Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2010, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 03.02.2010, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR „ Þetta var rosa lega erf ið ferð sem tók sex vik ur. Ég hélt ég væri að fara í því líka æv in týra­ og afslöpp un ar­ ferð en svo reynd ist ekki vera. Það var auð vit að mjög gam an að koma til Suð ur­Afr íku, sem ég hefði ör­ ugg lega ekki átt kost á að fara ann­ ars, en þetta var mik il keyrsla og erf ið ara en ég hafði gert mér grein fyr ir,“ seg ir Guð rún Dögg Rún ars­ dótt ir frá Akra nesi og Ung frú Ís­ land 2009. Hún fór fyr ir Ís lands hönd til Suð ur­Afr íku í keppn ina Miss World þann 6. nóv em ber síð­ ast lið inn. Guð rún Dögg seg ir að allt ferða­ lag ið hafi ver ið mjög illa skipu lagt og seg ist ekki skilja það því búið sé að halda þessa keppni í 59 ár. „Við feng um lít inn svefn eða þetta frá þrem ur og upp í fimm tíma. Við þurf um að hafa okk ur vel til á hverj um morgni og vera vel mál að­ ar og snyrt ar því alltaf vor um við að fara í ein hverj ar mót tök ur. Síð­ an voru ó reglu leg ir mat máls tím­ ar því við feng um bara morg un mat og kvöld mat en síð an var far ið eitt­ hvað með okk ur í skoð un ar ferð ir. Við átt um að fá há deg is mat á þeim stöð um sem við kom um. Það var hins veg ar mis jafnt. Stund um feng­ um við ekki neitt en oft ast ein hvern pinna mat eða jafn vel kampa vín og rækj ur. Marg ar stelp urn ar létt ust mik ið þarna fyrstu dag ana. Ég hélt nú fyrst að þetta væri bara eitt hvert klúð ur í byrj un. Fyrstu þrjár vik­ urn ar var ég svo spennt að ég hugs­ aði ekki út í hvíld ina og matar æð­ ið en eft ir það fóru að renna á mig tvær grím ur og svona var þetta all­ ar sex vik urn ar og versn aði frek­ ar þeg ar á leið. Það var held ur ekki svo að við gæt um far ið og keypt okk ur eitt hvað snarl því það var bann að og við inni lok að ar á hót eli. Síð an vor um við alltaf að skipta um gisti staði þannig að það var mik ið los á þessu. Ég held að fólk haldi al mennt að þetta hafi ver ið al gjör slök un hjá mér og tóm á nægja, en það var ekki.“ Í ná vígi við bletta tígra Guð rún Dögg var ein frá Ís­ landi í ferð inni og seg ir að kepp­ end ur megi ekki hafa fylgd ar mann með sér að heim an. Þrátt fyr ir allt skipu lags leys ið seg ir hún ferð ina hafa ver ið æv in týri og mik ið að sjá í Suð ur­Afr íku. „Mér þótti sér stak­ lega gam an að sjá öll dýr in þarna. Við fór um í Safari ferð inn á svæði þar sem villt dýr gengu um og vor­ um þar í þrjá daga. Síð an feng um við að kom ast í ná vígi við bletta­ tígra eft ir að hafa feng ið fyr ir lest­ ur um hvern ig við ætt um að haga okk ur við þá. Til dæm is mátt um við ekki horfast í augu við þá og ann­ að í þeim dúr en við gát um klapp­ að þeim og lát ið vel að þeim. Fólk­ ið í Suð ur­Afr íku er ynd is legt, það er alltaf bros andi eða syngj andi og dansandi.Við sáum mik ið af afrísk­ um döns um þarna. Við feng um þó að eins að sjá fá tækt ina þarna því við fór um í skoð un ar ferð til Soweto, þó ekki fá tæk asta hluta þess. Mér brá svo lít ið þeg ar við vor um að skoða minn is varða þar um 14 ára strák sem lét líf ið í á tök um við lög­ reglu fyr ir um tveim ur ára tug um. Þá kom til mín lít ill dreng ur og bað um pen inga fyr ir mat. Þetta er það sem ég komst næst fá tækt inni þarna. Það var erfitt að sjá það.“ Fylgst með okk ur alla daga Kepp end ur í Miss World voru 120 tals ins en Guð rún Dögg seg ist að al lega hafa kynnst um tíu stelp um sem héldu yf ir leitt hóp inn. „ Þetta var svo lít ið systra fé lag. Við vor um all ar í sömu spor un um; ein ar þarna úti og kynnt umst því vel. Ég eign­ að ist þarna góða vin konu frá Ísr a­ el en hún var her berg is fé lagi minn. Hin ar sem ég kynnt ist þarna voru flest ar frá Suð ur­Am er íku, ekki frá Norð ur lönd un um eins og mað ur hefði hald ið fyr ir fram.“ Hún seg ir að í raun hafi keppn­ in stað ið yfir í all ar sex vik urn ar. „Það var fylgst með okk ur á hverj­ um degi. Skoð að hvern ig við borð­ uð um, tékk að á her bergj un um og meira að segja lyftu verð irn ir voru spurð ir um hvern ig við hög uð um okk ur. Það var fylgst með öllu sem við gerð um.“ Heim sæk ir kærast ann til Nor egs reglu lega Hvers dags leik inn hef ur nú tek ið við hjá Guð rúnu Dögg. Hún vinn­ ur í Reykja vík og leig ir þar hús næði með vin konu sinni. „Ég nennti ekki leng ur að keyra milli Akra­ ness og Reykja vík ur á hverj um degi og vildi fá að hvíla mig bet ur. Ég er að vinna í Body Shop og er bú­ inn að vera þar í hálft ár.“ Guð­ rún Dögg var ný kom in frá Nor egi þeg ar blaða mað ur ræddi við hana og er á leið þang að fljót lega aft­ ur. „Ég er að heim sækja kærast ann, Björn Berg mann Sig urð ar son, sem spil ar knatt spyrnu með norska lið­ inu Lilleström.“ Hún seg ist þó ekki vera að flytja til Nor egs. „Mað­ ur veit ekki. Alla vega ekki strax, kannski seinna. Það geng ur vel hjá hon um í fót bolt an um með Lil­ leström. Hann stend ur sig vel og leig ir þarna á gæt is íbúð með vini sín um.“ Fann fyr ir létti þeg ar þessu lauk Guð rún Dögg seg ir þess um hluta í ævi sinni lok ið. Feg urð ar­ sam keppn irn ar verði ekki fleiri. „Ég ætla ekki til Vietnam á næsta ári en keppn in verð ur þá hald in þar. Þetta er búin að vera skemmti­ leg reynsla sem ég hefði ekki vilj­ að missa af. Keppn in sjálf var mik­ il sýn ing, flug eld ar á svið inu og allt í þeim dúr. Ég við ur kenni al veg að það var á kveð inn létt ir að kom ast ekki í fimmt án manna úr slit í Miss World. Við viss um ekk ert fyr ir fram hverj ar þess ar fimmt án yrðu en þeg ar það var upp lýst felldu nokkr­ ar tár þarna bak sviðs en ég og fleiri stelp ur fund um fyr ir létti. Það var bara gott að þetta æv in týri var búið og ég á leið inni heim,“ seg ir Guð­ rún Dögg. Hún hef ur alist upp á Jað ars­ braut inni á Akra nesi í næsta ná­ grenni við Langa sand, en það var einmitt á hin um am er íska Langa­ sandi, Long Beach í Florida, sem Guð rún Bjarna dótt ir varð fyrst ís­ lenskra kvenna til að verða al­ heims feg urð ar drottn ing, en þar var keppn in jafn an hald in áður fyrr. Langisand ur er því tengd ur feg urð­ inni hvort sem er á Akra nesi eða í Am er íku. hb Guð rún Dögg Rún ars dótt ir, Ung frú Ís land 2009: Erf ið æv in týra ferð til Suð ur­Afr íku Fimm efstu stúlk urn ar í Feg urð ar sam keppni Vest ur lands síð asta vor. „Feg urð ar sam keppn irn ar verði ekki fleiri,“ seg ir Guð rún Dögg Rún ars dótt ir. Guð rún Dögg með bl etta tígri í 34 stiga hita í dýra garði í Suð ur­Afr íku. Hér er Ung frú Ís land á samt feg urð ar dís­ um frá Ísr a el, Tyrk landi og Belg íu. Mynd­ in er tek in þeg ar þær stöll ur heim­ sóttu stelpna­ skóla í Suð ur­ Afr íku. „ Þessi mynd var tek in á skemmti leg asta kvöld inu í Suð ur­Afr íku. Þá fór um við all ar sam an út að borða,“ seg ir Guð rún Dögg. Með henni á mynd inni er her­ berg is fé lagi henn ar og besta vin kona úr keppn inni, ung frú Ísr a el.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.