunarsveitum Landsbjargar í
Borgarfirði, Borgarnesi, Akranesi
og á höfuðborgarsvæðinu barst
tilkynning um að tvær manneskjur
hefðu fallið í sprungu. Þyrla
Landhelgisgæslunnar var strax
send á vettvang ásamt undanförum
úr röðum björgunarsveitarmanna.
Tvær þyrluferðir voru farnar
milli höfuðborgarsvæðisins og
Langjökuls, meðal annars með
búnað frá rústabjörgunarsveitinni
og lækna frá Reykjavík. Þá fór
þónokkur fjöldi björgunar
sveitarfólks landleiðina og upp
á jökulinn á vélsleðum, bílum og
snjóbílum. Veður var gott meðan
á aðgerðum stóð.
Unnu þrekvirki við
erfiðar aðstæður
Ásgeir Örn Kristinsson
í Björgunarfélagi Akraness
stjórnaði aðgerðum á jöklinum
á laugardaginn í félagi við annan
mann. Hann segir að á slysstað
hafi verið um 50 manns en
samtals á annað hundrað sem
tók beinan eða óbeinan þátt í
aðgerðunum. Ásgeir segir að í
þessari erfiðu björgunaraðgerð
hafi menn unnið mjög þétt
saman. „Þetta var alvarlegur
atburður við erfiðar aðstæður.
Vissulega tekur svona á fólk eins
og alltaf við þær aðstæður þegar
alvarleg slys verða.“
Ásgeir segir að aðstæður í
sprungunni hafi verið mjög
erfiðar, en hún var tæpur metri
þar sem hún var breiðust en
mjókkaði niður í 18,5 sentimetra
þangað sem neðri sigmaðurinn
komst. „Hann gat þar brugðið
línu utan um drenginn og
náð honum þannig til sín og
upp úr sprungunni. Þeir voru
tveir björgunarmenn ofan í
sprungunni í einu. Sá sem var
fyrir ofan bar á milli skilaboð til
manna á brúninni og sagði fyrir
um hvort gefa ætti slaka eða hífa.
Sá sem var fyrir neðan þurfti að
fara með höfuðið á undan niður.
Allir vissu að þetta yrði að ganga
mjög hratt fyrir sig, þannig að
segja má að aðstæður hafi á allan
hátt verið mjög erfiðar. Þarna
sýndu björgunarmenn harðfylgi
við óvenjulega erfiðar aðstæður,“
sagði Ásgeir.
mm
Banaslys á Langjökli Erfið björgunaraðgerð
Frá björgunaraðgerðum á jöklinum á laugardaginn. Ljósm. Landsbjörg.